SUF vill fara aðrar leiðir 7. júlí 2004 00:01 Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna vill fara allt aðrar leiðir varðandi fjölmiðlafrumvarpið en forysta flokksins stefnir að og vill bíða með að að lögfesta fjölmiðlalög á ný. Þetta kemur fram í ályktun SUF sem samþykkt var í gærkvöldi. Ungir framsóknarmenn telja að ekki aðeins beri að fresta lögfestingu nýrra laga um fjölmiðla þar til víðtækt samráð hefur verið haft við hagsmunaaðila, stjórnarandstöðu og fólkið í landinu, heldur sé mikilvægt að stjórnmálaflokkunum sjálfum gefist tími og tóm til þess að móta sína eigin stefnu í málinu. Það verði best gert á vettvangi flokksþinga og landsfunda og að kjósendum eigi fyrst að gefast færi á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við stofnanir flokkanna. Þar geti almenningur einna helst haft áhrif á ákvarðanir sem teknar eru á Alþingi og því eðlilegt, í ljósi þess að málið varðar grundvallarmannréttindi og stjórnskipun landsins, að stofnanir flokkanna fái skoðanir kjósenda ti umfjöllunar. Þrátt fyrir að ungir framsóknarmenn séu þannig á öndverðum meiði við flokksforystuna eru þeir ánægðir með staðfestu Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins, sem „af lipurð hefur sveigt Sjálfstæðisflokkinn frá afleitu upphaflegu frumvarpi Davíðs Oddssonar“, eins og það er orðað í ályktuninni, og þar segir enn fremur: „Ber sú framistaða skýrt merki um um hæfi Halldórs til að koma auga á skynsamlegar leiðir út úr erfiðum aðstæðum, án alls óðagots.“ Á Deiglunni, þar sem ungir, framsæknir Sjálfstæðismenn tjá sig, er þeirri spurningu varpað fram hvort það geti verið - ef 26. grein stjórnarskrárinnar er virk - að Alþingi geti einfaldlega, í hvert sinn sem málum er skotið til þjóðarinnar, samþykkt nánast samhljóða lög og fellt þar með hin eldri úr gildi og komist þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu fram í hið óendanlega. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna vill fara allt aðrar leiðir varðandi fjölmiðlafrumvarpið en forysta flokksins stefnir að og vill bíða með að að lögfesta fjölmiðlalög á ný. Þetta kemur fram í ályktun SUF sem samþykkt var í gærkvöldi. Ungir framsóknarmenn telja að ekki aðeins beri að fresta lögfestingu nýrra laga um fjölmiðla þar til víðtækt samráð hefur verið haft við hagsmunaaðila, stjórnarandstöðu og fólkið í landinu, heldur sé mikilvægt að stjórnmálaflokkunum sjálfum gefist tími og tóm til þess að móta sína eigin stefnu í málinu. Það verði best gert á vettvangi flokksþinga og landsfunda og að kjósendum eigi fyrst að gefast færi á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við stofnanir flokkanna. Þar geti almenningur einna helst haft áhrif á ákvarðanir sem teknar eru á Alþingi og því eðlilegt, í ljósi þess að málið varðar grundvallarmannréttindi og stjórnskipun landsins, að stofnanir flokkanna fái skoðanir kjósenda ti umfjöllunar. Þrátt fyrir að ungir framsóknarmenn séu þannig á öndverðum meiði við flokksforystuna eru þeir ánægðir með staðfestu Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins, sem „af lipurð hefur sveigt Sjálfstæðisflokkinn frá afleitu upphaflegu frumvarpi Davíðs Oddssonar“, eins og það er orðað í ályktuninni, og þar segir enn fremur: „Ber sú framistaða skýrt merki um um hæfi Halldórs til að koma auga á skynsamlegar leiðir út úr erfiðum aðstæðum, án alls óðagots.“ Á Deiglunni, þar sem ungir, framsæknir Sjálfstæðismenn tjá sig, er þeirri spurningu varpað fram hvort það geti verið - ef 26. grein stjórnarskrárinnar er virk - að Alþingi geti einfaldlega, í hvert sinn sem málum er skotið til þjóðarinnar, samþykkt nánast samhljóða lög og fellt þar með hin eldri úr gildi og komist þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu fram í hið óendanlega.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira