Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér 14. júní 2004 00:01 Samdrykkja um kúgun kvenna verður haldin á Súfistanum á Laugavegi í kvöld. Konur úr Bríeti, félagi ungra feminista, munu fjalla um ritið Kúgun kvenna eftir John Stuart Mill, sem einmitt er lærdómsrit mánaðarins í bókaverslunum. Brynhildur Heiðardóttir Ómarsdóttir, doktorsnemi í bókmenntafræði, og Hólmfríður Anna Baldursdóttir, kynjafræðingur, ætla að fjalla um verkið út frá hugmyndum feminista samtímans. "Við ætlum að reyna að fá flesta í salnum til að taka þátt og spjalla um bókina yfir kaffibolla og við munum síðan stjórna umræðum," segir Brynhildur. Að sögn stöllu hennar, Hólmfríðar Önnu, er þessi bók, sem kom út 1869, algjört tímamótaverk sem á svo sannarlega erindi í nútímanum. Miklar framfarir hafi engu að síður átt sér stað sem Mill sá ekki fyrir þegar hann skrifaði bókina. "Ég held að John Stuart Mill hefði orðið hissa í dag. Ég held að samfélagið sé komið lengra núna heldur en það sem hann sá fyrir," segir Hólmfríður. "Í þessari bók talar hann mikið um hjónabandið og samskipti kynjanna. Hann gerir til dæmis ekki ráð fyrir því að karlar séu heima við og fari í heimilisstörfin en gerir samt ráð fyrir því að konur stundi bæði heimilsstörf og vinni úti." Mill er þekktastur sem nokkurs konar fyrirrennari frjálshyggjunnar og oftast er talað um hann í sömu andrá og bók hans, Frelsið. "Menn gleyma algjörlega þessari bók um Kúgun kvenna þar sem hann kemur með öðruvísi sjónarhorn á skilning sinn á einstaklingshyggjuna en Frelsið gerir," segir Brynhildur. "Það er mjög mikilvægt að tala meira um þessa bók." Hólmfríður og Brynhildur vilja ekki meina að konur hér á landi séu kúgaðar. "Við erum búin að ná ansi langt á þessum árum frá 1869. En það er sláandi að sjá hvað mikið Mill er að segja í þessari bók sem á ennþá við í dag, kannski ekki lagalega séð heldur félagslega. Hann segir að uppeldi kvenna gangi út að sannfæra konur frá fæðingu að þeirra æðsta takmark í lífinu sé að sjá um fjölskylduna. Uppeldi kvenna og karla er mismunandi í dag og það er alið upp í konum annað takmark en í karlmönnum. Félagsmótun er til staðar frá því menn fæðast og það er fráleitt að halda að jafnrétti komi bara að sjálfu sér. Það þarf ekkert annað en að líta á söguna. Mill segir í Kúgun kvenna að það megi aldrei gleyma sér heldur verðum við stöðugt að hugsa um þessi málefni og berjast fyrir þeim." Fréttir Innlent Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Samdrykkja um kúgun kvenna verður haldin á Súfistanum á Laugavegi í kvöld. Konur úr Bríeti, félagi ungra feminista, munu fjalla um ritið Kúgun kvenna eftir John Stuart Mill, sem einmitt er lærdómsrit mánaðarins í bókaverslunum. Brynhildur Heiðardóttir Ómarsdóttir, doktorsnemi í bókmenntafræði, og Hólmfríður Anna Baldursdóttir, kynjafræðingur, ætla að fjalla um verkið út frá hugmyndum feminista samtímans. "Við ætlum að reyna að fá flesta í salnum til að taka þátt og spjalla um bókina yfir kaffibolla og við munum síðan stjórna umræðum," segir Brynhildur. Að sögn stöllu hennar, Hólmfríðar Önnu, er þessi bók, sem kom út 1869, algjört tímamótaverk sem á svo sannarlega erindi í nútímanum. Miklar framfarir hafi engu að síður átt sér stað sem Mill sá ekki fyrir þegar hann skrifaði bókina. "Ég held að John Stuart Mill hefði orðið hissa í dag. Ég held að samfélagið sé komið lengra núna heldur en það sem hann sá fyrir," segir Hólmfríður. "Í þessari bók talar hann mikið um hjónabandið og samskipti kynjanna. Hann gerir til dæmis ekki ráð fyrir því að karlar séu heima við og fari í heimilisstörfin en gerir samt ráð fyrir því að konur stundi bæði heimilsstörf og vinni úti." Mill er þekktastur sem nokkurs konar fyrirrennari frjálshyggjunnar og oftast er talað um hann í sömu andrá og bók hans, Frelsið. "Menn gleyma algjörlega þessari bók um Kúgun kvenna þar sem hann kemur með öðruvísi sjónarhorn á skilning sinn á einstaklingshyggjuna en Frelsið gerir," segir Brynhildur. "Það er mjög mikilvægt að tala meira um þessa bók." Hólmfríður og Brynhildur vilja ekki meina að konur hér á landi séu kúgaðar. "Við erum búin að ná ansi langt á þessum árum frá 1869. En það er sláandi að sjá hvað mikið Mill er að segja í þessari bók sem á ennþá við í dag, kannski ekki lagalega séð heldur félagslega. Hann segir að uppeldi kvenna gangi út að sannfæra konur frá fæðingu að þeirra æðsta takmark í lífinu sé að sjá um fjölskylduna. Uppeldi kvenna og karla er mismunandi í dag og það er alið upp í konum annað takmark en í karlmönnum. Félagsmótun er til staðar frá því menn fæðast og það er fráleitt að halda að jafnrétti komi bara að sjálfu sér. Það þarf ekkert annað en að líta á söguna. Mill segir í Kúgun kvenna að það megi aldrei gleyma sér heldur verðum við stöðugt að hugsa um þessi málefni og berjast fyrir þeim."
Fréttir Innlent Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira