Fannst erfiðara að læra íslensku en lögfræði Sæunn Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Claudie hefur búið á Íslandi síðastliðin fimmtán ár. vísir/ernir Claudie Ashonie Wilson stóðst á dögunum prófraun til að hljóta héraðsdómslögmannsréttindi á Íslandi. Hún verður fyrsti innflytjandinn utan Evrópu sem hlýtur þessi réttindi hér á landi. Claudie er upprunalega frá Jamaíku og starfaði þar áður en hún flutti til Íslands, meðal annars hjá Hagstofu og hjá Bell‘s Consulting Agency. „Ég ákvað fyrir löngu síðan að verða lögfræðingur en ég gerði mér kannski ekki grein fyrir því þá að ég þyrfti að læra íslensku fyrst," segir Claudie. „Ég myndi segja að það hafi verið erfiðara að læra íslensku en lögfræði," segir hún og hlær. Claudie er 33 ára gömul, flutti til Íslands fyrir fimmtán árum síðan og á ellefu ára eineggja tvíburastráka. Claudie var við nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands og hélt þaðan í lagadeild Háskólans í Reykjavík. Þegar hún lauk laganáminu var hún ein af fáum innflytjendum og sá fyrsti utan Evrópu sem hafði farið í gegnum íslenskt laganám og lokið háskólaprófi í því. „Ég lauk laganámi í Háskólanum í Reykjavík árið 2014. Ég bætti svo við mig með því að fara í Odysseus Academic Network Sumarskólann í Université libre de Bruxelles. Þar náði ég meiri sérhæfingu í flóttamannarétti; í evrópskum flóttamannarétti og útlendingarétti," segir Claudie. Hún starfar hjá lögmannsstofunni Rétti á Klapparstíg. „Ég byrjaði í starfsnámi árið 2013 hjá Rétti og fékk fulla stöðu árið 2014 og hef verið hér síðan. Ég er aðallega í mannréttindamálum, innflytjendamálum og flóttamannamálum, svo er ég að skoða regluverk og annað," segir Claudie. Nú á dögunum náði ég svo í lögmannsréttindin en partur af því var að standast prófraunir í héraðsdómi." Claudie hefur verið virk í félagsmálum á Íslandi. Hún var meðal annars varaformaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna og var í fagráðsnefnd Rauða kross Íslands vegna Mentor verkefnisins árið 2013. Dæmi eru um að Evrópubúar sem hafa sest að á Íslandi hafi náð sér í lögmannsréttindi hér á landi. Davor Purusic sem fæddist í Bosníu er einn þeirra en hann skrifaði skoðunargrein í Fréttablaðið fyrir nokkrum árum um það. Fréttin birtist fyrst í fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Claudie Ashonie Wilson stóðst á dögunum prófraun til að hljóta héraðsdómslögmannsréttindi á Íslandi. Hún verður fyrsti innflytjandinn utan Evrópu sem hlýtur þessi réttindi hér á landi. Claudie er upprunalega frá Jamaíku og starfaði þar áður en hún flutti til Íslands, meðal annars hjá Hagstofu og hjá Bell‘s Consulting Agency. „Ég ákvað fyrir löngu síðan að verða lögfræðingur en ég gerði mér kannski ekki grein fyrir því þá að ég þyrfti að læra íslensku fyrst," segir Claudie. „Ég myndi segja að það hafi verið erfiðara að læra íslensku en lögfræði," segir hún og hlær. Claudie er 33 ára gömul, flutti til Íslands fyrir fimmtán árum síðan og á ellefu ára eineggja tvíburastráka. Claudie var við nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands og hélt þaðan í lagadeild Háskólans í Reykjavík. Þegar hún lauk laganáminu var hún ein af fáum innflytjendum og sá fyrsti utan Evrópu sem hafði farið í gegnum íslenskt laganám og lokið háskólaprófi í því. „Ég lauk laganámi í Háskólanum í Reykjavík árið 2014. Ég bætti svo við mig með því að fara í Odysseus Academic Network Sumarskólann í Université libre de Bruxelles. Þar náði ég meiri sérhæfingu í flóttamannarétti; í evrópskum flóttamannarétti og útlendingarétti," segir Claudie. Hún starfar hjá lögmannsstofunni Rétti á Klapparstíg. „Ég byrjaði í starfsnámi árið 2013 hjá Rétti og fékk fulla stöðu árið 2014 og hef verið hér síðan. Ég er aðallega í mannréttindamálum, innflytjendamálum og flóttamannamálum, svo er ég að skoða regluverk og annað," segir Claudie. Nú á dögunum náði ég svo í lögmannsréttindin en partur af því var að standast prófraunir í héraðsdómi." Claudie hefur verið virk í félagsmálum á Íslandi. Hún var meðal annars varaformaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna og var í fagráðsnefnd Rauða kross Íslands vegna Mentor verkefnisins árið 2013. Dæmi eru um að Evrópubúar sem hafa sest að á Íslandi hafi náð sér í lögmannsréttindi hér á landi. Davor Purusic sem fæddist í Bosníu er einn þeirra en hann skrifaði skoðunargrein í Fréttablaðið fyrir nokkrum árum um það. Fréttin birtist fyrst í fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira