Innlent

Kenni ómálaefnalegri umfjöllun um

"Þetta er eins og kannski við mátti búast," sagði Ástþór Magnússon þegar fyrstu tölur voru birtar í gærkvöldi. Að mati Ástþórs voru úrslit á borð við þau sem fyrstu tölur gáfu til kynna, afleiðing ómálefnalegrar umfjöllunar fjölmiðla lengst framan af. Ástþór telur að Ólafur Ragnar hafi hlotið góða kosningu þrátt fyrir litla kjörsókn og hátt hlutfall auðra seðla. "Þegar einn einstaklingur virðist eiga sigurinn vísan mæta færri til að taka kjósa. Auðir seðlar þýða hins vegar ekki neitt. Það er engin afstaða fólgin í þeim, það stendur ekkert á þeim. Ástþór segist munu bjóða sig fram eftir fjögur ár og ekki munu hugfallast þó fylgi hans sé minna en árið 1996. "Ég er með meira fylgi en Kristur hafði á sínum tíma og læt þessa krossfestingu ekki stöðva mig."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×