Innlent

Brotist inn í sumarbústaði

Þrír ungir menn hafa viðurkennt að hafa brotist inn í nokkra sumarbústaði við Úthlíð í Árnessýslu í fyrradag og stolið þaðan ýmsum verðmætum. Skömmu eftir að tilkynnt var um innbrotin stöðvaði lögreglan á Selfossi mennina og reyndist þá ýmis varningur í bíl þeirra sem þeir gátu ekki gefið eðlilegar skýringar á, meðal annars málverk. Við yfirheyrslur í gær játuðu þeir á sig innbrotin og var þeim sleppt en þýfinu verður komið til skila. Myndin er úr myndasafni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×