ASÍ ósamkvæmt sjálfu sér 14. október 2004 00:01 Óskar Stefánsson hefur hætt rútuakstri en keyrir í stað þess leigubíl. Hann er eftir sem áður formaður Sleipnis og átelur nú forystu ASÍ fyrir tvískinnung. Óskar segir sambandið ekki hafa stutt Sleipni þegar samið var framhjá félaginu í vinnudeilu árið 2000 en nú bregðist það hart við þegar Sólbaksmenn semji við sína vinnuveitendur án milligöngu stéttarfélaga sjómanna. Vinnudeila rútubílstjóra við vinnuveitendur sína árið 2000 var óvenju harðvítug og stóð Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, þá í eldlínunni. Fyrir nokkrum misserum var Óskari sagt upp starfi sínu hjá Kynnisferðum. Uppsögnin var síðar dæmd ólögmæt og telur Óskar að sér hafi verið sagt að taka pokann sinn vegna starfa sinna að verkalýðsmálum. Það hafa hans fyrrum vinnuveitendur hins vegar aldrei viðurkennt. Þótt rútunni hafi verið lagt í bili þá situr Óskar enn á bak við stýri, að þessu sinni leigubílsstýri. Hann segist kunna því vel þótt hann viðurkenni að vinnan sé heldur meiri. Óskar er ennþá formaður Sleipnis enda er félagið orðið almennt bifreiðastjórafélag en ekki einungis fyrir rútubílstjóra. Þegar vinnudeilan erfiða stóð sem hæst árið 2000 þá tók Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur að sér gerð kjarasamnings við sérleyfishafa í óþökk Sleipnis sem taldi sig eiga forgang að samningsgerð. ASÍ kaus að aðhafast ekki og segir Óskar að það hafi valdið félagi sínu óbætanlegu tjóni. "Þess vegna kom þetta mjög flatt upp á okkur að Alþýðusambandið skyldi hafa mótmælt samningum Sólbaksmanna eins harkalega og raun bar vitni. Mér finnst þeir hafa gengið algerlega á bak orða sinna gagnvart okkur," segir Óskar sem ítrekar þó að með þessu sé hann ekki að lýsa stuðningi við Sólbakssamninginn. Aðspurður hvort ASÍ hafi ekki einfaldlega séð að sér segir Óskar að það geti vel verið. "Það er gott til þess að líta að menn geti skipt um skoðun í þessum efnum því við héldum því alla tíð fram að þetta væri ólöglegt." Sleipnir hefur krafið Alþýðusambandið skýringa en ennþá hefur ekkert svar borist. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Sjá meira
Óskar Stefánsson hefur hætt rútuakstri en keyrir í stað þess leigubíl. Hann er eftir sem áður formaður Sleipnis og átelur nú forystu ASÍ fyrir tvískinnung. Óskar segir sambandið ekki hafa stutt Sleipni þegar samið var framhjá félaginu í vinnudeilu árið 2000 en nú bregðist það hart við þegar Sólbaksmenn semji við sína vinnuveitendur án milligöngu stéttarfélaga sjómanna. Vinnudeila rútubílstjóra við vinnuveitendur sína árið 2000 var óvenju harðvítug og stóð Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, þá í eldlínunni. Fyrir nokkrum misserum var Óskari sagt upp starfi sínu hjá Kynnisferðum. Uppsögnin var síðar dæmd ólögmæt og telur Óskar að sér hafi verið sagt að taka pokann sinn vegna starfa sinna að verkalýðsmálum. Það hafa hans fyrrum vinnuveitendur hins vegar aldrei viðurkennt. Þótt rútunni hafi verið lagt í bili þá situr Óskar enn á bak við stýri, að þessu sinni leigubílsstýri. Hann segist kunna því vel þótt hann viðurkenni að vinnan sé heldur meiri. Óskar er ennþá formaður Sleipnis enda er félagið orðið almennt bifreiðastjórafélag en ekki einungis fyrir rútubílstjóra. Þegar vinnudeilan erfiða stóð sem hæst árið 2000 þá tók Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur að sér gerð kjarasamnings við sérleyfishafa í óþökk Sleipnis sem taldi sig eiga forgang að samningsgerð. ASÍ kaus að aðhafast ekki og segir Óskar að það hafi valdið félagi sínu óbætanlegu tjóni. "Þess vegna kom þetta mjög flatt upp á okkur að Alþýðusambandið skyldi hafa mótmælt samningum Sólbaksmanna eins harkalega og raun bar vitni. Mér finnst þeir hafa gengið algerlega á bak orða sinna gagnvart okkur," segir Óskar sem ítrekar þó að með þessu sé hann ekki að lýsa stuðningi við Sólbakssamninginn. Aðspurður hvort ASÍ hafi ekki einfaldlega séð að sér segir Óskar að það geti vel verið. "Það er gott til þess að líta að menn geti skipt um skoðun í þessum efnum því við héldum því alla tíð fram að þetta væri ólöglegt." Sleipnir hefur krafið Alþýðusambandið skýringa en ennþá hefur ekkert svar borist.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Sjá meira