Ríkið sé ekki í samkeppnisrekstri 6. september 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að ríkisfyrirtæki eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri. "Það stendur til að selja Símann og þangað til að það gerist verður Síminn að lúta sömu reglum og önnur fyrirtæki í landinu," segir hann. Aðspurður segist hann fyrst hafa fengið vitneskju um kaup Símans á 26 prósenta hlut í Skjá einum í gegnum síma á laugardag er hann var í útlöndum. Halldór segir það eðlilegt að fyrirtæki, sem er 99 prósent í eigu ríkisins, taki ákvörðun um kaup á fyrirtæki í samkeppnisrekstri án þess að ráðfæra sig við ríkisstjórnina. "Það verður að treysta þeim stjórnum sem eru fengnar til slíkra verka og verða þær að bera ábyrgð gagnvart því ef mistök eru gerð," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Spurður hvort hann teldi kaup Símans í Skjá einum mistök sagðst hann ekkert vita um það. "Framtíðin verður að leiða það í ljós. Ég hef engar forsendur til að dæma kaupin, hvorki upplýsingar um kaupverð né arðsemismat," segir Halldór. Hann segist ekki geta áttað sig á því hvort kaupin komi til með að flýta sölunni á Símanum. Hann segist ekki heldur geta svarað því hvort ekki hefði verið réttara að semja við Skjá einn um dreifingu á efni í stað þess að kaupa fjórðungshlut í fyrirtækinu. "Það var vitað mál að stjórn Símans var í viðræðum við Stöð 2 um dreifingu á efni og upp úr þeim slitnaði. Í framhaldi af því höfðu átt sér stað viðræður milli Símans og Skjás eins. Að mínu mati verður stjórn fyrirtækis að hafa svigrúm til að gæta hagsmuna fyrirtækis og bera ábyrgð á því. Við getum ekki gert aðrar kröfur til stjórnar ríkisfyrirtækja en einkafyrirtækja. Það gengur ekki að ráðherrar séu með puttana í málum af því tagi," segir Halldór. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að ríkisfyrirtæki eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri. "Það stendur til að selja Símann og þangað til að það gerist verður Síminn að lúta sömu reglum og önnur fyrirtæki í landinu," segir hann. Aðspurður segist hann fyrst hafa fengið vitneskju um kaup Símans á 26 prósenta hlut í Skjá einum í gegnum síma á laugardag er hann var í útlöndum. Halldór segir það eðlilegt að fyrirtæki, sem er 99 prósent í eigu ríkisins, taki ákvörðun um kaup á fyrirtæki í samkeppnisrekstri án þess að ráðfæra sig við ríkisstjórnina. "Það verður að treysta þeim stjórnum sem eru fengnar til slíkra verka og verða þær að bera ábyrgð gagnvart því ef mistök eru gerð," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Spurður hvort hann teldi kaup Símans í Skjá einum mistök sagðst hann ekkert vita um það. "Framtíðin verður að leiða það í ljós. Ég hef engar forsendur til að dæma kaupin, hvorki upplýsingar um kaupverð né arðsemismat," segir Halldór. Hann segist ekki geta áttað sig á því hvort kaupin komi til með að flýta sölunni á Símanum. Hann segist ekki heldur geta svarað því hvort ekki hefði verið réttara að semja við Skjá einn um dreifingu á efni í stað þess að kaupa fjórðungshlut í fyrirtækinu. "Það var vitað mál að stjórn Símans var í viðræðum við Stöð 2 um dreifingu á efni og upp úr þeim slitnaði. Í framhaldi af því höfðu átt sér stað viðræður milli Símans og Skjás eins. Að mínu mati verður stjórn fyrirtækis að hafa svigrúm til að gæta hagsmuna fyrirtækis og bera ábyrgð á því. Við getum ekki gert aðrar kröfur til stjórnar ríkisfyrirtækja en einkafyrirtækja. Það gengur ekki að ráðherrar séu með puttana í málum af því tagi," segir Halldór.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira