Innlent

Nýtt nafn og merki

Landssamtök hjartasjúklinga hafa tekið upp nýtt nafn og nýtt félagsmerki. Félagið heitir nú HjartaHeill og var nýtt nafn samþykkt á landsþingi samtakanna á laugardag. Í tilkynningu segir að markmiðið með breyttu nafni sé að höfða til fleiri en eingöngu þeirra sem eru hjartasjúklingar. Nýtt nafn muni nýtast betur í tengslum við forvarnastarf og ýmiskonar fyrirbyggjandi vinnu í baráttunni gegn hjartasjúkdómum. Á landsþinginu var Vilhjálmur B. Vilhjálmsson endurkjörinn formaður til tveggja ára. Jónína S. Gísladóttir var sæmd gullmerki samtakanna, Gullhjartanu, fyrir mikið og óeigingjarnt starf um áraraðir. Styrktarsjóður Jónínu hefur látið mikið af fjármunum renna til tækjakaupa sem reynst hafa ómetanleg fyrir hjartalækningar á Íslandi að því er segir í tilkynningu samtakanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×