Afleiðingarnar yrðu gríðarlegar 9. október 2004 00:01 "Þetta myndi hafa í för með sér gríðarlegar afleiðingar fyrir íslenskan sjávarútveg," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, um hugmyndir sem nú eru ræddar hjá Sameinuðu þjóðunum um að leggja bann við veiðum með botnvörpu. Íslendingar beita sér hart gegn því, ásamt fleiri þjóðum, að slíkt ákvæði verði ekki samþykkt. Friðrik segist þó ekki hafa trú á því að ályktun um slíkt bann verði samþykkt hjá Sameinuðu þjóðunum. "Það er ekki á rökum reist að banna þetta veiðarfæri alfarið," segir Friðrik. Hann segir að skynsamleg notkun á botnvörpu sé ekki til þess fallin að valda umhverfisspjöllum. "Íslenski togaraflotinn veiðir ekkert með botnvörpu innan tólf mílna lögsögunnar og stór svæði utan 12 mílna eru lokuð fyrir botnvörpuveiðum. Hafsbotninn á djúpmiðum er allt öðruvísi en á grunnslóðinni og ekki eins viðkvæmur," segir Friðrik. Tillaga um bann við veiðum með botnvörpu hefur verið lögð fram hjá Sameinuðu þjóðunum en hópur sjávarlíffræðinga og umhverfisverndarsamtaka hefur krafist þess að Sameinuðu þjóðirnar banni veiðarfærið vegna áhrifa þess á vistkerfi sjávar. Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, tekur þátt í þessum umræðum fyrir Íslands hönd á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir að hugmyndir um botnvörpubann nú séu angi af stærra átakamáli. "Við erum almennt að takast á við þá viðleitni ýmissa ríkja að vilja hnattvæða fiskveiðistjórnunina. Við höfum bent á það að samkvæmt hafréttarsamningum og úthafsveiðisamningum sé það á valdi strandríkja eða svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarstofnana, eftir því sem við á, að fara með stjórn fiskveiða," segir Tómas. Hann tekur fram að jafnvel þótt svo færi að botnvörpubann yrði samþykkt í ályktun Sameinuðu þjóðanna þá yrði bannið ekki lagalega bindandi en ályktunin sem slík hefði áhrif sem pólitísk yfirlýsing," segir Tómas. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
"Þetta myndi hafa í för með sér gríðarlegar afleiðingar fyrir íslenskan sjávarútveg," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, um hugmyndir sem nú eru ræddar hjá Sameinuðu þjóðunum um að leggja bann við veiðum með botnvörpu. Íslendingar beita sér hart gegn því, ásamt fleiri þjóðum, að slíkt ákvæði verði ekki samþykkt. Friðrik segist þó ekki hafa trú á því að ályktun um slíkt bann verði samþykkt hjá Sameinuðu þjóðunum. "Það er ekki á rökum reist að banna þetta veiðarfæri alfarið," segir Friðrik. Hann segir að skynsamleg notkun á botnvörpu sé ekki til þess fallin að valda umhverfisspjöllum. "Íslenski togaraflotinn veiðir ekkert með botnvörpu innan tólf mílna lögsögunnar og stór svæði utan 12 mílna eru lokuð fyrir botnvörpuveiðum. Hafsbotninn á djúpmiðum er allt öðruvísi en á grunnslóðinni og ekki eins viðkvæmur," segir Friðrik. Tillaga um bann við veiðum með botnvörpu hefur verið lögð fram hjá Sameinuðu þjóðunum en hópur sjávarlíffræðinga og umhverfisverndarsamtaka hefur krafist þess að Sameinuðu þjóðirnar banni veiðarfærið vegna áhrifa þess á vistkerfi sjávar. Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, tekur þátt í þessum umræðum fyrir Íslands hönd á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir að hugmyndir um botnvörpubann nú séu angi af stærra átakamáli. "Við erum almennt að takast á við þá viðleitni ýmissa ríkja að vilja hnattvæða fiskveiðistjórnunina. Við höfum bent á það að samkvæmt hafréttarsamningum og úthafsveiðisamningum sé það á valdi strandríkja eða svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarstofnana, eftir því sem við á, að fara með stjórn fiskveiða," segir Tómas. Hann tekur fram að jafnvel þótt svo færi að botnvörpubann yrði samþykkt í ályktun Sameinuðu þjóðanna þá yrði bannið ekki lagalega bindandi en ályktunin sem slík hefði áhrif sem pólitísk yfirlýsing," segir Tómas.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira