Innlent

Bærinn í samstarf við fyrirtæki

Samningur um margvíslegt samstarf milli sjálfseignarstofnunarinnar "Akureyri í öndvegi", sem að standa ýmis fyrirtæki og einkaaðilar, og Akureyrarbæjar var undirritaður í gær í Ráðhúsi Akureyrar. Samkvæmt samningnum mun Akureyrarbær fá aðgang að hugmyndum sem safnast í samráðsferli með íbúum bæjarins í tengslum við alþjóðlega hugmyndasamkeppni um skipulag miðbæjarins, sem Akureyri í öndvegi stendur fyrir. Samningur um þá hugmyndasamkeppni var undirritaður í síðastliðinni viku og mun Arkitektafélag Íslands sjá um framkvæmd hennar. Meðal þeirra þátta sem Akureyrarbær mun leggja til er húsnæði og aðstaða fyrir opið samráðsþing sem haldið verður þann 18. september. Bærinn mun einnig leggja til húsnæði fyrir kynningu í kjölfar þingsins sem og kynningu á verðlaunahugmyndum í byrjun næsta sumars.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×