Fannst erfiðara að læra íslensku en lögfræði Sæunn Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Claudie hefur búið á Íslandi síðastliðin fimmtán ár. vísir/ernir Claudie Ashonie Wilson stóðst á dögunum prófraun til að hljóta héraðsdómslögmannsréttindi á Íslandi. Hún verður fyrsti innflytjandinn utan Evrópu sem hlýtur þessi réttindi hér á landi. Claudie er upprunalega frá Jamaíku og starfaði þar áður en hún flutti til Íslands, meðal annars hjá Hagstofu og hjá Bell‘s Consulting Agency. „Ég ákvað fyrir löngu síðan að verða lögfræðingur en ég gerði mér kannski ekki grein fyrir því þá að ég þyrfti að læra íslensku fyrst," segir Claudie. „Ég myndi segja að það hafi verið erfiðara að læra íslensku en lögfræði," segir hún og hlær. Claudie er 33 ára gömul, flutti til Íslands fyrir fimmtán árum síðan og á ellefu ára eineggja tvíburastráka. Claudie var við nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands og hélt þaðan í lagadeild Háskólans í Reykjavík. Þegar hún lauk laganáminu var hún ein af fáum innflytjendum og sá fyrsti utan Evrópu sem hafði farið í gegnum íslenskt laganám og lokið háskólaprófi í því. „Ég lauk laganámi í Háskólanum í Reykjavík árið 2014. Ég bætti svo við mig með því að fara í Odysseus Academic Network Sumarskólann í Université libre de Bruxelles. Þar náði ég meiri sérhæfingu í flóttamannarétti; í evrópskum flóttamannarétti og útlendingarétti," segir Claudie. Hún starfar hjá lögmannsstofunni Rétti á Klapparstíg. „Ég byrjaði í starfsnámi árið 2013 hjá Rétti og fékk fulla stöðu árið 2014 og hef verið hér síðan. Ég er aðallega í mannréttindamálum, innflytjendamálum og flóttamannamálum, svo er ég að skoða regluverk og annað," segir Claudie. Nú á dögunum náði ég svo í lögmannsréttindin en partur af því var að standast prófraunir í héraðsdómi." Claudie hefur verið virk í félagsmálum á Íslandi. Hún var meðal annars varaformaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna og var í fagráðsnefnd Rauða kross Íslands vegna Mentor verkefnisins árið 2013. Dæmi eru um að Evrópubúar sem hafa sest að á Íslandi hafi náð sér í lögmannsréttindi hér á landi. Davor Purusic sem fæddist í Bosníu er einn þeirra en hann skrifaði skoðunargrein í Fréttablaðið fyrir nokkrum árum um það. Fréttin birtist fyrst í fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Sjá meira
Claudie Ashonie Wilson stóðst á dögunum prófraun til að hljóta héraðsdómslögmannsréttindi á Íslandi. Hún verður fyrsti innflytjandinn utan Evrópu sem hlýtur þessi réttindi hér á landi. Claudie er upprunalega frá Jamaíku og starfaði þar áður en hún flutti til Íslands, meðal annars hjá Hagstofu og hjá Bell‘s Consulting Agency. „Ég ákvað fyrir löngu síðan að verða lögfræðingur en ég gerði mér kannski ekki grein fyrir því þá að ég þyrfti að læra íslensku fyrst," segir Claudie. „Ég myndi segja að það hafi verið erfiðara að læra íslensku en lögfræði," segir hún og hlær. Claudie er 33 ára gömul, flutti til Íslands fyrir fimmtán árum síðan og á ellefu ára eineggja tvíburastráka. Claudie var við nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands og hélt þaðan í lagadeild Háskólans í Reykjavík. Þegar hún lauk laganáminu var hún ein af fáum innflytjendum og sá fyrsti utan Evrópu sem hafði farið í gegnum íslenskt laganám og lokið háskólaprófi í því. „Ég lauk laganámi í Háskólanum í Reykjavík árið 2014. Ég bætti svo við mig með því að fara í Odysseus Academic Network Sumarskólann í Université libre de Bruxelles. Þar náði ég meiri sérhæfingu í flóttamannarétti; í evrópskum flóttamannarétti og útlendingarétti," segir Claudie. Hún starfar hjá lögmannsstofunni Rétti á Klapparstíg. „Ég byrjaði í starfsnámi árið 2013 hjá Rétti og fékk fulla stöðu árið 2014 og hef verið hér síðan. Ég er aðallega í mannréttindamálum, innflytjendamálum og flóttamannamálum, svo er ég að skoða regluverk og annað," segir Claudie. Nú á dögunum náði ég svo í lögmannsréttindin en partur af því var að standast prófraunir í héraðsdómi." Claudie hefur verið virk í félagsmálum á Íslandi. Hún var meðal annars varaformaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna og var í fagráðsnefnd Rauða kross Íslands vegna Mentor verkefnisins árið 2013. Dæmi eru um að Evrópubúar sem hafa sest að á Íslandi hafi náð sér í lögmannsréttindi hér á landi. Davor Purusic sem fæddist í Bosníu er einn þeirra en hann skrifaði skoðunargrein í Fréttablaðið fyrir nokkrum árum um það. Fréttin birtist fyrst í fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Sjá meira