Karlkonur í stjórnmálum 2. september 2004 00:01 Elsa B.Friðfinnsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra spyr hvort karlkonur í Framsóknarflokknum, eins og hún orðar það, séu nú að afneita í raun sínum kvenlegu eiginleikum og svíkja þær konur sem veittu þeim brautargengi – í raun á fölskum forsendum. Tilefnið er jafnréttisumræðan sem spannst vegna uppstokkunar í ríkisstjórninni. "Framsóknarkonur hafa sannarlega hleypt lífi í jafnréttisumræðuna undanfarnar vikur. Umræðan hefur mestan partinn verið gagnleg og heiðarleg. Einstaka “strákhvolpar” hafa reyndar tranað sér fram með hjáróma gelti sem hvorki er mark á takandi né svaravert, " segir Elsa Friðfinnsdóttir í pistli sínum á heimasíðu Landssambands framsóknarkvenna. Þá segir Elsa að viðbrögð og innlegg örfárra kvenna hafi hins vegar valdið sér nokkru hugarangri og orðið til þess að hún rifjaði upp rannsóknir og skrif fræðimanna um konur sem minnihlutahóp í karlaheimi. "Þegar fjallað er um baráttu kvenna fyrir völdum, hvort sem er í hefðbundnum stjórnunarstöðum eða í stjórnmálum, er konum oft líkt við minnihlutahópa eins og þeldökka, hópa sem hafa verið undirokaðir öldum saman. Þegar einstaklingar úr slíkum hópum reyna að komast að kjötkötlunum, komast í stöður hvítra, kemur fram athygliverð tilhneiging. Hinn undirokaði reynir að tileinka sér gildi og framkomu þess sem valdið hefur og reynir jafnframt að fjarlægja sig þeim hópi sem hann sannarlega kemur úr. Þannig fer hinn þeldökki að reyna að tileinka sér talmál þess hvíta, hegðun og alla hætti. Reyndin verður oft sú að þegar fram líða stundir á viðkomandi í raun hvergi heima, hann er búinn að aðskilja sig frá uppruna sínum en verður aldrei einn af hinum," segir Elsa Friðfinnsdóttir. Þá segir hún að því hafi verið haldið fram að sambærileg staða komi gjarnan upp þegar konur reyni fyrir sér í störfum sem að stærstum hluta hafi verið setnar körlum. Eigi það bæði við um hefðbundnar stjórnunarstöður og í stjórnmálum. "Það er nú einu sinni þannig að konur sem ná langt í stjórnmálum komast gjarnan þangað fyrir tilstilli kvenna, þ.e. þær höfða til kvenkynskjósenda og jafnréttissinnaðra karlmanna í kosningabaráttunni og ná þannig inn í þann heim sem hefur verið að lang mestu leyti verið skipaður körlum. Þegar inn í þennan heim er komið þurfa þær síðan að taka þátt í allt annars konar leik en þær eru vanar - leik þar sem samkeppni ríkir - leik þar sem takmarkað traust ríkir milli samherja því þeir eru jú í innbyrðis samkeppni um vegtyllur - leik þar sem eins dauði er annars brauð - leik þar sem tilfinningarök eru talin léttvæg – og svona mætti áfram telja. Til að lifa af í þessum heimi hafa konurnar tilhneigingu til að samsama sig körlunum, temja sér hugsun þeirra og starfshætti, verða einhvers konar karlkonur. Með því afneita þessar karlkonur í raun sínum kvenlegu eiginleikum og svíkja þær konur sem veittu þeim brautargengi – í raun á fölskum forsendum. Eru þessar kenningar að sannast í framsóknarumræðunni um þessar mundir?," spyr Elsa. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Elsa B.Friðfinnsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra spyr hvort karlkonur í Framsóknarflokknum, eins og hún orðar það, séu nú að afneita í raun sínum kvenlegu eiginleikum og svíkja þær konur sem veittu þeim brautargengi – í raun á fölskum forsendum. Tilefnið er jafnréttisumræðan sem spannst vegna uppstokkunar í ríkisstjórninni. "Framsóknarkonur hafa sannarlega hleypt lífi í jafnréttisumræðuna undanfarnar vikur. Umræðan hefur mestan partinn verið gagnleg og heiðarleg. Einstaka “strákhvolpar” hafa reyndar tranað sér fram með hjáróma gelti sem hvorki er mark á takandi né svaravert, " segir Elsa Friðfinnsdóttir í pistli sínum á heimasíðu Landssambands framsóknarkvenna. Þá segir Elsa að viðbrögð og innlegg örfárra kvenna hafi hins vegar valdið sér nokkru hugarangri og orðið til þess að hún rifjaði upp rannsóknir og skrif fræðimanna um konur sem minnihlutahóp í karlaheimi. "Þegar fjallað er um baráttu kvenna fyrir völdum, hvort sem er í hefðbundnum stjórnunarstöðum eða í stjórnmálum, er konum oft líkt við minnihlutahópa eins og þeldökka, hópa sem hafa verið undirokaðir öldum saman. Þegar einstaklingar úr slíkum hópum reyna að komast að kjötkötlunum, komast í stöður hvítra, kemur fram athygliverð tilhneiging. Hinn undirokaði reynir að tileinka sér gildi og framkomu þess sem valdið hefur og reynir jafnframt að fjarlægja sig þeim hópi sem hann sannarlega kemur úr. Þannig fer hinn þeldökki að reyna að tileinka sér talmál þess hvíta, hegðun og alla hætti. Reyndin verður oft sú að þegar fram líða stundir á viðkomandi í raun hvergi heima, hann er búinn að aðskilja sig frá uppruna sínum en verður aldrei einn af hinum," segir Elsa Friðfinnsdóttir. Þá segir hún að því hafi verið haldið fram að sambærileg staða komi gjarnan upp þegar konur reyni fyrir sér í störfum sem að stærstum hluta hafi verið setnar körlum. Eigi það bæði við um hefðbundnar stjórnunarstöður og í stjórnmálum. "Það er nú einu sinni þannig að konur sem ná langt í stjórnmálum komast gjarnan þangað fyrir tilstilli kvenna, þ.e. þær höfða til kvenkynskjósenda og jafnréttissinnaðra karlmanna í kosningabaráttunni og ná þannig inn í þann heim sem hefur verið að lang mestu leyti verið skipaður körlum. Þegar inn í þennan heim er komið þurfa þær síðan að taka þátt í allt annars konar leik en þær eru vanar - leik þar sem samkeppni ríkir - leik þar sem takmarkað traust ríkir milli samherja því þeir eru jú í innbyrðis samkeppni um vegtyllur - leik þar sem eins dauði er annars brauð - leik þar sem tilfinningarök eru talin léttvæg – og svona mætti áfram telja. Til að lifa af í þessum heimi hafa konurnar tilhneigingu til að samsama sig körlunum, temja sér hugsun þeirra og starfshætti, verða einhvers konar karlkonur. Með því afneita þessar karlkonur í raun sínum kvenlegu eiginleikum og svíkja þær konur sem veittu þeim brautargengi – í raun á fölskum forsendum. Eru þessar kenningar að sannast í framsóknarumræðunni um þessar mundir?," spyr Elsa.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira