Beittu ofbeldi, brutu og brömluðu 20. október 2004 00:01 Þrír menn réðust inn á ritstjórn DV í dag og gengu í skrokk á fréttastjóra blaðsins. Þeir unnu einnig skemmdarverk á skrifstofunni áður en þeir hurfu á braut. Lögregla telur sig vita hvaða menn voru að verki og leitar þeirra. Laust eftir klukkan eitt í dag ruddust mennirnir inn á ritstjórn DV. Reynir Traustason, fréttastjóri segir að þeir hafi spurt eftir Mikaeli Torfasyni, ritstjóra blaðsins. Mikael var ekki við og segist Reynir hafa sagt mönnunum að þeir yrðu að gera boð á undan sér og síðan beðið þá vinsamlegast að hverfa á brott. Þá hafi þeir ráðist að Reyni og einn þeirra gripið hann þéttu kverkataki í tvígang. Á leiðinni út ruddu þeir möppum og öðru lauslegu af skrifborðum sem urðu á vegi þeirra á gólfið. Reynir segist hafa elt mennina út en þeir þá ógnað honum og hrækt á hann. Þeir hurfu síðan akandi á brott. Reynir er með áverka á hálsi og fór hann á slysadeild í dag. Hann segist ætla að leggja fram kæru á hendur mönnunum á morgun. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að lögregla teldi sig vita hvaða menn hefðu verið þarna á ferðinni og sagði þeirra leitað. Ekki er vitað hvaða erindi mennirnir áttu við ritstjórann, en á DV telja menn víst að þetta tengist umfjöllun blaðsins um handrukkara og ofbeldisverk þeirra. Eitt vitni að atburðinum í dag segir menninna hafa verið í jökkum merktum vélhjólaklúbbnum Fáfni, sem hafa verið í vinfengi við Hells Angels í Danmörku. Hvorki ritstjóri né fréttastjóri DV vildu veita fréttastofu viðtal í dag, en í yfirlýsingu ritstjóra blaðsins segir að lögregla virðist lítið geta gert varðandi þessa ofbeldisseggi. Mikael Torfason segir að lögregla vakti heimili hans eftir að honum var hótað fyrir nokkrum dögum. Öðrum blaðamönnum hefur einnig verið hótað og fréttastofa hefur heimildir fyrir því að í einu tilfelli hafi menn ruðst inn á heimili afa og ömmu eins blaðamanns og hringt úr síma þeirra í viðkomandi blaðamann til að sýna honum hvers þeir væru megnugir. Í yfirlýsingu ritstjóra DV segir að þessir menn hiki ekki við að berja borgarana með stálröri, taka fjölskyldur manna í gíslingu, ráðast að ástvinum og hóta jafnvel að gera smábörnum mein. DV segist ætla að halda áfram umfjöllun sinni um þetta þjóðfélagsmein. Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Þrír menn réðust inn á ritstjórn DV í dag og gengu í skrokk á fréttastjóra blaðsins. Þeir unnu einnig skemmdarverk á skrifstofunni áður en þeir hurfu á braut. Lögregla telur sig vita hvaða menn voru að verki og leitar þeirra. Laust eftir klukkan eitt í dag ruddust mennirnir inn á ritstjórn DV. Reynir Traustason, fréttastjóri segir að þeir hafi spurt eftir Mikaeli Torfasyni, ritstjóra blaðsins. Mikael var ekki við og segist Reynir hafa sagt mönnunum að þeir yrðu að gera boð á undan sér og síðan beðið þá vinsamlegast að hverfa á brott. Þá hafi þeir ráðist að Reyni og einn þeirra gripið hann þéttu kverkataki í tvígang. Á leiðinni út ruddu þeir möppum og öðru lauslegu af skrifborðum sem urðu á vegi þeirra á gólfið. Reynir segist hafa elt mennina út en þeir þá ógnað honum og hrækt á hann. Þeir hurfu síðan akandi á brott. Reynir er með áverka á hálsi og fór hann á slysadeild í dag. Hann segist ætla að leggja fram kæru á hendur mönnunum á morgun. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að lögregla teldi sig vita hvaða menn hefðu verið þarna á ferðinni og sagði þeirra leitað. Ekki er vitað hvaða erindi mennirnir áttu við ritstjórann, en á DV telja menn víst að þetta tengist umfjöllun blaðsins um handrukkara og ofbeldisverk þeirra. Eitt vitni að atburðinum í dag segir menninna hafa verið í jökkum merktum vélhjólaklúbbnum Fáfni, sem hafa verið í vinfengi við Hells Angels í Danmörku. Hvorki ritstjóri né fréttastjóri DV vildu veita fréttastofu viðtal í dag, en í yfirlýsingu ritstjóra blaðsins segir að lögregla virðist lítið geta gert varðandi þessa ofbeldisseggi. Mikael Torfason segir að lögregla vakti heimili hans eftir að honum var hótað fyrir nokkrum dögum. Öðrum blaðamönnum hefur einnig verið hótað og fréttastofa hefur heimildir fyrir því að í einu tilfelli hafi menn ruðst inn á heimili afa og ömmu eins blaðamanns og hringt úr síma þeirra í viðkomandi blaðamann til að sýna honum hvers þeir væru megnugir. Í yfirlýsingu ritstjóra DV segir að þessir menn hiki ekki við að berja borgarana með stálröri, taka fjölskyldur manna í gíslingu, ráðast að ástvinum og hóta jafnvel að gera smábörnum mein. DV segist ætla að halda áfram umfjöllun sinni um þetta þjóðfélagsmein.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent