Slökkviliðsmenn fylgjast með 14. júní 2004 00:01 Landssamband slökkviliðsmanna ætlar að fylgjast grannt með rannsókn á brunanum í Njarðvík í nótt þar sem meðal annars kviknaði í flugeldalager þannig að slökkviliðsmönnum stafaði stór hætta af. Slökkviliðsmennirnir voru komnir á vettvang og höfðu hafið störf þegar eldur sprengdi gaskúta og heilan flugeldalager í húsinu. Þeim tókst hins vegar að forða sér og sakaði engan. Flugeldarnir voru geymdir þarna í óleyfi, eftir því sem fréttastofan kemst næst, og án vitundar slökkviliðsins. Tilkynnt var um eld í iðnaðarhúsnæði við Bolafót fimm í Njarðvík um klukkan hálf tvö og logaði upp úr hluta af þaki hússins þegar að var komið. Eldurinn magnaðist skjótt og þegar þakið yfir flugeldalagernum rofnaði hófst flugeldasýning með tilheyrandi sprengidrunum. Kallað var á aðstoð slökkviliðisins á Keflavíkurflugvelli og með samstilltu átaki tókst slökkvilliðsmönnum að koma í veg fyrir að allt húsið brynni. Húsnæði bílaverkstæðis og pallhýsaleigu gjöreyðilagðist og sömuleiðis nokkrir bílar sem bæði voru inni í húsinu og utan við það. Íbúar í nálægum húsum, sem á annað borð voru ekki vaknaðir við lætin, voru vaktir upp til að loka öllum gluggum svo húsin fylltust ekki af reyk því mikinn reykjarmökk lagði frá eldinum. Talið er að neisti frá loftpressu, sem maður vann við á bílaverkstæðinu, hafi kveikt eldinn en maðurinn náði að forða sér út. Slökkvistarfi lauk ekki fyrr en undir klukkan sex í morgun. Strangar reglur gilda um geymslu flugelda og segir Sverrir Björn Bjarnason, varaformaður Landssambands slökkviliðsmanna, að sambandið muni fylgjast með framvindu rannsóknarinnar enda sé það brýnt hagsmunamál slökkviliðsmanna að ekki sé vikið frá þeim reglum Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Landssamband slökkviliðsmanna ætlar að fylgjast grannt með rannsókn á brunanum í Njarðvík í nótt þar sem meðal annars kviknaði í flugeldalager þannig að slökkviliðsmönnum stafaði stór hætta af. Slökkviliðsmennirnir voru komnir á vettvang og höfðu hafið störf þegar eldur sprengdi gaskúta og heilan flugeldalager í húsinu. Þeim tókst hins vegar að forða sér og sakaði engan. Flugeldarnir voru geymdir þarna í óleyfi, eftir því sem fréttastofan kemst næst, og án vitundar slökkviliðsins. Tilkynnt var um eld í iðnaðarhúsnæði við Bolafót fimm í Njarðvík um klukkan hálf tvö og logaði upp úr hluta af þaki hússins þegar að var komið. Eldurinn magnaðist skjótt og þegar þakið yfir flugeldalagernum rofnaði hófst flugeldasýning með tilheyrandi sprengidrunum. Kallað var á aðstoð slökkviliðisins á Keflavíkurflugvelli og með samstilltu átaki tókst slökkvilliðsmönnum að koma í veg fyrir að allt húsið brynni. Húsnæði bílaverkstæðis og pallhýsaleigu gjöreyðilagðist og sömuleiðis nokkrir bílar sem bæði voru inni í húsinu og utan við það. Íbúar í nálægum húsum, sem á annað borð voru ekki vaknaðir við lætin, voru vaktir upp til að loka öllum gluggum svo húsin fylltust ekki af reyk því mikinn reykjarmökk lagði frá eldinum. Talið er að neisti frá loftpressu, sem maður vann við á bílaverkstæðinu, hafi kveikt eldinn en maðurinn náði að forða sér út. Slökkvistarfi lauk ekki fyrr en undir klukkan sex í morgun. Strangar reglur gilda um geymslu flugelda og segir Sverrir Björn Bjarnason, varaformaður Landssambands slökkviliðsmanna, að sambandið muni fylgjast með framvindu rannsóknarinnar enda sé það brýnt hagsmunamál slökkviliðsmanna að ekki sé vikið frá þeim reglum
Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira