Fjölmiðlalögin felld úr gildi 22. júlí 2004 00:01 Alþingi felldi fjölmiðlalögin úr gildi rétt fyrir hádegi með 32 atkvæðum að lokinni þriðju umræðu málsins. Breytingar allsherjarnefndar á fjölmiðlafrumvarpinu voru fyrst samþykktar við aðra umræðu á Alþingi í gærkvöld með 31 atkvæði stjórnarliða. 28 sátu hjá og fjórir greiddu ekki atkvæði. Áður en atkvæðgreiðslan hófst rétt fyrir hádegi tóku nokkrir þingmenn til máls og gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði þetta vera sögulega atkvæðagreiðslu því með henni væri að ljúka hundrað daga stríði ríkisstjórnarinnar við þjóðina og þjóðin hefði haft fullan sigur. Yfirlýsingin sem fælist í þessari samþykkt þingsins fæli líka í sér yfirlýsingu um að það hafi verið hárrétt ákvörðun hjá forseta Íslands að beita 26. grein stjórnarskrárinnar til þess að synja málinu samþykktar og setja það í ferli þjóðaratkvæðagreiðslu. Össur sagði jafnframt að ákvörðun ríkisstjórnarinnar fæli í sér árétttingu á mikilvægi greinarinnar, og málskotsréttarins sérstaklega, sem eins af grundvallaratriðumn í okkar stjórnskipan. Formaður Samfylkingarinnar sagði ríkja stjórnskipulegan vafa á því hvort unnt sé að taka mál, sem búið er að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu, úr henni. Af þeim sökum gætu þingmenn Samfylkingarinnar ekki tekið ábyrgð á þessu verki og sætu því hjá í atkvæðagreiðslu þingsins um málið. Snarpar umræður urðu á þinginu strax eftir að þingfundur hófst klukkan tíu í morgun. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna tóku fyrstir til máls og fóru þeir mikinn í ræðustóli um meintan valdhroka stjórnarflokkanna. Þeir voru sammála um að þjóðin hefði átt að fá að kjósa um fjölmiðlalögin fremur en þau væru dregin til baka. Eina breytingin á lögunum er að gerðar hafa verið breytingar á skipan útvarpsréttarnefndar. Forseti Íslands fær síðan þessi nýju lög til staðfestingar og kemur þá í ljós á næstu dögum hvort hann staðfestir þau með undirskrift eða vísar þeim einnig til þjóðarinnar, eins og fyrri fjölmiðlalögum. Hægt er að hlusta á Össur Skarphéðinsson gera grein fyrir atkvæði sínu í þinginu með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Alþingi felldi fjölmiðlalögin úr gildi rétt fyrir hádegi með 32 atkvæðum að lokinni þriðju umræðu málsins. Breytingar allsherjarnefndar á fjölmiðlafrumvarpinu voru fyrst samþykktar við aðra umræðu á Alþingi í gærkvöld með 31 atkvæði stjórnarliða. 28 sátu hjá og fjórir greiddu ekki atkvæði. Áður en atkvæðgreiðslan hófst rétt fyrir hádegi tóku nokkrir þingmenn til máls og gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði þetta vera sögulega atkvæðagreiðslu því með henni væri að ljúka hundrað daga stríði ríkisstjórnarinnar við þjóðina og þjóðin hefði haft fullan sigur. Yfirlýsingin sem fælist í þessari samþykkt þingsins fæli líka í sér yfirlýsingu um að það hafi verið hárrétt ákvörðun hjá forseta Íslands að beita 26. grein stjórnarskrárinnar til þess að synja málinu samþykktar og setja það í ferli þjóðaratkvæðagreiðslu. Össur sagði jafnframt að ákvörðun ríkisstjórnarinnar fæli í sér árétttingu á mikilvægi greinarinnar, og málskotsréttarins sérstaklega, sem eins af grundvallaratriðumn í okkar stjórnskipan. Formaður Samfylkingarinnar sagði ríkja stjórnskipulegan vafa á því hvort unnt sé að taka mál, sem búið er að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu, úr henni. Af þeim sökum gætu þingmenn Samfylkingarinnar ekki tekið ábyrgð á þessu verki og sætu því hjá í atkvæðagreiðslu þingsins um málið. Snarpar umræður urðu á þinginu strax eftir að þingfundur hófst klukkan tíu í morgun. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna tóku fyrstir til máls og fóru þeir mikinn í ræðustóli um meintan valdhroka stjórnarflokkanna. Þeir voru sammála um að þjóðin hefði átt að fá að kjósa um fjölmiðlalögin fremur en þau væru dregin til baka. Eina breytingin á lögunum er að gerðar hafa verið breytingar á skipan útvarpsréttarnefndar. Forseti Íslands fær síðan þessi nýju lög til staðfestingar og kemur þá í ljós á næstu dögum hvort hann staðfestir þau með undirskrift eða vísar þeim einnig til þjóðarinnar, eins og fyrri fjölmiðlalögum. Hægt er að hlusta á Össur Skarphéðinsson gera grein fyrir atkvæði sínu í þinginu með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira