Dansinn dunar á leiksviðinu 14. júní 2004 00:01 "Dansleikhús er tiltölulega ung listgrein sem hefur átt auknum vinsældum að fagna úti í hinum stóra heimi, en hefur minna verið sinnt hérna þar sem leikhús og dans hafa meira verið sitt í hvoru lagi," segir Guðrún Vilmundardóttir, dramatúrg í Borgarleikhúsinu. Hún hefur ásamt Katrínu Ingvadóttur, dansara hjá Íslenska dansflokknum, skipulagt dansleikhúskeppni sem haldin er í annað sinn í Borgarleikhúsinu í kvöld. "Við höfum lengi haft áhuga á því að leggja saman krafta okkar, Íslenski dansflokkurinn og Leikfélag Reykjavíkur, sem erum saman til húsa í Borgarleikhúsinu. Við erum í samstarfi til dæmis um Línu Langsokk og Chicago, en þetta er meira hugsað fyrir danshöfundana." Samkeppnin var auglýst í lok árs 2003 og í febrúar voru valdar níu hugmyndir til þátttöku í keppninni. Hvert verk má vera tíu mínútur að lengd. "Þessi tíu mínútna verk liggja vel við höggi bæði fyrir Dansflokkinn og Leikfélagið. Þetta er líka spennandi form að glíma við." Verkin í ár og höfundar þeirra eru eftirfarandi: "Dagur í frystihúsinu" er eftir Höllu Ólafsdóttur og Ilmi Kristjánsdóttur, "Sjá augu þín eins og mín, systir" er eftir þær Arnbjörgu Hlíf, Ólöfu Sigríði og Örnu Guðnýju Valsdætur, "Hamlett" nefnist verk eftir Berg Þór Ingólfsson, "Detached" er eftir Peter Anderson, "Flugur" eftir Aðalheiði Halldórsdóttur, "Bravó elskan" eftir Birnu Hafsteni og Sveinbjörgu Þórhallsdóttur, "Augnablik" er eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur, "X2" eftir Rebekku Austmann Ingimundardóttur og loks "Komið og dansið: A Found Object" eftir Stefán Jónsson og Jón Atla Jónasson. Eins og sjá má af þessari upptalningu eru danshöfundarnir hreint ekki eingöngu fólk sem hefur hingað til verið þekkt fyrir dansfimi eða aðra þátttöku í danslistum af hvaða tagi sem er. "Þarna tekur þátt fólk sem kemur kannski meira úr leiklistaráttinni heldur en dansinum. Ég held að þessi keppni sé einmitt fínt tækifæri fyrir marga til að spreyta sig á þessu." Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Dansleikhús er tiltölulega ung listgrein sem hefur átt auknum vinsældum að fagna úti í hinum stóra heimi, en hefur minna verið sinnt hérna þar sem leikhús og dans hafa meira verið sitt í hvoru lagi," segir Guðrún Vilmundardóttir, dramatúrg í Borgarleikhúsinu. Hún hefur ásamt Katrínu Ingvadóttur, dansara hjá Íslenska dansflokknum, skipulagt dansleikhúskeppni sem haldin er í annað sinn í Borgarleikhúsinu í kvöld. "Við höfum lengi haft áhuga á því að leggja saman krafta okkar, Íslenski dansflokkurinn og Leikfélag Reykjavíkur, sem erum saman til húsa í Borgarleikhúsinu. Við erum í samstarfi til dæmis um Línu Langsokk og Chicago, en þetta er meira hugsað fyrir danshöfundana." Samkeppnin var auglýst í lok árs 2003 og í febrúar voru valdar níu hugmyndir til þátttöku í keppninni. Hvert verk má vera tíu mínútur að lengd. "Þessi tíu mínútna verk liggja vel við höggi bæði fyrir Dansflokkinn og Leikfélagið. Þetta er líka spennandi form að glíma við." Verkin í ár og höfundar þeirra eru eftirfarandi: "Dagur í frystihúsinu" er eftir Höllu Ólafsdóttur og Ilmi Kristjánsdóttur, "Sjá augu þín eins og mín, systir" er eftir þær Arnbjörgu Hlíf, Ólöfu Sigríði og Örnu Guðnýju Valsdætur, "Hamlett" nefnist verk eftir Berg Þór Ingólfsson, "Detached" er eftir Peter Anderson, "Flugur" eftir Aðalheiði Halldórsdóttur, "Bravó elskan" eftir Birnu Hafsteni og Sveinbjörgu Þórhallsdóttur, "Augnablik" er eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur, "X2" eftir Rebekku Austmann Ingimundardóttur og loks "Komið og dansið: A Found Object" eftir Stefán Jónsson og Jón Atla Jónasson. Eins og sjá má af þessari upptalningu eru danshöfundarnir hreint ekki eingöngu fólk sem hefur hingað til verið þekkt fyrir dansfimi eða aðra þátttöku í danslistum af hvaða tagi sem er. "Þarna tekur þátt fólk sem kemur kannski meira úr leiklistaráttinni heldur en dansinum. Ég held að þessi keppni sé einmitt fínt tækifæri fyrir marga til að spreyta sig á þessu."
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira