Bannað að setja takmarkanir 29. júní 2004 00:01 Bannað er að setja takmarkanir á fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu og óhugsandi er að halda hana án þess að kostur verði gefinn á því að greiða atkvæði utan kjörfundar. Þetta segja Jónatan Þórmundsson lagaprófessor og félagar hans í Þjóðarhreyfingunni. Jónatan telur ráðleggingar „hinna vísu manna“ um að hafa takmarkanirnar hóflegar, vísbendingu um að þeir efist um að þær standist. Svokallaður viðbragðshópur sérfræðinga Þjóðarhreyfingarinnar kynnti í dag niðurstöður sínar vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Niðurstaða hópsins er allt önnur en starfshóps ríkisstjórnarinnar, sem taldi heimilt að beita takmörkunum, en sérfræðingahópurinn telur slíkt ekki heimilt. Jónatan Þórmundsson segir að sjálfsagt hefði verið að íhuga takmarkanir ef ákvæði væru um það í stjórnarskránni. Þeim hefði hins vegar ekki verið bætt inn í hana líkt og gert hefði verið í Danmörku. Jónatani finnst að þetta þyrfti að gera hér á landi. Jónatan segir að að óbreyttum lögum sé þetta nánast óhugsandi því um leið og settar séu takmarkanir skekkist alvarlega myndin á milli kjósendahópanna. Ekki þurfi miklar takmarkanir til þess að hópurinn sem vill samþykkja lögin fái miklu sterkari stöðu en hópurinn sem vill fella þau úr gildi. Jónatan bætir við að í þessu sambandi þurfi að huga að jafnræðisákvæðum stjórnarskrárinnar, sem og mannréttindasamningum. Eitt af því sem Þjóðarhreyfingin gerir athugasemdir við, í tengslum við skýrslu hinna svokölluðu vísu manna sem kynnt var í gær, er að þar er hvergi getið um utankjörfundaratkvæðagreiðslu í sambandi við þjóðaratkvæðgreiðsluna. Jónatan bendir á að í þremur greinum stjórnarskrárinnar sé fjallað um þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að sérstakar takmarkanir séu settar. Það sé aðeins í einni grein, sem varðar lýðveldisstofnunina árið 1944, sem kveðið sé á um að helming atkvæðisbærra manna þurfi til að samþykkja. Hann segir að í komandi atkvæðagreiðslu eigi einfaldur meirihluti að ráða sem og bara þeir sem nýta sér atkvæðisrétt sinn. Í skýrslu starfshóps ríkisstjórnarinnar er sagt að því hóflegri sem takmarkanirnar séu, þeim mun líklegri sé að þær standist. Jónatan segir þetta merki um efasemdir meðal hinna svokölluðu vísu manna og minnir á að utanríkisráðherra hafi í tvígang komist „svo skemmtilega að orði, þegar verið var að breyta fjölmiðlafrumvarpinu, að nú væri hann „vissari en áður að frumvarpið væri ekki brot gegn stjórnarskránni“. Það finnst mér táknrænt fyrir það að menn séu, slag fyrir slag, að komast á aðeins öruggari grundvöll með að lögin séu ekki brot á stjórnarskránni,“ segir Jónatan. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Bannað er að setja takmarkanir á fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu og óhugsandi er að halda hana án þess að kostur verði gefinn á því að greiða atkvæði utan kjörfundar. Þetta segja Jónatan Þórmundsson lagaprófessor og félagar hans í Þjóðarhreyfingunni. Jónatan telur ráðleggingar „hinna vísu manna“ um að hafa takmarkanirnar hóflegar, vísbendingu um að þeir efist um að þær standist. Svokallaður viðbragðshópur sérfræðinga Þjóðarhreyfingarinnar kynnti í dag niðurstöður sínar vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Niðurstaða hópsins er allt önnur en starfshóps ríkisstjórnarinnar, sem taldi heimilt að beita takmörkunum, en sérfræðingahópurinn telur slíkt ekki heimilt. Jónatan Þórmundsson segir að sjálfsagt hefði verið að íhuga takmarkanir ef ákvæði væru um það í stjórnarskránni. Þeim hefði hins vegar ekki verið bætt inn í hana líkt og gert hefði verið í Danmörku. Jónatani finnst að þetta þyrfti að gera hér á landi. Jónatan segir að að óbreyttum lögum sé þetta nánast óhugsandi því um leið og settar séu takmarkanir skekkist alvarlega myndin á milli kjósendahópanna. Ekki þurfi miklar takmarkanir til þess að hópurinn sem vill samþykkja lögin fái miklu sterkari stöðu en hópurinn sem vill fella þau úr gildi. Jónatan bætir við að í þessu sambandi þurfi að huga að jafnræðisákvæðum stjórnarskrárinnar, sem og mannréttindasamningum. Eitt af því sem Þjóðarhreyfingin gerir athugasemdir við, í tengslum við skýrslu hinna svokölluðu vísu manna sem kynnt var í gær, er að þar er hvergi getið um utankjörfundaratkvæðagreiðslu í sambandi við þjóðaratkvæðgreiðsluna. Jónatan bendir á að í þremur greinum stjórnarskrárinnar sé fjallað um þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að sérstakar takmarkanir séu settar. Það sé aðeins í einni grein, sem varðar lýðveldisstofnunina árið 1944, sem kveðið sé á um að helming atkvæðisbærra manna þurfi til að samþykkja. Hann segir að í komandi atkvæðagreiðslu eigi einfaldur meirihluti að ráða sem og bara þeir sem nýta sér atkvæðisrétt sinn. Í skýrslu starfshóps ríkisstjórnarinnar er sagt að því hóflegri sem takmarkanirnar séu, þeim mun líklegri sé að þær standist. Jónatan segir þetta merki um efasemdir meðal hinna svokölluðu vísu manna og minnir á að utanríkisráðherra hafi í tvígang komist „svo skemmtilega að orði, þegar verið var að breyta fjölmiðlafrumvarpinu, að nú væri hann „vissari en áður að frumvarpið væri ekki brot gegn stjórnarskránni“. Það finnst mér táknrænt fyrir það að menn séu, slag fyrir slag, að komast á aðeins öruggari grundvöll með að lögin séu ekki brot á stjórnarskránni,“ segir Jónatan.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira