Viðskipti

General Electric kaupir Avio

Bandaríski iðnrisinn General Electric (GE) hefur gengið frá kaupum á ítalska flugiðnaðarfyrirtækinu Avio fyrir um 4,3 milljarða dala, eða sem nemur um 540 milljörðum króna. Seljandi Avio er breskur fjárfestingasjóður, Cinven.

Viðskipti erlent

Verðbólgan minnkar niður í 4,2%

Ársverðbólgan mældist 4,2% í desember og minnkar því um 0,3%. Þetta er þvert á spár sérfræðinga sem gerðu ráð fyrir óbreyttri verðbólgu frá fyrri mánuði eða að hún myndi aukast lítilsháttar.

Viðskipti innlent

Miðborgin er ekki lengur dýrust

Leiguverð er orðið hærra í Reykjavík milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar en í miðborginni og Vesturbænum. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um að meðaltali 7,6 prósent á síðustu tólf mánuðum.

Viðskipti innlent

Vill bíða með nauðasamninga

Nefnd fulltrúa allra þingflokka um afnám gjaldeyrishafta hefur áhyggjur af fyrirhuguðum nauðasamningum Glitnis og Kaupþings og telur óráðlegt að samþykkja þá fyrr en heildræn stefna um afnám hafta og samningsafstaða liggur fyrir. Þetta kemur fram í bréfi sem nefndin sendi formönnum allra stjórnmálaflokka í gær. Fréttablaðið hefur bréfið undir höndum.

Viðskipti innlent

Milljarða tugir í hagnað

Afkoma í sjávarútvegi var afburðagóð á árinu 2011, samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Framlegð sjávarútvegsins nam rétt tæpum 80 milljörðum króna á árinu 2011 fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) auk greiðslu á 3,7 milljörðum króna í veiðigjald.

Viðskipti innlent

Veltu milljarði út af góðu veðri

Velta Kjörís í Hveragerði fór í fyrsta sinn yfir einn milljarð króna í veltu á einu starfsári samkvæmt frétt sem birtist á vef Sunnlenska.is í dag. Þetta gerðist þann 21. nóvember síðastliðinn.

Viðskipti innlent

Álögur á bensín og bjór verða ekki hækkaðar

Fallið hefur verið frá hækkunum á opinberum gjöldum á bensíni, olíu, bjór, léttvíni og útvarpssgjaldi og bifreiðargjöldum, sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, greindi frá þessu í umræðum um frumvarpið í dag.

Viðskipti innlent

Mun betri afkoma í sjávarútvegi en reiknað var með

EBITDA framlegð sjávarútvegsins (hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir) nam rétt tæpum 80 milljörðum króna á árinu 2011, eftir greiðslu á 3,7 mö.kr. í veiðigjald, en nam tæpum 64 mö.kr. árið 2010, eftir greiðslu á 2,3 mö.kr. í veiðigjald. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, og er vitnað til talna frá Hagstofu Íslands sem komu í morgun.

Viðskipti innlent

Saksóknari verst frétta af tilkynningum RNA

Mörg þeirra mála sem rannsóknarnefnd Alþingis (RNA) tilkynnti til embættis sérstaks saksóknara þegar hún skilaði skýrslu sinni á vormánuðum 2010, eru enn til rannsóknar hjá embættinu. Ólafur Þór Hauksson saksóknari verst frétta af gangi rannsóknanna, en segir mörg mál vera langt komin í rannsókn.

Viðskipti innlent

Leiguverð hækkaði í nóvember

Leiguverð hækkaði um 0,6% í nóvembermánuði samkvæmt mælingum Þjóðskrár Íslands sem birtir mánaðarlega vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverð hefur samkvæmt þessu hækkað um tæp 8% undafarna 12 mánuði.

Viðskipti innlent

Dráttarvextir verða óbreyttir

Dráttarvextir verða óbreyttir í 13% fyrir janúarmánuð. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Seðlabankans. Vextir verðtryggðra útlána haldast einnig óbreyttir í 3,75%. Hinsvegar hækka vextir óverðtryggðra útlána í 6,75% og vextir af skaðabótakröfum hækka í 4,5%.

Viðskipti innlent

Endurskipulagning Fasteignar í uppnámi

Endurskipulagning Eignarhaldsfélagsins Fasteignar (EFF) tefst, þar sem ekki liggur fyrir hvort Seðlabanki Íslands fellst á skuldauppgjör í evrum við þrotabú Glitnis. Stjórn og aðstandendum félagsins var kynnt staðan á fundi fyrir helgi. „Þar var upplýst að þetta færi að líkindum ekki óbreytt í gegn,“ segir Ingvi Jónasson, framkvæmdastóri EFF.

Viðskipti innlent