Karlkonur í stjórnmálum 2. september 2004 00:01 Elsa B.Friðfinnsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra spyr hvort karlkonur í Framsóknarflokknum, eins og hún orðar það, séu nú að afneita í raun sínum kvenlegu eiginleikum og svíkja þær konur sem veittu þeim brautargengi – í raun á fölskum forsendum. Tilefnið er jafnréttisumræðan sem spannst vegna uppstokkunar í ríkisstjórninni. "Framsóknarkonur hafa sannarlega hleypt lífi í jafnréttisumræðuna undanfarnar vikur. Umræðan hefur mestan partinn verið gagnleg og heiðarleg. Einstaka “strákhvolpar” hafa reyndar tranað sér fram með hjáróma gelti sem hvorki er mark á takandi né svaravert, " segir Elsa Friðfinnsdóttir í pistli sínum á heimasíðu Landssambands framsóknarkvenna. Þá segir Elsa að viðbrögð og innlegg örfárra kvenna hafi hins vegar valdið sér nokkru hugarangri og orðið til þess að hún rifjaði upp rannsóknir og skrif fræðimanna um konur sem minnihlutahóp í karlaheimi. "Þegar fjallað er um baráttu kvenna fyrir völdum, hvort sem er í hefðbundnum stjórnunarstöðum eða í stjórnmálum, er konum oft líkt við minnihlutahópa eins og þeldökka, hópa sem hafa verið undirokaðir öldum saman. Þegar einstaklingar úr slíkum hópum reyna að komast að kjötkötlunum, komast í stöður hvítra, kemur fram athygliverð tilhneiging. Hinn undirokaði reynir að tileinka sér gildi og framkomu þess sem valdið hefur og reynir jafnframt að fjarlægja sig þeim hópi sem hann sannarlega kemur úr. Þannig fer hinn þeldökki að reyna að tileinka sér talmál þess hvíta, hegðun og alla hætti. Reyndin verður oft sú að þegar fram líða stundir á viðkomandi í raun hvergi heima, hann er búinn að aðskilja sig frá uppruna sínum en verður aldrei einn af hinum," segir Elsa Friðfinnsdóttir. Þá segir hún að því hafi verið haldið fram að sambærileg staða komi gjarnan upp þegar konur reyni fyrir sér í störfum sem að stærstum hluta hafi verið setnar körlum. Eigi það bæði við um hefðbundnar stjórnunarstöður og í stjórnmálum. "Það er nú einu sinni þannig að konur sem ná langt í stjórnmálum komast gjarnan þangað fyrir tilstilli kvenna, þ.e. þær höfða til kvenkynskjósenda og jafnréttissinnaðra karlmanna í kosningabaráttunni og ná þannig inn í þann heim sem hefur verið að lang mestu leyti verið skipaður körlum. Þegar inn í þennan heim er komið þurfa þær síðan að taka þátt í allt annars konar leik en þær eru vanar - leik þar sem samkeppni ríkir - leik þar sem takmarkað traust ríkir milli samherja því þeir eru jú í innbyrðis samkeppni um vegtyllur - leik þar sem eins dauði er annars brauð - leik þar sem tilfinningarök eru talin léttvæg – og svona mætti áfram telja. Til að lifa af í þessum heimi hafa konurnar tilhneigingu til að samsama sig körlunum, temja sér hugsun þeirra og starfshætti, verða einhvers konar karlkonur. Með því afneita þessar karlkonur í raun sínum kvenlegu eiginleikum og svíkja þær konur sem veittu þeim brautargengi – í raun á fölskum forsendum. Eru þessar kenningar að sannast í framsóknarumræðunni um þessar mundir?," spyr Elsa. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Elsa B.Friðfinnsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra spyr hvort karlkonur í Framsóknarflokknum, eins og hún orðar það, séu nú að afneita í raun sínum kvenlegu eiginleikum og svíkja þær konur sem veittu þeim brautargengi – í raun á fölskum forsendum. Tilefnið er jafnréttisumræðan sem spannst vegna uppstokkunar í ríkisstjórninni. "Framsóknarkonur hafa sannarlega hleypt lífi í jafnréttisumræðuna undanfarnar vikur. Umræðan hefur mestan partinn verið gagnleg og heiðarleg. Einstaka “strákhvolpar” hafa reyndar tranað sér fram með hjáróma gelti sem hvorki er mark á takandi né svaravert, " segir Elsa Friðfinnsdóttir í pistli sínum á heimasíðu Landssambands framsóknarkvenna. Þá segir Elsa að viðbrögð og innlegg örfárra kvenna hafi hins vegar valdið sér nokkru hugarangri og orðið til þess að hún rifjaði upp rannsóknir og skrif fræðimanna um konur sem minnihlutahóp í karlaheimi. "Þegar fjallað er um baráttu kvenna fyrir völdum, hvort sem er í hefðbundnum stjórnunarstöðum eða í stjórnmálum, er konum oft líkt við minnihlutahópa eins og þeldökka, hópa sem hafa verið undirokaðir öldum saman. Þegar einstaklingar úr slíkum hópum reyna að komast að kjötkötlunum, komast í stöður hvítra, kemur fram athygliverð tilhneiging. Hinn undirokaði reynir að tileinka sér gildi og framkomu þess sem valdið hefur og reynir jafnframt að fjarlægja sig þeim hópi sem hann sannarlega kemur úr. Þannig fer hinn þeldökki að reyna að tileinka sér talmál þess hvíta, hegðun og alla hætti. Reyndin verður oft sú að þegar fram líða stundir á viðkomandi í raun hvergi heima, hann er búinn að aðskilja sig frá uppruna sínum en verður aldrei einn af hinum," segir Elsa Friðfinnsdóttir. Þá segir hún að því hafi verið haldið fram að sambærileg staða komi gjarnan upp þegar konur reyni fyrir sér í störfum sem að stærstum hluta hafi verið setnar körlum. Eigi það bæði við um hefðbundnar stjórnunarstöður og í stjórnmálum. "Það er nú einu sinni þannig að konur sem ná langt í stjórnmálum komast gjarnan þangað fyrir tilstilli kvenna, þ.e. þær höfða til kvenkynskjósenda og jafnréttissinnaðra karlmanna í kosningabaráttunni og ná þannig inn í þann heim sem hefur verið að lang mestu leyti verið skipaður körlum. Þegar inn í þennan heim er komið þurfa þær síðan að taka þátt í allt annars konar leik en þær eru vanar - leik þar sem samkeppni ríkir - leik þar sem takmarkað traust ríkir milli samherja því þeir eru jú í innbyrðis samkeppni um vegtyllur - leik þar sem eins dauði er annars brauð - leik þar sem tilfinningarök eru talin léttvæg – og svona mætti áfram telja. Til að lifa af í þessum heimi hafa konurnar tilhneigingu til að samsama sig körlunum, temja sér hugsun þeirra og starfshætti, verða einhvers konar karlkonur. Með því afneita þessar karlkonur í raun sínum kvenlegu eiginleikum og svíkja þær konur sem veittu þeim brautargengi – í raun á fölskum forsendum. Eru þessar kenningar að sannast í framsóknarumræðunni um þessar mundir?," spyr Elsa.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira