Fischer óskar eftir hæli 8. nóvember 2004 00:01 Bobby Fisher, fyrrverandi heimsmeistari í skák, hefur óskað eftir pólitísku hæli á Íslandi við sendiráð Íslands í Tókýó. Þá hefur hann jafnframt óskað eftir fyrirgreiðslu símleiðis hjá forstjóra Útlendingastofnunar. Bobby Fischer hefur dvalið í gæsluvarðhaldi í Japan svo mánuðum skiptir og bandarísk yfirvöld hafa óskað eftir því að fá hann framseldan. Í Bandaríkjunum á Fischer yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að brjóta viðskiptabann með því að heyja skákeinvígi við Boris Spasský í Júgóslavíu fyrir meira en áratug síðan Fischer mun hafa hringt í sendiherra Íslands í Japan,og sent honum í kjölfarið handskrifaða beiðni um pólitískt hæli á Íslandi. Morgunblaðið birtir í dag upplýsingar úr bréfi Fischers þar sem segir að leki sé frá kjarnorkuveri í grennd við fangelsið þar sem hann situr í gæsluvarðhaldi. Hann vilji hvorki deyja vegna geislavirkrar mengunar í Japan, né í bandarísku fangelsi. Fremur vilji hann deyja frjáls maður í vinalegu þriðja landi. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu verður beiðni Fischers um pólitískt hæli tekin til meðferðar, eins og aðrar beiðnir sem berast. Í reglum um hælisveitingu hér á landi segir hins vegar að flóttamenn skuli teljast þeir sem í heimalandi sínu séu ofsóttir vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis og aðildar að félagasamtökum eða stjórnmálaflokkum. Fischer virðist ekki uppfylla þau skilyrði. Þá er pólitískt hæli ekki veitt nema sá sem þess óskar sé staddur hér á landi. Einnig er í gildi framsalssamningur milli Íslands og Bandaríkjanna. Að óbreyttu verður því að teljast ólíklegt að skákmeistarinn fái að deyja frjáls maður hér á landi. Georg Lárusson, formaður Útlendingastofnunar, fékk símhringingu frá Fischer fyrir rúmri viku þar sem hann sóttist eftir fyrirgreiðslu. Til stofnunarinnar hefur þó hvorki borist umsókn um dvalarleyfi né hælisveitingu. Georg segir að tekin verði afstaða til umsóknar Fischers, líkt og annarra, berist hún stofnuninni á annað borð. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Fréttir Innlent Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Bobby Fisher, fyrrverandi heimsmeistari í skák, hefur óskað eftir pólitísku hæli á Íslandi við sendiráð Íslands í Tókýó. Þá hefur hann jafnframt óskað eftir fyrirgreiðslu símleiðis hjá forstjóra Útlendingastofnunar. Bobby Fischer hefur dvalið í gæsluvarðhaldi í Japan svo mánuðum skiptir og bandarísk yfirvöld hafa óskað eftir því að fá hann framseldan. Í Bandaríkjunum á Fischer yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að brjóta viðskiptabann með því að heyja skákeinvígi við Boris Spasský í Júgóslavíu fyrir meira en áratug síðan Fischer mun hafa hringt í sendiherra Íslands í Japan,og sent honum í kjölfarið handskrifaða beiðni um pólitískt hæli á Íslandi. Morgunblaðið birtir í dag upplýsingar úr bréfi Fischers þar sem segir að leki sé frá kjarnorkuveri í grennd við fangelsið þar sem hann situr í gæsluvarðhaldi. Hann vilji hvorki deyja vegna geislavirkrar mengunar í Japan, né í bandarísku fangelsi. Fremur vilji hann deyja frjáls maður í vinalegu þriðja landi. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu verður beiðni Fischers um pólitískt hæli tekin til meðferðar, eins og aðrar beiðnir sem berast. Í reglum um hælisveitingu hér á landi segir hins vegar að flóttamenn skuli teljast þeir sem í heimalandi sínu séu ofsóttir vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis og aðildar að félagasamtökum eða stjórnmálaflokkum. Fischer virðist ekki uppfylla þau skilyrði. Þá er pólitískt hæli ekki veitt nema sá sem þess óskar sé staddur hér á landi. Einnig er í gildi framsalssamningur milli Íslands og Bandaríkjanna. Að óbreyttu verður því að teljast ólíklegt að skákmeistarinn fái að deyja frjáls maður hér á landi. Georg Lárusson, formaður Útlendingastofnunar, fékk símhringingu frá Fischer fyrir rúmri viku þar sem hann sóttist eftir fyrirgreiðslu. Til stofnunarinnar hefur þó hvorki borist umsókn um dvalarleyfi né hælisveitingu. Georg segir að tekin verði afstaða til umsóknar Fischers, líkt og annarra, berist hún stofnuninni á annað borð. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu.
Fréttir Innlent Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira