Innlent

Íslenskt er ódýrara

Samkvæmt verðkönnun sem gerð var fyrir Samtök iðnaðarins í fjórum matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu 22. júlí er meðalverð íslenskra vara um 10,3% lægra en þeirra erlendu. Eins og greinir frá í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins er þessi niðurstaða athyglisverð ekki síst í ljósi niðurstaðna könnunar IMG Gallups fyrir Samtök iðnaðarins frá í vor þar sem 83,7% töldu verð íslenskra matvara almennt hærra en á hliðstæðum erlendum matvörum. Verðkönnun SI var gerð í verslunum Hagkaupa, Nóatúns, Fjarðarkaupa og Samkaupa. Valdar voru almennar neysluvörur til heimilisnota í ýmsum vöruflokkum og þess vandlega gætt að velja eins sambærilegar vörur og kostur var.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×