
Innlent
Jarðskjálfti í Kverkfjöllum
Jarðskjálfti upp á 3,2 á Richter varð í Kverkfjöllum á Vatnajökli rétt eftir miðnætti í gær. Engir eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu. Skjálftinn í nótt var óvenju stór því á undanförnum árum hafa jarðskjálftar á þessum slóðum ekki mælst nema 1-2 á Richter, samkvæmt upplýsingum frá eðlisfræðisviði Veðurstofu Íslands, og er þetta sá stærsti í þrjú ár.
Fleiri fréttir
×