Innlent

Svartsýnn á að deilan leysist

Formaður félags grunnskólakennara segist verða sífellt svartsýnni á að kjaradeila kennara og sveitarfélaga leysist fyrir boðað verkfall eftir tæpan hálfan mánuð. Fjögurra klukkustunda langur fundur sem haldinn var hjá sáttasemjara í dag skilaði engu að sögn formannsins. Rætt var um vinnuskyldu kennara en hún er einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum. Næsti fundur deilenda verður á fimmtudag. Fjörutíu og fimm þúsund grunnskólabörn verða þá send heim úr skólanum, náist samningar ekki fyrir þann tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×