Össur biðlar til Halldórs 4. júlí 2004 00:01 Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, gefur berlega í skyn að Framsóknarflokknum standi betri vist til boða í ríkisstjórn en með Sjálfstæðisflokknum. Forystumenn stjórnarflokkanna reyna enn að ná samkomulagi um lagafrumvarp vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Stefnt er að því að halda ríkisstjórnarfund klukkan 18 í dag. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur á Bylgjunni nú rétt áðan. Þar taldi hann Framsóknarflokkinn hafa hvað eftir annað gleypt við hverju vandræðamálinu á eftir öðru frá Sjálfstæðisflokknum og við slíkar aðstæður yrði tíð Halldórs Ásgrímssonar sem forsætisráðherra með sjálfstæðismönnum samfelld píslarganga, einsog hann orðaði það. Össur telur framtíðina verða ríkisstjórninni mjög þungbæra því flokkarnir tveir eigi eftir að rífast um svo margt. Þeir eigi eftir að reyna að leiða þetta mál til lykta, takast á um skattamálin, heilbrigðismálin og menntamálin. Formaður Samfylkingar benti á að Halldór Ásgrímsson ætti fleiri möguleika; til væri önnur vist í ríkisstjórn en með Sjálfstæðisflokki. Össur sagðist samt ekki hafa trú á að Halldór hefði áhuga á að leita eftir öðrum samstarfsaðilum að svo stöddu. Stjórnarflokkarnir virðast hafa nálgast málamiðlun í málinu en til þessa hefur borið mikið í milli varðandi ákvæði um hvort, og þá hve margir, kosningabærra manna þurfa að segja nei við fjölmiðlalögunum til að fella þau úr gildi. Heimildir fréttastofu herma að sjálfstæðismenn hafi í upphafi krafist þess að minnst helmingur allra kosningabærra manna yrðu að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum til að fella þau úr gildi. Það þýðir að ef 214 þúsund manns eru á kjörskrá yrðu minnst 107 þúsund kjósendur að segja nei. Ef kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni yrði 75%, þyrftu tveir af hverjum þremur sem kjósa að segja nei, en ekki aðeins helmingur. Forystumaður úr röðum framsóknarmanna sagði í samtali við fréttastofu í morgun að slíkar hugmyndir hefðu verið alveg út úr kortinu og brytu vafalaust í bága við stjórnarskrána. Af þeim sökum kæmi ekki til greina að fallast á slíkar tillögur. Sjálfstæðismenn yrðu að lækka þetta hlutfall verulega til að flokkarnir næðu saman. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var einnig gestur hjá Arnþrúði fyrr í morgun. Hann telur að sjálfstæðismenn eigi ekki að hvika frá því að minnst 44 prósent allra sem eru á kjörskrá þurfi til að fella fjölmiðlalögin. Rökstuðningur hans felst í því að kjörsókn í þingkosningum í fyrra hafi verið 88 prósent og að fleiri en þeir sem kusu ríkisstjórnina verði að segja nei til að fella fjölmiðlalögin. Pétur telur það skynsamlegast rökfræðilega, óháð því hve margir greiði atkvæði, því fulltrúar þjóðarinnar séu búnir að taka ákvörðun Ráðherrar beggja flokka sem fréttastofan ræddi við í morgun telja þó líklegt að flokkarnir nái saman fyrir fund ríkisstjórnar sem hefst klukkan 18 í dag. Hægt er að hlusta á fréttina, þ.á m. brot úr viðtölum Arnþrúðar Karlsdóttur við Össur Skarphéðinsson og Pétur Blöndal, með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni í fréttayfirlitinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, gefur berlega í skyn að Framsóknarflokknum standi betri vist til boða í ríkisstjórn en með Sjálfstæðisflokknum. Forystumenn stjórnarflokkanna reyna enn að ná samkomulagi um lagafrumvarp vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Stefnt er að því að halda ríkisstjórnarfund klukkan 18 í dag. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur á Bylgjunni nú rétt áðan. Þar taldi hann Framsóknarflokkinn hafa hvað eftir annað gleypt við hverju vandræðamálinu á eftir öðru frá Sjálfstæðisflokknum og við slíkar aðstæður yrði tíð Halldórs Ásgrímssonar sem forsætisráðherra með sjálfstæðismönnum samfelld píslarganga, einsog hann orðaði það. Össur telur framtíðina verða ríkisstjórninni mjög þungbæra því flokkarnir tveir eigi eftir að rífast um svo margt. Þeir eigi eftir að reyna að leiða þetta mál til lykta, takast á um skattamálin, heilbrigðismálin og menntamálin. Formaður Samfylkingar benti á að Halldór Ásgrímsson ætti fleiri möguleika; til væri önnur vist í ríkisstjórn en með Sjálfstæðisflokki. Össur sagðist samt ekki hafa trú á að Halldór hefði áhuga á að leita eftir öðrum samstarfsaðilum að svo stöddu. Stjórnarflokkarnir virðast hafa nálgast málamiðlun í málinu en til þessa hefur borið mikið í milli varðandi ákvæði um hvort, og þá hve margir, kosningabærra manna þurfa að segja nei við fjölmiðlalögunum til að fella þau úr gildi. Heimildir fréttastofu herma að sjálfstæðismenn hafi í upphafi krafist þess að minnst helmingur allra kosningabærra manna yrðu að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum til að fella þau úr gildi. Það þýðir að ef 214 þúsund manns eru á kjörskrá yrðu minnst 107 þúsund kjósendur að segja nei. Ef kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni yrði 75%, þyrftu tveir af hverjum þremur sem kjósa að segja nei, en ekki aðeins helmingur. Forystumaður úr röðum framsóknarmanna sagði í samtali við fréttastofu í morgun að slíkar hugmyndir hefðu verið alveg út úr kortinu og brytu vafalaust í bága við stjórnarskrána. Af þeim sökum kæmi ekki til greina að fallast á slíkar tillögur. Sjálfstæðismenn yrðu að lækka þetta hlutfall verulega til að flokkarnir næðu saman. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var einnig gestur hjá Arnþrúði fyrr í morgun. Hann telur að sjálfstæðismenn eigi ekki að hvika frá því að minnst 44 prósent allra sem eru á kjörskrá þurfi til að fella fjölmiðlalögin. Rökstuðningur hans felst í því að kjörsókn í þingkosningum í fyrra hafi verið 88 prósent og að fleiri en þeir sem kusu ríkisstjórnina verði að segja nei til að fella fjölmiðlalögin. Pétur telur það skynsamlegast rökfræðilega, óháð því hve margir greiði atkvæði, því fulltrúar þjóðarinnar séu búnir að taka ákvörðun Ráðherrar beggja flokka sem fréttastofan ræddi við í morgun telja þó líklegt að flokkarnir nái saman fyrir fund ríkisstjórnar sem hefst klukkan 18 í dag. Hægt er að hlusta á fréttina, þ.á m. brot úr viðtölum Arnþrúðar Karlsdóttur við Össur Skarphéðinsson og Pétur Blöndal, með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni í fréttayfirlitinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira