Ætla að grípa til aðgerða 21. ágúst 2004 00:01 Framsóknarkonur eru staðráðnar í að grípa til aðgerða vegna óánægju með þingflokk Framsóknarflokksins. Þær felast meðal annars í því að seilast til aukinna áhrifa í flokknum. Talsmaður þeirra segir yfirlýsingu formanns flokksins um breytingar á ríkisstjórninni eftir tvö ár innihaldslitla og vera eins og stormur í vatnsglasi. Hátt í 40 óánægðar Framsóknarkonur hittust í hádeginu í dag til að ræða hvernig bregðast skuli við þeirri ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar og þingflokks Framsóknarflokksins að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn. Þær segja megna óánægju með þessa ákvörðun og að hún sé ekki einskorðuð við þennan hóp og ekki við konur. Unnur Stefánsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands Framsóknarkvenna, segir miklar aðgerðir á döfinni. Hún segir að á fundi Framsóknarkvenna í aðalstöðvum flokksins í Reykjavík verði tekin ákvörðun um til hvaða aðgerða verði gripið. Hún segir fréttir berast af því að fólk vilji ganga úr flokknum vegna óánægju. Hún mælist hins vegar til þess að fólk geri það ekki. Helst vilji hún fleiri í flokkinn til að koma á betra lýðræði flokknum. Unnur segir að á meðal þess sem rætt hafi verið sé að koma fleiri konum inn í áhrifastöður í flokknum á næsta Landsþingi. Þá velti þær fyrir sér að bjóða Halldóri Ásgrímssyni að velja sér einn stuðningsaðila úr hópnum til að verða sinn ráðgjafi. Framsóknarfélaögin úr Reykjavíkurkjördæmi norður sendu í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir fullum stuðningi við ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar svo og fullum stuðningi við þingmann sinn og ráðherra Árna Magnússon. Óánægðar Framsóknarkonur gefa ekki mikið fyrir þessa yfirlýsingu. Unnur segir Reykjavík norður vera einsleitan hóp, þar hafi verið stillt upp á lista fyrir síðustu kosningar með karlmenn í þremur efstu sætum. Halldór Ásgrímsson, boðaði frekari breytingar á ríkisstjórn eftir tvö ár. Unni finnst ekki mikið til þessarar yfirlýsingar formannsins koma. Hún segir hana storm í vatnsglasi. Skynsamlegra hefði verið að segja ekkert eða þá að segja bara nákvæmlega hvað hann ætli sér að gera. Það sé ekki taktískt að segja að eitthvað eigi að gerast eftir tvö ár. Unnur segir marga halda að í þessari yfirlýsingu hafi falist nokkurs konar ógnun. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira
Framsóknarkonur eru staðráðnar í að grípa til aðgerða vegna óánægju með þingflokk Framsóknarflokksins. Þær felast meðal annars í því að seilast til aukinna áhrifa í flokknum. Talsmaður þeirra segir yfirlýsingu formanns flokksins um breytingar á ríkisstjórninni eftir tvö ár innihaldslitla og vera eins og stormur í vatnsglasi. Hátt í 40 óánægðar Framsóknarkonur hittust í hádeginu í dag til að ræða hvernig bregðast skuli við þeirri ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar og þingflokks Framsóknarflokksins að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn. Þær segja megna óánægju með þessa ákvörðun og að hún sé ekki einskorðuð við þennan hóp og ekki við konur. Unnur Stefánsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands Framsóknarkvenna, segir miklar aðgerðir á döfinni. Hún segir að á fundi Framsóknarkvenna í aðalstöðvum flokksins í Reykjavík verði tekin ákvörðun um til hvaða aðgerða verði gripið. Hún segir fréttir berast af því að fólk vilji ganga úr flokknum vegna óánægju. Hún mælist hins vegar til þess að fólk geri það ekki. Helst vilji hún fleiri í flokkinn til að koma á betra lýðræði flokknum. Unnur segir að á meðal þess sem rætt hafi verið sé að koma fleiri konum inn í áhrifastöður í flokknum á næsta Landsþingi. Þá velti þær fyrir sér að bjóða Halldóri Ásgrímssyni að velja sér einn stuðningsaðila úr hópnum til að verða sinn ráðgjafi. Framsóknarfélaögin úr Reykjavíkurkjördæmi norður sendu í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir fullum stuðningi við ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar svo og fullum stuðningi við þingmann sinn og ráðherra Árna Magnússon. Óánægðar Framsóknarkonur gefa ekki mikið fyrir þessa yfirlýsingu. Unnur segir Reykjavík norður vera einsleitan hóp, þar hafi verið stillt upp á lista fyrir síðustu kosningar með karlmenn í þremur efstu sætum. Halldór Ásgrímsson, boðaði frekari breytingar á ríkisstjórn eftir tvö ár. Unni finnst ekki mikið til þessarar yfirlýsingar formannsins koma. Hún segir hana storm í vatnsglasi. Skynsamlegra hefði verið að segja ekkert eða þá að segja bara nákvæmlega hvað hann ætli sér að gera. Það sé ekki taktískt að segja að eitthvað eigi að gerast eftir tvö ár. Unnur segir marga halda að í þessari yfirlýsingu hafi falist nokkurs konar ógnun.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira