Börn gefin en hundarnir seldir 23. september 2004 00:01 Fjölmörg íslensk börn voru seld eða gefin enskum iðnaðarmönnum og kaupmönnum fyrr á öldum. Það orð fór af Íslendingum að þeir gæfu börnin sín, en seldu hundana. Helgi Þorláksson, prófessor í sagnfræði, segir heimildir um þetta af afar skornum skammti. Það sé þó ljóst að fram á 16. öld var nokkur fjöldi íslenskra barna fluttur til Englands, og heimildir greina frá því að þau hafi ýmist verið seld eða gefin. Englendinga skorti sárlega vinnuafl og samkvæmt enskum lögum mátti ekki flytja fólk úr sveitum, og því var brugðið á það ráð að flytja inn börn og annað vinnuafl frá öðrum löndum. Dönsk stjórnvöld gagnrýndu þetta harkalega og í þeim kvörtunum kom fram að börnunum væri rænt. Helgi segir að Englendingarnir hafi borgað lítilræði fyrir börnin og ginnt foreldra til þess að láta þau af hendi. Undir lok 15. aldar hafi þetta verið orðið frægt erlendis, að Íslendingar gæfu börn sín, en seldu hundana. Helgi segir mikla fátækt á Íslandi eflaust hafa ýtt undir að foreldrar létu börn sín af hendi í þeirri von að þeim byðist betra líf. Hann segir algengt að börnunum hafi verið komið í starf og læri hjá iðnaðarmönnum eins og bökurum, smiðum og súturum. Heimildir um afdrif barnanna eru nánast engar. Þó er vitað um pilt sem varð efnaður kaupmaður í Bristol. Helgi bendir á að uppeldishugsun þessa tíma hafi verið gjörólík því sem nú er. Hann segir viðhorfið hafa verið það að foreldrar hafi ekki viljað spilla börnum sínum með eftirlæti og þar sem þau hafiu veigrað sér við að hýða börnin eða aga þau með öðrum hætti, væri þeim það jafnvel fyrir bestu að vera hjá öðru fólki. Þetta hafi verið meginviðhorfið sem uppi hafi verið og væri í dag kallað ofbeldi. Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Fjölmörg íslensk börn voru seld eða gefin enskum iðnaðarmönnum og kaupmönnum fyrr á öldum. Það orð fór af Íslendingum að þeir gæfu börnin sín, en seldu hundana. Helgi Þorláksson, prófessor í sagnfræði, segir heimildir um þetta af afar skornum skammti. Það sé þó ljóst að fram á 16. öld var nokkur fjöldi íslenskra barna fluttur til Englands, og heimildir greina frá því að þau hafi ýmist verið seld eða gefin. Englendinga skorti sárlega vinnuafl og samkvæmt enskum lögum mátti ekki flytja fólk úr sveitum, og því var brugðið á það ráð að flytja inn börn og annað vinnuafl frá öðrum löndum. Dönsk stjórnvöld gagnrýndu þetta harkalega og í þeim kvörtunum kom fram að börnunum væri rænt. Helgi segir að Englendingarnir hafi borgað lítilræði fyrir börnin og ginnt foreldra til þess að láta þau af hendi. Undir lok 15. aldar hafi þetta verið orðið frægt erlendis, að Íslendingar gæfu börn sín, en seldu hundana. Helgi segir mikla fátækt á Íslandi eflaust hafa ýtt undir að foreldrar létu börn sín af hendi í þeirri von að þeim byðist betra líf. Hann segir algengt að börnunum hafi verið komið í starf og læri hjá iðnaðarmönnum eins og bökurum, smiðum og súturum. Heimildir um afdrif barnanna eru nánast engar. Þó er vitað um pilt sem varð efnaður kaupmaður í Bristol. Helgi bendir á að uppeldishugsun þessa tíma hafi verið gjörólík því sem nú er. Hann segir viðhorfið hafa verið það að foreldrar hafi ekki viljað spilla börnum sínum með eftirlæti og þar sem þau hafiu veigrað sér við að hýða börnin eða aga þau með öðrum hætti, væri þeim það jafnvel fyrir bestu að vera hjá öðru fólki. Þetta hafi verið meginviðhorfið sem uppi hafi verið og væri í dag kallað ofbeldi.
Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent