Óskhyggja eða breyttar forsendur? 15. júlí 2004 00:01 Stjórnvöldum hefur gengið illa að haga rekstri sínum eftir fjárlögum síðustu ár. Útgjöldin hafa orðið mun meiri en stefnt var að við samþykkt fjárlaga. Á móti hafa tekjur reynst vanáætlaðar þó það hafi ekki dugað til að vega upp útgjaldaaukninguna. Þetta þýðir þó ekki að útgjöldin hafi verið umfram fjárheimildir sem þessu nemur enda hækka þær iðulega á fjáraukalögum á haustin. Þetta hefur orðið til þess að stjórnarandstaðan gagnrýnir stjórnarliðið fyrir að afgreiða fjárlög sem eiga minna skylt við ábyrga fjármálastjórn en óskhyggju og jafnvel blekkingaleik. Ríkisendurskoðun hefur sagt að allt of margir fjárlagaliðir fari "ár eftir ár fram úr þeim fjárheimildum sem starfseminni voru ætlaðar í fjárlögum". Stofnunin vísar jafnframt til þess í nýrri skýrslu sinni að í nágrannalöndum séu "fjárlög virt og það heyrir til undantekninga að stofnanir fari fram úr fjárheimildum". Þetta eigi ekki við hér enda hafi 40 prósent ríkisstofnana eytt meira en sem nam fjárheimildum á fjárlögum síðasta árs. Fjárlögin blekkingaleikur Jón Bjarnason, fulltrúi Vinstri-grænna í fjárlaganefnd Alþingis, segir stjórnvöld hafa lagt meira upp úr útliti fjárlaganna en innihaldi við gerð þeirra. "Það hefur verið lagt upp úr með að sýna sem mestan tekjuafgang af fjárlögum þegar þau hafa verið lögð fram og samþykkt. Það hefur oft á tíðum verið bókhaldslegur blekkingaleikur. Fyrst og fremst hafa gjöld verið vanáætluð. Þó svo það hafi legið fyrir upplýsingar um að svo væri hefur ekki verið tekið tillit til þess," segir Jón. Jón nefnir sem dæmi að fulltrúar framhaldsskólanna hafi bent rækilega á það við fjárlagagerðina að skólunum væri ætlað alltof lítið fjármagn miðað við þau verkefni sem þeir ættu að inna af hendi. Skólarnir hafi því lent í miklum vanda við að standa undir skyldum og orðið að velja milli þess að fara fram úr fjárlögum eða brjóta gegn lögum sem kveða á um hlutverk þeirra. Eðlilegt að forsendur breytist "Við verðum að hafa í huga að hér er mikill hagvöxtur og allt á fleygiferð í efnahagslífi landsins. Það er mikið um að vera í hagkerfinu og eðlilegt að forsendur fjárlaga breytist á þeim tíma," segir Birkir Jón Jónsson, fulltrúi Framsóknarflokks í fjárlaganefnd, um það hvernig fjárlögin hafa ekki gengið eftir. "Það er ekki alltaf hægt að sjá fyrir alla útgjaldaliði. Við mætum þeim óvæntu þörfum í fjáraukalögum hverju sinni." Stjórnarandstaðan hefur haldið því fram að margar viðbæturnar í fjáraukalögum séu alls ekki svo óvæntar. Sum útgjöldin hafi verið fyrirséð við fjárlagagerðina en ekki sett inn vegna þess að þá hefðu fjárlögin ekki litið jafn vel út. "Það kæmi mönnum í koll síðar meir ef svo væri raunin. Við afgreiðum fjárlögin í góðri trú," svarar Birkir því. Auknar heimildir ekki framúrkeyrsla Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að gera verði greinarmun á útgjöldum umfram fjárheimildir fjárlaga og endanlegar fjárheimildir sem eru samþykktar í fjáraukalögum. Hann bendir á að þó Ríkisendurskoðun bendi á að útgjöld ríkissjóðs hafi orðið fjórtán milljörðum meiri en stefnt var að segi það ekki alla söguna. "Þetta snýst ekki um óheimil útgjöld," segir hann og bendir á að heimild hafi fengist fyrir auknum útgjöldum í fjáraukalögum. Hamfarir, dómar og kjarasamningar sem auka útgjöld meira en búist var við geta breytt forsendum fjárlaga segir Baldur og segir að við því verði að bregðast með fjáraukalögum eins og kveðið sé á um í fjárreiðulögum. Í fyrra hafi útgjöld til dæmis aukist vegna öryrkjadómsins síðari og aukinna vegaframkvæmda í atvinnu- og byggðaátaki. Heimilda hafi verið aflað fyrir hvoru tveggja. Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Stjórnvöldum hefur gengið illa að haga rekstri sínum eftir fjárlögum síðustu ár. Útgjöldin hafa orðið mun meiri en stefnt var að við samþykkt fjárlaga. Á móti hafa tekjur reynst vanáætlaðar þó það hafi ekki dugað til að vega upp útgjaldaaukninguna. Þetta þýðir þó ekki að útgjöldin hafi verið umfram fjárheimildir sem þessu nemur enda hækka þær iðulega á fjáraukalögum á haustin. Þetta hefur orðið til þess að stjórnarandstaðan gagnrýnir stjórnarliðið fyrir að afgreiða fjárlög sem eiga minna skylt við ábyrga fjármálastjórn en óskhyggju og jafnvel blekkingaleik. Ríkisendurskoðun hefur sagt að allt of margir fjárlagaliðir fari "ár eftir ár fram úr þeim fjárheimildum sem starfseminni voru ætlaðar í fjárlögum". Stofnunin vísar jafnframt til þess í nýrri skýrslu sinni að í nágrannalöndum séu "fjárlög virt og það heyrir til undantekninga að stofnanir fari fram úr fjárheimildum". Þetta eigi ekki við hér enda hafi 40 prósent ríkisstofnana eytt meira en sem nam fjárheimildum á fjárlögum síðasta árs. Fjárlögin blekkingaleikur Jón Bjarnason, fulltrúi Vinstri-grænna í fjárlaganefnd Alþingis, segir stjórnvöld hafa lagt meira upp úr útliti fjárlaganna en innihaldi við gerð þeirra. "Það hefur verið lagt upp úr með að sýna sem mestan tekjuafgang af fjárlögum þegar þau hafa verið lögð fram og samþykkt. Það hefur oft á tíðum verið bókhaldslegur blekkingaleikur. Fyrst og fremst hafa gjöld verið vanáætluð. Þó svo það hafi legið fyrir upplýsingar um að svo væri hefur ekki verið tekið tillit til þess," segir Jón. Jón nefnir sem dæmi að fulltrúar framhaldsskólanna hafi bent rækilega á það við fjárlagagerðina að skólunum væri ætlað alltof lítið fjármagn miðað við þau verkefni sem þeir ættu að inna af hendi. Skólarnir hafi því lent í miklum vanda við að standa undir skyldum og orðið að velja milli þess að fara fram úr fjárlögum eða brjóta gegn lögum sem kveða á um hlutverk þeirra. Eðlilegt að forsendur breytist "Við verðum að hafa í huga að hér er mikill hagvöxtur og allt á fleygiferð í efnahagslífi landsins. Það er mikið um að vera í hagkerfinu og eðlilegt að forsendur fjárlaga breytist á þeim tíma," segir Birkir Jón Jónsson, fulltrúi Framsóknarflokks í fjárlaganefnd, um það hvernig fjárlögin hafa ekki gengið eftir. "Það er ekki alltaf hægt að sjá fyrir alla útgjaldaliði. Við mætum þeim óvæntu þörfum í fjáraukalögum hverju sinni." Stjórnarandstaðan hefur haldið því fram að margar viðbæturnar í fjáraukalögum séu alls ekki svo óvæntar. Sum útgjöldin hafi verið fyrirséð við fjárlagagerðina en ekki sett inn vegna þess að þá hefðu fjárlögin ekki litið jafn vel út. "Það kæmi mönnum í koll síðar meir ef svo væri raunin. Við afgreiðum fjárlögin í góðri trú," svarar Birkir því. Auknar heimildir ekki framúrkeyrsla Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að gera verði greinarmun á útgjöldum umfram fjárheimildir fjárlaga og endanlegar fjárheimildir sem eru samþykktar í fjáraukalögum. Hann bendir á að þó Ríkisendurskoðun bendi á að útgjöld ríkissjóðs hafi orðið fjórtán milljörðum meiri en stefnt var að segi það ekki alla söguna. "Þetta snýst ekki um óheimil útgjöld," segir hann og bendir á að heimild hafi fengist fyrir auknum útgjöldum í fjáraukalögum. Hamfarir, dómar og kjarasamningar sem auka útgjöld meira en búist var við geta breytt forsendum fjárlaga segir Baldur og segir að við því verði að bregðast með fjáraukalögum eins og kveðið sé á um í fjárreiðulögum. Í fyrra hafi útgjöld til dæmis aukist vegna öryrkjadómsins síðari og aukinna vegaframkvæmda í atvinnu- og byggðaátaki. Heimilda hafi verið aflað fyrir hvoru tveggja.
Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira