Breytingar á frumvarpi hugsanlegar 9. júlí 2004 00:01 Innan ríkisstjórnarinnar er það ekki útilokað að nýja fjölmiðlafrumvarpið taki breytingum í meðferð allsherjarnefndar. "Í þingnefndinni er ekkert útilokað að [...] gera breytingar á þeim texta sem lagður er fram í þessu frumvarpi," sagði Geir H. Haarde, fjármálaráðherra í ræðu sinni um frumvarpið á Alþingi. Að sögn Bjarna Benediktssonar, formanns nefndarinnar, er ekki útilokað að breytingar verði gerðar á því ákvæði frumvarpsins er varðar rétt til að afturkalla útvarpsleyfi þegar lögin taka gildi árið 2007. "Ef þetta frumvarp verður óbreytt hvað þetta atriði varðar má segja að það sem við fjölluðum um í nefndaráliti okkar í vor eigi við meira eða minna óbreytt," segir Bjarni. "Við tókum á því í nefndarálitinu að sú staða kynni að koma upp að ríkið yrði bótaskylt. Deilurnar um þetta ákvæði þá stóðu að hluta til um það hvort rétt væri að veita útvarpsréttarnefnd heimild til þess að afturkalla útvarpsleyfi. Þetta nýja frumvarp er sambærilegt frumvarpinu sem lá fyrir þinginu í vor hvað þetta atriði varðar. Niðurstaða þingsins í vor var að setja inn bráðabirgðaákvæði til að framlengja þau leyfi sem runnu út til 2006 fram að því tímamarki og að leyfa öðrum leyfum að renna út," segir Bjarni. Spurður um hvort niðurstaða þingsins yrði ekki sú sama nú, segir hann að það yrði "verulega mikil tilslökun" en það væri þó ekki útilokað. Stjórnarliðar sögðu við Fréttablaðið í gær að þeir teldu að stjórnarandstaðan væri ekki í sáttahug og því væri ekki útlit fyrir einhug um hvaða breytingar frumvarpið ætti að taka í nefnd. Stjórnarandstaðan myndi hafna hvaða breytingartillögum sem lagðar yrðu fram því það væri hagur þeirra að ósátt væri um málið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Innan ríkisstjórnarinnar er það ekki útilokað að nýja fjölmiðlafrumvarpið taki breytingum í meðferð allsherjarnefndar. "Í þingnefndinni er ekkert útilokað að [...] gera breytingar á þeim texta sem lagður er fram í þessu frumvarpi," sagði Geir H. Haarde, fjármálaráðherra í ræðu sinni um frumvarpið á Alþingi. Að sögn Bjarna Benediktssonar, formanns nefndarinnar, er ekki útilokað að breytingar verði gerðar á því ákvæði frumvarpsins er varðar rétt til að afturkalla útvarpsleyfi þegar lögin taka gildi árið 2007. "Ef þetta frumvarp verður óbreytt hvað þetta atriði varðar má segja að það sem við fjölluðum um í nefndaráliti okkar í vor eigi við meira eða minna óbreytt," segir Bjarni. "Við tókum á því í nefndarálitinu að sú staða kynni að koma upp að ríkið yrði bótaskylt. Deilurnar um þetta ákvæði þá stóðu að hluta til um það hvort rétt væri að veita útvarpsréttarnefnd heimild til þess að afturkalla útvarpsleyfi. Þetta nýja frumvarp er sambærilegt frumvarpinu sem lá fyrir þinginu í vor hvað þetta atriði varðar. Niðurstaða þingsins í vor var að setja inn bráðabirgðaákvæði til að framlengja þau leyfi sem runnu út til 2006 fram að því tímamarki og að leyfa öðrum leyfum að renna út," segir Bjarni. Spurður um hvort niðurstaða þingsins yrði ekki sú sama nú, segir hann að það yrði "verulega mikil tilslökun" en það væri þó ekki útilokað. Stjórnarliðar sögðu við Fréttablaðið í gær að þeir teldu að stjórnarandstaðan væri ekki í sáttahug og því væri ekki útlit fyrir einhug um hvaða breytingar frumvarpið ætti að taka í nefnd. Stjórnarandstaðan myndi hafna hvaða breytingartillögum sem lagðar yrðu fram því það væri hagur þeirra að ósátt væri um málið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira