Engin sálgæsla fyrir hina dæmdu 27. október 2004 00:01 Enginn hefur eftirlit með sálarheill þeirra manna sem hljóta þunga dóma og hefja ekki afplánun strax, þótt mikil hætta sé á sjálfsvígi eftir að dómur er kveðinn upp. Fangelsismálastofnun, dómstólar og lögregla segja öll að það sé ekki hlutverk þeirra að sinna slíkri sálgæslu. Fram hefur komið í fréttum að karlmaður, sem í fyrradag var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa beitt stjúpdóttur sína grófu kynferðisofbeldi, framdi sjálfsmorð í kjölfar dómsins. Rannsóknir hafa sýnt að þegar þungir dómar, þriggja ára fangelsi eða meira, eru kveðnir upp yfir mönnum, eykst sjálfsvígshætta umtalsvert. Vegna þessarar hættu fylgist starfsfólk Fangelsismálastofnunar mjög vel með líðan manna sem koma inn til afplánunar. Eftirlitið nær hins vegar ekki til þeirra manna sem ganga lausir þegar þeir fá dóma því stofnunin hefur ekki afskipti af málum þeirra fyrr en þeir hefja afplánun. Björn Harðarson sálfræðingur hefur unnið náið með föngum, m.a. á vegum Fangelsismálastofnunar. Honum finnst mikilvægt að fylgst sé með mönnum sem fái þyngra dóma frá því að dómur fellur, án þess að vita samt nákvæmlega hvernig hægt var að gera það. Helgi Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykavíkur, segir að dómstólar landsins sinni eingöngu því hlutverki að dæma í málum. Þegar dómur hafi verið kveðinn upp ljúki afskiptum dómstólsins af sakamönnum. Hvað varðar lögreglu segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn að þætti lögreglu ljúki yfirleitt með rannsóknarvinnunni. Í alvarlegum málum er lögregla hluti ákæruvaldsins en afskiptum lögreglu ljúki alltént um leið og dómur er fallinn. Þrátt fyrir hættuna er það því enginn sem hefur það hlutverk að sinna sálgæslu manna með tilliti til sjálfsvígshættu, ef þeir hefja ekki afplánun strax. Fréttir Innlent Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Enginn hefur eftirlit með sálarheill þeirra manna sem hljóta þunga dóma og hefja ekki afplánun strax, þótt mikil hætta sé á sjálfsvígi eftir að dómur er kveðinn upp. Fangelsismálastofnun, dómstólar og lögregla segja öll að það sé ekki hlutverk þeirra að sinna slíkri sálgæslu. Fram hefur komið í fréttum að karlmaður, sem í fyrradag var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa beitt stjúpdóttur sína grófu kynferðisofbeldi, framdi sjálfsmorð í kjölfar dómsins. Rannsóknir hafa sýnt að þegar þungir dómar, þriggja ára fangelsi eða meira, eru kveðnir upp yfir mönnum, eykst sjálfsvígshætta umtalsvert. Vegna þessarar hættu fylgist starfsfólk Fangelsismálastofnunar mjög vel með líðan manna sem koma inn til afplánunar. Eftirlitið nær hins vegar ekki til þeirra manna sem ganga lausir þegar þeir fá dóma því stofnunin hefur ekki afskipti af málum þeirra fyrr en þeir hefja afplánun. Björn Harðarson sálfræðingur hefur unnið náið með föngum, m.a. á vegum Fangelsismálastofnunar. Honum finnst mikilvægt að fylgst sé með mönnum sem fái þyngra dóma frá því að dómur fellur, án þess að vita samt nákvæmlega hvernig hægt var að gera það. Helgi Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykavíkur, segir að dómstólar landsins sinni eingöngu því hlutverki að dæma í málum. Þegar dómur hafi verið kveðinn upp ljúki afskiptum dómstólsins af sakamönnum. Hvað varðar lögreglu segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn að þætti lögreglu ljúki yfirleitt með rannsóknarvinnunni. Í alvarlegum málum er lögregla hluti ákæruvaldsins en afskiptum lögreglu ljúki alltént um leið og dómur er fallinn. Þrátt fyrir hættuna er það því enginn sem hefur það hlutverk að sinna sálgæslu manna með tilliti til sjálfsvígshættu, ef þeir hefja ekki afplánun strax.
Fréttir Innlent Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira