Launamunur jafnmikill hjá ríkinu 20. október 2004 00:01 Ríkið hefur ekki staðið sig betur en einkageirinn í að útrýma launamisrétti kynjanna. Kynbundinn launamunur er jafnmikill þar og á almennum vinnumarkaði, karlar eru með 17 prósentum hærri heildarlaun en konur. Nýlega létu BHM, BSRB og Kennnarasambandið kanna starfskjör félaga sinna. Í opinbera geiranum hafa karlar tíu prósent hærri laun en konur. En það segir ekki alla söguna. Þegar litið er á strípuð mánaðarlaun, hjá körlum og konum í sömu störfum, á sama aldri, með sömu menntun og vinnutíma eru karlar með 7% hærri laun. Þegar horft er á heildarlaunin, eru laun karla 17% hærri, og er það skýrt með því að þeir fá frekar allskyns aukagreiðslur, eins og fasta bílastyrki, fastar yfirvinnugreiðslur og svo framvegis. Einu gildir hvort horft er á stjórnendur, sérfræðinga, skrifstofufólk, eða ósérhæft starfsfólk, alltaf eru konur með lægri laun. Þetta er svipaður munur og á almenna vinnumarkaðnum, til dæmis hjá VR, en þar semja flestir félagsmenn hver fyrir sig. Kjarasamningar þar eru ekki eins miðlægir eins og hjá hinu opinbera. Það virðist því sama hvort kerfið er notað. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB segir skýringuna að hluta til vera þá að undanfarin ár hafi lögmál almenns markaðar hafa verið innleidd á opinberum vinnustöðum. Nýtt launakerfi hafi verið tekið upp, þar sem miðstýring sé minni og samningar hafi verið færðir inn á vinnustaðina, þar sem launaleynd ríki. Forystumenn eru sammála um að besta vopnið í baráttunni sé að afnema launaleyndina. Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM segir að stéttarfélögin verði að hafa upplýsingar um laun félagsmanna sinna, því að það geri auðveldara að útrýma muninum. Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Ríkið hefur ekki staðið sig betur en einkageirinn í að útrýma launamisrétti kynjanna. Kynbundinn launamunur er jafnmikill þar og á almennum vinnumarkaði, karlar eru með 17 prósentum hærri heildarlaun en konur. Nýlega létu BHM, BSRB og Kennnarasambandið kanna starfskjör félaga sinna. Í opinbera geiranum hafa karlar tíu prósent hærri laun en konur. En það segir ekki alla söguna. Þegar litið er á strípuð mánaðarlaun, hjá körlum og konum í sömu störfum, á sama aldri, með sömu menntun og vinnutíma eru karlar með 7% hærri laun. Þegar horft er á heildarlaunin, eru laun karla 17% hærri, og er það skýrt með því að þeir fá frekar allskyns aukagreiðslur, eins og fasta bílastyrki, fastar yfirvinnugreiðslur og svo framvegis. Einu gildir hvort horft er á stjórnendur, sérfræðinga, skrifstofufólk, eða ósérhæft starfsfólk, alltaf eru konur með lægri laun. Þetta er svipaður munur og á almenna vinnumarkaðnum, til dæmis hjá VR, en þar semja flestir félagsmenn hver fyrir sig. Kjarasamningar þar eru ekki eins miðlægir eins og hjá hinu opinbera. Það virðist því sama hvort kerfið er notað. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB segir skýringuna að hluta til vera þá að undanfarin ár hafi lögmál almenns markaðar hafa verið innleidd á opinberum vinnustöðum. Nýtt launakerfi hafi verið tekið upp, þar sem miðstýring sé minni og samningar hafi verið færðir inn á vinnustaðina, þar sem launaleynd ríki. Forystumenn eru sammála um að besta vopnið í baráttunni sé að afnema launaleyndina. Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM segir að stéttarfélögin verði að hafa upplýsingar um laun félagsmanna sinna, því að það geri auðveldara að útrýma muninum.
Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira