Síðustu sætin í 10 manna úrslit Idol Stjörnuleitar í Smáralind voru skipuð í kvöld. Keppendur í dómaravalsþættinum voru hver öðrum betri, en gríðarlega mjótt var á munum milli efstu keppenda þegar kom að atkvæðagreiðslu þjóðarinnar.
Að lokum voru það þau Davíð Smári Harðarsson sem söng Wicked game - Chris Isaac og Lísebet Hauksdóttir, eða Lísa sem söng Have I told you lately - Van Morrison, sem urðu hlutskörpust. Nú er bara að tryggja sér sæti á áhorfendapallana í Smáralind til að hvetja ykkar uppáhalds Idolstjörnu áfram, en miðasalan hefst á morgun, laugardaginn 18. desember klukkan 13:00.
Fylgist vel með á Idol.is með nýjustu viðburðum og fréttum af þáttakendum.