Vilja meiri tekjur 21. september 2004 00:01 Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir löngu kominn tíma á að nefnd félagsmálaráðuneytisins sem á að endurskoða tekjustofna sveitarfélaganna komist að niðurstöðu og skili af sér hugmyndum um hvernig hægt sé að koma sveitarfélögunum til bjargar. Hún segir slíkar tillögur verða að liggja fyrir þegar fjármálaráðstefna sveitarfélaganna fari fram í nóvember eða í síðasta lagi fyrir áramót. Mosfellsbær er eitt átján sveitarfélaga á landinu sem hefur fengið bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna vegna bágrar fjárhagsstöðu. Ragnheiður segir að sveitarfélögin verði að fá fleiri tekjustofna. Nú hafi þau skatttekjur af íbúum, leggi á fasteignagjöld og þjónustugjöld. Það sé hins vegar ekki nóg þar sem sveitarfélögin sinni svo stórum verkefnum. ,,Af hverju getur hluti af bensíngjaldi, sem dæmi, ekki runnið til sveitarfélaganna?" Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi, segist fagna samkomulagi félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra við sveitarfélögin þótt hún sjái þar ekkert fast í hendi. Blönduós er eitt af mörgum sveitarfélögum sem eru fjárhagslega illa stödd, með langtímaskuldir upp á 900 milljónir króna en aðeins 960 íbúa. Hún segir tekjumöguleika sveitarfélaganna ekki hafa aukist í samræmi við aukin verkefni sem þau verði að sinna samkvæmt lögum. ,,Þetta byrjaði með yfirtöku grunnskólanna og síðan hefur ekki verið lát á, meðal annars með fráveituframkvæmdum og hækkun húsaleigubóta. Við óttumst að þegar verkefni bætast á okkur þá fylgi ekki tekjur". Jóna segir að greiðslur úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga bæti að nokkru úr stöðunni en fjárframlög úr honum fylgi flóknum reglum. Það sé því erfitt fyrir sveitarstjórnir að byggja fjárhagsáætlanir á þeim. Fréttir Innlent Mest lesið „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir löngu kominn tíma á að nefnd félagsmálaráðuneytisins sem á að endurskoða tekjustofna sveitarfélaganna komist að niðurstöðu og skili af sér hugmyndum um hvernig hægt sé að koma sveitarfélögunum til bjargar. Hún segir slíkar tillögur verða að liggja fyrir þegar fjármálaráðstefna sveitarfélaganna fari fram í nóvember eða í síðasta lagi fyrir áramót. Mosfellsbær er eitt átján sveitarfélaga á landinu sem hefur fengið bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna vegna bágrar fjárhagsstöðu. Ragnheiður segir að sveitarfélögin verði að fá fleiri tekjustofna. Nú hafi þau skatttekjur af íbúum, leggi á fasteignagjöld og þjónustugjöld. Það sé hins vegar ekki nóg þar sem sveitarfélögin sinni svo stórum verkefnum. ,,Af hverju getur hluti af bensíngjaldi, sem dæmi, ekki runnið til sveitarfélaganna?" Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi, segist fagna samkomulagi félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra við sveitarfélögin þótt hún sjái þar ekkert fast í hendi. Blönduós er eitt af mörgum sveitarfélögum sem eru fjárhagslega illa stödd, með langtímaskuldir upp á 900 milljónir króna en aðeins 960 íbúa. Hún segir tekjumöguleika sveitarfélaganna ekki hafa aukist í samræmi við aukin verkefni sem þau verði að sinna samkvæmt lögum. ,,Þetta byrjaði með yfirtöku grunnskólanna og síðan hefur ekki verið lát á, meðal annars með fráveituframkvæmdum og hækkun húsaleigubóta. Við óttumst að þegar verkefni bætast á okkur þá fylgi ekki tekjur". Jóna segir að greiðslur úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga bæti að nokkru úr stöðunni en fjárframlög úr honum fylgi flóknum reglum. Það sé því erfitt fyrir sveitarstjórnir að byggja fjárhagsáætlanir á þeim.
Fréttir Innlent Mest lesið „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira