Innlent

Tyrkir áttu lægsta boð

Átta tilboð hafa borist í gerð burðarvirkis háspennulínanna Fljótsdalslína 3 og 4 og Sultartangalínu 3. Annars vegar er um að ræða háspennulínur sem flytja eiga rafmagn úr Kárahnjúkavirkjun í Reyðarfjörð og hins vegar úr Sultartanga niður í Hvalfjörð. Lægsta tilboðið átti tyrkneska fyrirtækið SA-RA, tæplega 5,4 milljón evrur, eða rúmar 472 milljónir króna. Kostnaðaráætlun Landsvirkjunar hljóðar hins vegar upp á tæplega 623 milljónir. Hæst bauð spænska fyrirtækið Eucomsa, 9,8 og til vara 8,6 milljónir evra, eða tæplega 862 og 759 milljónir króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×