Fannst erfiðara að læra íslensku en lögfræði Sæunn Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Claudie hefur búið á Íslandi síðastliðin fimmtán ár. vísir/ernir Claudie Ashonie Wilson stóðst á dögunum prófraun til að hljóta héraðsdómslögmannsréttindi á Íslandi. Hún verður fyrsti innflytjandinn utan Evrópu sem hlýtur þessi réttindi hér á landi. Claudie er upprunalega frá Jamaíku og starfaði þar áður en hún flutti til Íslands, meðal annars hjá Hagstofu og hjá Bell‘s Consulting Agency. „Ég ákvað fyrir löngu síðan að verða lögfræðingur en ég gerði mér kannski ekki grein fyrir því þá að ég þyrfti að læra íslensku fyrst," segir Claudie. „Ég myndi segja að það hafi verið erfiðara að læra íslensku en lögfræði," segir hún og hlær. Claudie er 33 ára gömul, flutti til Íslands fyrir fimmtán árum síðan og á ellefu ára eineggja tvíburastráka. Claudie var við nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands og hélt þaðan í lagadeild Háskólans í Reykjavík. Þegar hún lauk laganáminu var hún ein af fáum innflytjendum og sá fyrsti utan Evrópu sem hafði farið í gegnum íslenskt laganám og lokið háskólaprófi í því. „Ég lauk laganámi í Háskólanum í Reykjavík árið 2014. Ég bætti svo við mig með því að fara í Odysseus Academic Network Sumarskólann í Université libre de Bruxelles. Þar náði ég meiri sérhæfingu í flóttamannarétti; í evrópskum flóttamannarétti og útlendingarétti," segir Claudie. Hún starfar hjá lögmannsstofunni Rétti á Klapparstíg. „Ég byrjaði í starfsnámi árið 2013 hjá Rétti og fékk fulla stöðu árið 2014 og hef verið hér síðan. Ég er aðallega í mannréttindamálum, innflytjendamálum og flóttamannamálum, svo er ég að skoða regluverk og annað," segir Claudie. Nú á dögunum náði ég svo í lögmannsréttindin en partur af því var að standast prófraunir í héraðsdómi." Claudie hefur verið virk í félagsmálum á Íslandi. Hún var meðal annars varaformaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna og var í fagráðsnefnd Rauða kross Íslands vegna Mentor verkefnisins árið 2013. Dæmi eru um að Evrópubúar sem hafa sest að á Íslandi hafi náð sér í lögmannsréttindi hér á landi. Davor Purusic sem fæddist í Bosníu er einn þeirra en hann skrifaði skoðunargrein í Fréttablaðið fyrir nokkrum árum um það. Fréttin birtist fyrst í fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Claudie Ashonie Wilson stóðst á dögunum prófraun til að hljóta héraðsdómslögmannsréttindi á Íslandi. Hún verður fyrsti innflytjandinn utan Evrópu sem hlýtur þessi réttindi hér á landi. Claudie er upprunalega frá Jamaíku og starfaði þar áður en hún flutti til Íslands, meðal annars hjá Hagstofu og hjá Bell‘s Consulting Agency. „Ég ákvað fyrir löngu síðan að verða lögfræðingur en ég gerði mér kannski ekki grein fyrir því þá að ég þyrfti að læra íslensku fyrst," segir Claudie. „Ég myndi segja að það hafi verið erfiðara að læra íslensku en lögfræði," segir hún og hlær. Claudie er 33 ára gömul, flutti til Íslands fyrir fimmtán árum síðan og á ellefu ára eineggja tvíburastráka. Claudie var við nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands og hélt þaðan í lagadeild Háskólans í Reykjavík. Þegar hún lauk laganáminu var hún ein af fáum innflytjendum og sá fyrsti utan Evrópu sem hafði farið í gegnum íslenskt laganám og lokið háskólaprófi í því. „Ég lauk laganámi í Háskólanum í Reykjavík árið 2014. Ég bætti svo við mig með því að fara í Odysseus Academic Network Sumarskólann í Université libre de Bruxelles. Þar náði ég meiri sérhæfingu í flóttamannarétti; í evrópskum flóttamannarétti og útlendingarétti," segir Claudie. Hún starfar hjá lögmannsstofunni Rétti á Klapparstíg. „Ég byrjaði í starfsnámi árið 2013 hjá Rétti og fékk fulla stöðu árið 2014 og hef verið hér síðan. Ég er aðallega í mannréttindamálum, innflytjendamálum og flóttamannamálum, svo er ég að skoða regluverk og annað," segir Claudie. Nú á dögunum náði ég svo í lögmannsréttindin en partur af því var að standast prófraunir í héraðsdómi." Claudie hefur verið virk í félagsmálum á Íslandi. Hún var meðal annars varaformaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna og var í fagráðsnefnd Rauða kross Íslands vegna Mentor verkefnisins árið 2013. Dæmi eru um að Evrópubúar sem hafa sest að á Íslandi hafi náð sér í lögmannsréttindi hér á landi. Davor Purusic sem fæddist í Bosníu er einn þeirra en hann skrifaði skoðunargrein í Fréttablaðið fyrir nokkrum árum um það. Fréttin birtist fyrst í fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira