Börn gefin en hundarnir seldir 23. september 2004 00:01 Fjölmörg íslensk börn voru seld eða gefin enskum iðnaðarmönnum og kaupmönnum fyrr á öldum. Það orð fór af Íslendingum að þeir gæfu börnin sín, en seldu hundana. Helgi Þorláksson, prófessor í sagnfræði, segir heimildir um þetta af afar skornum skammti. Það sé þó ljóst að fram á 16. öld var nokkur fjöldi íslenskra barna fluttur til Englands, og heimildir greina frá því að þau hafi ýmist verið seld eða gefin. Englendinga skorti sárlega vinnuafl og samkvæmt enskum lögum mátti ekki flytja fólk úr sveitum, og því var brugðið á það ráð að flytja inn börn og annað vinnuafl frá öðrum löndum. Dönsk stjórnvöld gagnrýndu þetta harkalega og í þeim kvörtunum kom fram að börnunum væri rænt. Helgi segir að Englendingarnir hafi borgað lítilræði fyrir börnin og ginnt foreldra til þess að láta þau af hendi. Undir lok 15. aldar hafi þetta verið orðið frægt erlendis, að Íslendingar gæfu börn sín, en seldu hundana. Helgi segir mikla fátækt á Íslandi eflaust hafa ýtt undir að foreldrar létu börn sín af hendi í þeirri von að þeim byðist betra líf. Hann segir algengt að börnunum hafi verið komið í starf og læri hjá iðnaðarmönnum eins og bökurum, smiðum og súturum. Heimildir um afdrif barnanna eru nánast engar. Þó er vitað um pilt sem varð efnaður kaupmaður í Bristol. Helgi bendir á að uppeldishugsun þessa tíma hafi verið gjörólík því sem nú er. Hann segir viðhorfið hafa verið það að foreldrar hafi ekki viljað spilla börnum sínum með eftirlæti og þar sem þau hafiu veigrað sér við að hýða börnin eða aga þau með öðrum hætti, væri þeim það jafnvel fyrir bestu að vera hjá öðru fólki. Þetta hafi verið meginviðhorfið sem uppi hafi verið og væri í dag kallað ofbeldi. Fréttir Innlent Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira
Fjölmörg íslensk börn voru seld eða gefin enskum iðnaðarmönnum og kaupmönnum fyrr á öldum. Það orð fór af Íslendingum að þeir gæfu börnin sín, en seldu hundana. Helgi Þorláksson, prófessor í sagnfræði, segir heimildir um þetta af afar skornum skammti. Það sé þó ljóst að fram á 16. öld var nokkur fjöldi íslenskra barna fluttur til Englands, og heimildir greina frá því að þau hafi ýmist verið seld eða gefin. Englendinga skorti sárlega vinnuafl og samkvæmt enskum lögum mátti ekki flytja fólk úr sveitum, og því var brugðið á það ráð að flytja inn börn og annað vinnuafl frá öðrum löndum. Dönsk stjórnvöld gagnrýndu þetta harkalega og í þeim kvörtunum kom fram að börnunum væri rænt. Helgi segir að Englendingarnir hafi borgað lítilræði fyrir börnin og ginnt foreldra til þess að láta þau af hendi. Undir lok 15. aldar hafi þetta verið orðið frægt erlendis, að Íslendingar gæfu börn sín, en seldu hundana. Helgi segir mikla fátækt á Íslandi eflaust hafa ýtt undir að foreldrar létu börn sín af hendi í þeirri von að þeim byðist betra líf. Hann segir algengt að börnunum hafi verið komið í starf og læri hjá iðnaðarmönnum eins og bökurum, smiðum og súturum. Heimildir um afdrif barnanna eru nánast engar. Þó er vitað um pilt sem varð efnaður kaupmaður í Bristol. Helgi bendir á að uppeldishugsun þessa tíma hafi verið gjörólík því sem nú er. Hann segir viðhorfið hafa verið það að foreldrar hafi ekki viljað spilla börnum sínum með eftirlæti og þar sem þau hafiu veigrað sér við að hýða börnin eða aga þau með öðrum hætti, væri þeim það jafnvel fyrir bestu að vera hjá öðru fólki. Þetta hafi verið meginviðhorfið sem uppi hafi verið og væri í dag kallað ofbeldi.
Fréttir Innlent Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira