Heldur að ríkisstjórnin falli ekki 15. júlí 2004 00:01 Formenn stjórnarflokkanna, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, gáfu lítið út á óeiningu innan flokka sinna vegna nýs fjölmiðlafrumvarps eftir rúman klukkustundarfund í Stjórnarráðinu í gær. Þeir greindu ekki frá niðurstöðu fundarins en sögðust telja að ríkisstjórnarsamstarfið væri ekki í hættu. Halldór Ásgímsson sagði að fundinum loknum að hann haldi að ríkisstjórnin muni ekki falla. "Þetta er ekki þannig mál að það væri réttlætanlegt að mínu mati að ríkisstjórnin færi frá út af því. Það eru önnur mál sem eru miklu mikilvægari." Hann sagði stjórnarsamstarfið þola ýmislegt og stjórnarflokkana samstíga um að finna lausn. Halldór fundaði með flestum þingmönnum flokksins, aðstoðarmönnum og ráðherrum í utanríkisráðuneytinu fyrir fundinn við Davíð. Hann gaf ekki upp hverjar kröfur og fyrirmæli fundarins fyrir fundinn við Davíð hafi verið. "Lýðræðisleg umræða innan Framsóknarflokksins er ekki þrýstingur. Það er eðlilegt að menn tali um málið og ég tek tillit til þess en ég vil ekki kalla það hvorki þrýsting eða byltingu þó að menn ræði málin opinskátt." Halldór segir beðið eftir málsmeðferðar allsherjarnefndar áður en næstu skref liggi fyrir. Undir það tekur Davíð Oddsson og segir jafnframt að allsherjarnefnd verði ekki lagðar línurnar. Áður en Davíð hitti Halldór sat hann fund sjálfstæðismanna í allsherjarnefnd án Arnbjargar Sveinsdóttur auk Halldórs Blöndals og Björns Bjarnasonar í Alþingishúsinu við Austurvöll. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, sem frestaði fundi allsherjarnefndar rétt fyrir hádegi sagði eftir fundinn með Davíð að ekki hefði verið skoðað í neinni alvöru að draga frumvarpið til baka. Um hugsanlegar breytingar sagði hann: "Það er ekki tímabært að segja hvort eða hvaða breytingar við erum að ræða strax í kjölfarið á því að við erum að ljúka við að taka á móti umsagnaraðilum og öðrum gestum. Við vorum að klára þann fund í morgun. Fyrir mitt leyti er það fullkomlega eðlilegt að við leggjumst núna yfir málið og förum mjög vandlega yfir það, enda blasir það við öllum að þetta er mjög umdeilt mál og hvílir mikil ábyrgð og skylda að vanda mjög til verka núna í framhaldinu." Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, gáfu lítið út á óeiningu innan flokka sinna vegna nýs fjölmiðlafrumvarps eftir rúman klukkustundarfund í Stjórnarráðinu í gær. Þeir greindu ekki frá niðurstöðu fundarins en sögðust telja að ríkisstjórnarsamstarfið væri ekki í hættu. Halldór Ásgímsson sagði að fundinum loknum að hann haldi að ríkisstjórnin muni ekki falla. "Þetta er ekki þannig mál að það væri réttlætanlegt að mínu mati að ríkisstjórnin færi frá út af því. Það eru önnur mál sem eru miklu mikilvægari." Hann sagði stjórnarsamstarfið þola ýmislegt og stjórnarflokkana samstíga um að finna lausn. Halldór fundaði með flestum þingmönnum flokksins, aðstoðarmönnum og ráðherrum í utanríkisráðuneytinu fyrir fundinn við Davíð. Hann gaf ekki upp hverjar kröfur og fyrirmæli fundarins fyrir fundinn við Davíð hafi verið. "Lýðræðisleg umræða innan Framsóknarflokksins er ekki þrýstingur. Það er eðlilegt að menn tali um málið og ég tek tillit til þess en ég vil ekki kalla það hvorki þrýsting eða byltingu þó að menn ræði málin opinskátt." Halldór segir beðið eftir málsmeðferðar allsherjarnefndar áður en næstu skref liggi fyrir. Undir það tekur Davíð Oddsson og segir jafnframt að allsherjarnefnd verði ekki lagðar línurnar. Áður en Davíð hitti Halldór sat hann fund sjálfstæðismanna í allsherjarnefnd án Arnbjargar Sveinsdóttur auk Halldórs Blöndals og Björns Bjarnasonar í Alþingishúsinu við Austurvöll. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, sem frestaði fundi allsherjarnefndar rétt fyrir hádegi sagði eftir fundinn með Davíð að ekki hefði verið skoðað í neinni alvöru að draga frumvarpið til baka. Um hugsanlegar breytingar sagði hann: "Það er ekki tímabært að segja hvort eða hvaða breytingar við erum að ræða strax í kjölfarið á því að við erum að ljúka við að taka á móti umsagnaraðilum og öðrum gestum. Við vorum að klára þann fund í morgun. Fyrir mitt leyti er það fullkomlega eðlilegt að við leggjumst núna yfir málið og förum mjög vandlega yfir það, enda blasir það við öllum að þetta er mjög umdeilt mál og hvílir mikil ábyrgð og skylda að vanda mjög til verka núna í framhaldinu."
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira