Veiku fólki vísað frá 14. júní 2004 00:01 Sveinn Magnússon framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að bráðveiku fólki sé ítrekað vísað frá göngudeild geðdeildar Landspítalans. Átján ára stúlku í sjálfsvígshugleiðingum var tvívegis vísað frá göngudeildinni í vetur, en fyrir tilviljun fundu tveir hlauparar hana í Laugardalnum þar sem hún reyndi að svipta sig lífi. Sveinn Magnússon segir skiljanlegt að bráðamótttakan þurfi að meta hvert tilfelli fyrir sig. Vandinn sé sá að fólki sé ekki vísað á nein önnur úrræði. "Bráðamóttakan á auðvitað að vera bráðamóttaka en þegar fólk leitar þangað hefur það að sama skapi ekki í önnur hús að venda," segir Sveinn. Hann segir jafnframt að engar aðrar lausnir séu í boði og nefnir sem dæmi Reykjalund þar sem langir biðlistar séu. Fólk þurfi að bíða allt upp í ár á þeim. Einstaklingar sem leiti til sérfræðinga fyrir utan stofnanir geti þurft að bíða í 3-5 mánuði. Á meðan nokkura mánaða bið er eftir þjónustu geðlækna getur fjöldi sálfræðinga og annarra ráðgjafa hins vegar annað þessari eftirspurn. Sveinn segir að Tryggingastofnun vilji aftur á móti ekki semja við þetta fólk þótt Alþingi hafi falið stofnuninni að gera það fyrir ári síðan. "Í framhaldi af lagasetningu Alþingis hefur ekkert gerst og samkvæmt umsögn manna í samninganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins þá stendur ekkert fyrir dyrum að ganga í þessa samninga," segir Sveinn. Á meðan ekkert gerist er það mörgum offviða að greiða allt að sex þúsund og fimm hundruð krónur fyrir hvert sálfræðiviðtal. Sveinn segir mjög bagalegt og í raun stórhættulegt þegar verið sé að meta alvarleika þeirra tilfella sem leita til göngudeildarinnar, nánast á færibandi, að ekki sé hægt að vísa fólki á nein önnur úrræði. "Ung stúlka í sjálfsvígshugleiðingum kom í tvígang í fylgd aðstandenda á bráðamóttöku Landsspítalans. Henni var vísað frá í bæði skiptin á þeirri forsendu að hún væri ekki "nægjanlega" veik og í kjölfarið fundu tveir tveir hlauparar hana í Laugardalnum þar sem hún reyndi að svipta sig lífi. Ég spyr bara: Hvænær verður slysið?" segir Sveinn Magnússon. Fréttir Innlent Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Sveinn Magnússon framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að bráðveiku fólki sé ítrekað vísað frá göngudeild geðdeildar Landspítalans. Átján ára stúlku í sjálfsvígshugleiðingum var tvívegis vísað frá göngudeildinni í vetur, en fyrir tilviljun fundu tveir hlauparar hana í Laugardalnum þar sem hún reyndi að svipta sig lífi. Sveinn Magnússon segir skiljanlegt að bráðamótttakan þurfi að meta hvert tilfelli fyrir sig. Vandinn sé sá að fólki sé ekki vísað á nein önnur úrræði. "Bráðamóttakan á auðvitað að vera bráðamóttaka en þegar fólk leitar þangað hefur það að sama skapi ekki í önnur hús að venda," segir Sveinn. Hann segir jafnframt að engar aðrar lausnir séu í boði og nefnir sem dæmi Reykjalund þar sem langir biðlistar séu. Fólk þurfi að bíða allt upp í ár á þeim. Einstaklingar sem leiti til sérfræðinga fyrir utan stofnanir geti þurft að bíða í 3-5 mánuði. Á meðan nokkura mánaða bið er eftir þjónustu geðlækna getur fjöldi sálfræðinga og annarra ráðgjafa hins vegar annað þessari eftirspurn. Sveinn segir að Tryggingastofnun vilji aftur á móti ekki semja við þetta fólk þótt Alþingi hafi falið stofnuninni að gera það fyrir ári síðan. "Í framhaldi af lagasetningu Alþingis hefur ekkert gerst og samkvæmt umsögn manna í samninganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins þá stendur ekkert fyrir dyrum að ganga í þessa samninga," segir Sveinn. Á meðan ekkert gerist er það mörgum offviða að greiða allt að sex þúsund og fimm hundruð krónur fyrir hvert sálfræðiviðtal. Sveinn segir mjög bagalegt og í raun stórhættulegt þegar verið sé að meta alvarleika þeirra tilfella sem leita til göngudeildarinnar, nánast á færibandi, að ekki sé hægt að vísa fólki á nein önnur úrræði. "Ung stúlka í sjálfsvígshugleiðingum kom í tvígang í fylgd aðstandenda á bráðamóttöku Landsspítalans. Henni var vísað frá í bæði skiptin á þeirri forsendu að hún væri ekki "nægjanlega" veik og í kjölfarið fundu tveir tveir hlauparar hana í Laugardalnum þar sem hún reyndi að svipta sig lífi. Ég spyr bara: Hvænær verður slysið?" segir Sveinn Magnússon.
Fréttir Innlent Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira