20 börn í aðgerð árlega 7. september 2004 00:01 Allt að því tuttugu börn eru lögð inn á skurðdeild Barnadeildar Landspítalans ár hvert vegna brunasára og eru langflest þeirra yngri en fjögurra ára. Þá eru ótalin þau sem sækja meðferð á göngudeild vegna brunasára. Eins árs gömul stúlka sem brenndist illa í baðvaski í Reykjanesbæ nýverið hefur verið flutt á sjúkrahús til Danmerkur til meðhöndlunar brunasára sinna. Þriggja ára barn skrúfaði frá heitu vatni og lét renna í baðvask þar sem stúlkan sat og er hún með annars og þriðja stigs bruna á helmingi líkamans. Í Danmörku verður reynt að græða á hana nýja húð en það er ferli sem getur tekið margar vikur. Langflest brunaslysin sem verða á smábörnum hér á landi eru vegna kranavatns sem getur valdið skaðlegum bruna á augabragði. Í raun má segja að eldhúsið og baðherbergið séu hættulegustu staðir heimilisins, með krönum og rafmagnssnúrum sem börnum þykir gaman að fikta í. Takkar á eldavélum og pönnusköft sem skaga fram eru einnig spennandi. Vegna þess hversu viðkvæm húð barna er eru áverkarnir mun dýpri og alvarlegri en ef um fullorðna manneskju er að ræða. Herdís L. Storgaard, verkefnastjóri hjá Lýðheilsustöð, segir það taka fullorðinn einstakling aðeins brot úr sékúndu að kippa að sér hendinni ef hann snertir heitan flöt. Hjá litlum börnum tekur það hins vegar frá einni og hálfri mínútu upp í tvær og hálfa. Bruni af völdum heitra vökva eins og kaffi og súpu er einnig algengur hér á landi. Ekki þarf mikið magn til að djúp brunasár myndist. Smá skvetta úr kaffibolla getur t.d. þakið um 20% prósent líkama barnsins. Á heimasýðu lýðheilsustöðvar er að finna leiðbeiningar um það hvernig forðast megi slys á heimilum. Þess má einnig geta að aðstandendur og vinir stúlkunnar úr Reykjanesbæ standa fyrir söfnun fyrir foreldra hennar. Styrktarreikningurinn er í Landsbankanum í Keflavík. Myndin er úr myndasafni. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Allt að því tuttugu börn eru lögð inn á skurðdeild Barnadeildar Landspítalans ár hvert vegna brunasára og eru langflest þeirra yngri en fjögurra ára. Þá eru ótalin þau sem sækja meðferð á göngudeild vegna brunasára. Eins árs gömul stúlka sem brenndist illa í baðvaski í Reykjanesbæ nýverið hefur verið flutt á sjúkrahús til Danmerkur til meðhöndlunar brunasára sinna. Þriggja ára barn skrúfaði frá heitu vatni og lét renna í baðvask þar sem stúlkan sat og er hún með annars og þriðja stigs bruna á helmingi líkamans. Í Danmörku verður reynt að græða á hana nýja húð en það er ferli sem getur tekið margar vikur. Langflest brunaslysin sem verða á smábörnum hér á landi eru vegna kranavatns sem getur valdið skaðlegum bruna á augabragði. Í raun má segja að eldhúsið og baðherbergið séu hættulegustu staðir heimilisins, með krönum og rafmagnssnúrum sem börnum þykir gaman að fikta í. Takkar á eldavélum og pönnusköft sem skaga fram eru einnig spennandi. Vegna þess hversu viðkvæm húð barna er eru áverkarnir mun dýpri og alvarlegri en ef um fullorðna manneskju er að ræða. Herdís L. Storgaard, verkefnastjóri hjá Lýðheilsustöð, segir það taka fullorðinn einstakling aðeins brot úr sékúndu að kippa að sér hendinni ef hann snertir heitan flöt. Hjá litlum börnum tekur það hins vegar frá einni og hálfri mínútu upp í tvær og hálfa. Bruni af völdum heitra vökva eins og kaffi og súpu er einnig algengur hér á landi. Ekki þarf mikið magn til að djúp brunasár myndist. Smá skvetta úr kaffibolla getur t.d. þakið um 20% prósent líkama barnsins. Á heimasýðu lýðheilsustöðvar er að finna leiðbeiningar um það hvernig forðast megi slys á heimilum. Þess má einnig geta að aðstandendur og vinir stúlkunnar úr Reykjanesbæ standa fyrir söfnun fyrir foreldra hennar. Styrktarreikningurinn er í Landsbankanum í Keflavík. Myndin er úr myndasafni.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira