Innlent

Mónakó í Evrópuráðið

Mónakó verður 46. aðildarríki Evrópuráðsins 5. október næstkomandi, að því er fram kemur í Stiklum utanríkisráðuneytisins. Umsókn Mónakó um aðild að ráðinu var fyrst lögð fram árið 1998. Að fenginni jákvæðri umsögn þings Evrópuráðsins eftir að breytingar höfðu verið gerðar á samstarfssamningi Mónakó og Frakklands frá 1930 samþykkti ráðherranefnd Evrópuráðsins aðildina. Hvíta-Rússland er nú eina Evrópuríkið sem stendur utan Evrópuráðsins. Ísland varð aðili að Evrópuráðinu 7. mars árið 1950.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×