Deila um húsbréfakerfið 22. júlí 2004 00:01 Hörð bréfaskipti hafa átt sér stað á milli Íbúðalánasjóðs og Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) vegna breytinga á húsnæðislánakerfinu sem tók gildi 1. júlí. Aðilarnir saka hver annan um ófagleg vinnubrögð. SBV sendi Íbúðalánasjóði erindi þar sem vinnubrögð Íbúðalánasjóðs við framkvæmd breytinganna voru gagnrýnd meðal annars vegna tímasetninga í tengslum við þær. SBV segir að fjöldi fjárfesta hafa tapað fé vegna ónógrar kynningar og sakar Íbúðalánasjóð um ófagleg vinnubrögð. Íbúðalánasjóður hefur nú sent SBV svar við erindinu þar sem gagnrýninni er vísað á bug. Í bréfi segist sjóðurinn ekki muni sitja undir rangfærslum sem komið hafi fram í athugasemdum SBV og segir SBV ekki hafa verið í "góðum tengslum við framgang viðskiptanna né það fólk sem raunverulega framkvæmdi skiptin." Íbúðalánasjóður segir vinnubrögð SBV ámælisverð. Árni Páll Árnason, lögfræðilegur ráðgjafi Íbúðalánasjóðs, segir að við skiptin hafi verið stuðst við ráðgjöf Deutschebank sem sé reyndasti fjárfsetingabanki Evrópu. Hann segir að athugasemdir SBV snúi flestar að þáttum sem séu bein afleiðing ráðgjafar Deutschebank. Hann segist ekki hafa orðið var við óánægju með kerfisskiptinguna hjá þeim sem vinna í því umhverfi. Að sögn Árna Páls voru tímasetningar í kerfisbreytingunni ákveðnar af ríkisstjórninni og innan þess ramma hafi þurft að vinna. Um gagnrýni SBV segir Árni Páll að þær séu ekki byggðar á faglegum forsendum. "Miðað við aðstæður og þann skamma stíma sem til verksins var þá hefur þetta tekist afskaplega vel og um það eru allir sammála sem vilja líta á þetta mál á faglegum forsendum en ekki með annarleg sjónarmið í huga," segir hann. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SBV, er undrandi á viðbrögðum Íbúðalánasjóðs. " Við teljum þetta óskiljanleg viðbrögð. Kjarni málsins sem við bentum á í okkar bréf er að sökum ófaglegra vinnubragða og ónægrar kynningar báru margir smærri fjárefstar skarðan hlut frá borði. Þar er fyrst og fremst um að ræða fjölda einstaklinga í landinu sem eiga húsbréf en misstu af þessu þriggja daga tímabili sem þeir höfðu til skiptanna," segir hann. Fréttir Stj.mál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Hörð bréfaskipti hafa átt sér stað á milli Íbúðalánasjóðs og Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) vegna breytinga á húsnæðislánakerfinu sem tók gildi 1. júlí. Aðilarnir saka hver annan um ófagleg vinnubrögð. SBV sendi Íbúðalánasjóði erindi þar sem vinnubrögð Íbúðalánasjóðs við framkvæmd breytinganna voru gagnrýnd meðal annars vegna tímasetninga í tengslum við þær. SBV segir að fjöldi fjárfesta hafa tapað fé vegna ónógrar kynningar og sakar Íbúðalánasjóð um ófagleg vinnubrögð. Íbúðalánasjóður hefur nú sent SBV svar við erindinu þar sem gagnrýninni er vísað á bug. Í bréfi segist sjóðurinn ekki muni sitja undir rangfærslum sem komið hafi fram í athugasemdum SBV og segir SBV ekki hafa verið í "góðum tengslum við framgang viðskiptanna né það fólk sem raunverulega framkvæmdi skiptin." Íbúðalánasjóður segir vinnubrögð SBV ámælisverð. Árni Páll Árnason, lögfræðilegur ráðgjafi Íbúðalánasjóðs, segir að við skiptin hafi verið stuðst við ráðgjöf Deutschebank sem sé reyndasti fjárfsetingabanki Evrópu. Hann segir að athugasemdir SBV snúi flestar að þáttum sem séu bein afleiðing ráðgjafar Deutschebank. Hann segist ekki hafa orðið var við óánægju með kerfisskiptinguna hjá þeim sem vinna í því umhverfi. Að sögn Árna Páls voru tímasetningar í kerfisbreytingunni ákveðnar af ríkisstjórninni og innan þess ramma hafi þurft að vinna. Um gagnrýni SBV segir Árni Páll að þær séu ekki byggðar á faglegum forsendum. "Miðað við aðstæður og þann skamma stíma sem til verksins var þá hefur þetta tekist afskaplega vel og um það eru allir sammála sem vilja líta á þetta mál á faglegum forsendum en ekki með annarleg sjónarmið í huga," segir hann. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SBV, er undrandi á viðbrögðum Íbúðalánasjóðs. " Við teljum þetta óskiljanleg viðbrögð. Kjarni málsins sem við bentum á í okkar bréf er að sökum ófaglegra vinnubragða og ónægrar kynningar báru margir smærri fjárefstar skarðan hlut frá borði. Þar er fyrst og fremst um að ræða fjölda einstaklinga í landinu sem eiga húsbréf en misstu af þessu þriggja daga tímabili sem þeir höfðu til skiptanna," segir hann.
Fréttir Stj.mál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira