

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson útskrifaðist sem málari frá Byggingatækniskólanum þann 18. desember síðastliðinn. Nýverið stofnaði hann málarafyrirtækið GG9 Málun og virðist blómstra í faginu.
Sæmundur Gíslason, sautján ára sjómaður, lifði af tvö mannskæð snjóflóð í Neskaupstað 20. desember 1974. Þá fórust tólf manns.
Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, fyrrverandi orkumálastjóri og forsetaframbjóðandi, átti eina óvæntustu innkomu ársins sem er að líða. Hún var alls staðar!
Trommarinn Ringo Starr birtist óvænt á sviði á tónleikum Paul McCartney í O2 Arena í Lundúnum í gærkvöldi.
Hin ellefu ára gamla Emma Sólveig Loftsdóttir veitti björgunarsveitinni Gerpi í Neskaupsstað peningagjöf í síðustu viku að fjárhæð tuttugu þúsund krónur. Peningnum safnaði hún upp á eigin spýtur í þakklætisskyni fyrir að koma ömmu sinni til bjargar, þegar snjóflóð féllu á bæinn í mars á síðasta ári. Snjóflóð hafa fylgt fjölskyldunni en langafi hennar slapp naumlega við snjóflóð sem féll á bæinn fyrir fimmtíu árum og varð tólf manns að bana.
Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur í samvinnu við Listasafn Íslands endurnýjað úrval íslenskrar myndlistar sem prýðir Bessastaði. Við valið á nýjum listaverkum fyrir Bessastaði var, samkvæmt tilkynningu, haft í huga að færa aukna breidd í þá list sem þar er til sýnis. Þannig spanna verkin nú lengra tímabil í íslenskri listasögu en áður auk þess sem verkum eftir myndlistarkonur hefur verið fjölgað til jafns við karla.
Vala Matt fór fyrir Ísland í dag á dögunum og heimsótti hjónin Rakel Halldórsdóttur og myndlistarmanninn Helga Þorgils Friðjónsson og skoðaði þar óvenjulegar jólaskreytingar og listamanna gallerí sem er í miðri íbúðinni þeirra.
Knattspyrnukonurnar, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Erin McLeod, hafa gefið syni sínum nafn. Drengurinn fékk nafnið Baldwin Leó McLeod.
Tónlistarmenn eru nú hver um annan þveran að senda frá sér textaverk. Hendingar úr söngtextum eru teknar, settar á pappír, rammað inn og selt. Þetta hefur á fáeinum árum orðið að stórútgerð.
Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti þjóðinni á nýársdag að hann hygðist ekki bjóða sig fram aftur til embættis forseta Íslands. Tilkynning Guðna, sem kom þjóðinni í opna skjöldu, hratt svo af stað óvæntri atburðarás í pólitíkinni, sem hefur ekki verið leidd til lykta.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Eva Bryngeirsdóttir, þjálfari og jógakennari, eru hjón. Gengið hefur verið frá kaupmála þeirra á milli af því tilefni.
Hafdís Björg Kristjánsdóttir, einkaþjálfari og áhrifavaldur, segist ekki ætla að svara tíðum spurningum frá fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum. Henni hafa borist yfir tvö hundruð spurningar um sama málið á skömmum tíma.
„Desember er svo fallegur mánuður en á sama tíma erum við oft á yfirsnúningi því það er margt sem þarf að huga að. Nú þegar jólin eru á næsta leiti er mikilvægt að gera hluti fyrir okkur sjálf, róa taugakerfið og leyfa okkur að njóta hátíðarinnar sem best,“ segir Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara.
„Ég hef alltaf verið svolítill Tomboy og hef aldrei verið hrifin af því að vera í kjólum. Mamma þurfti alveg að troða mér í einhverja kjóla þegar ég var lítil, og það þurfi að semja um tíma. Mér leið bara mjög illa í kjól, og líður enn. Mér líður eins og ég kunni ekki að labba,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir, fjölmiðla- og dagskrárgerðarkona.
Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi hvetur fólk í parasamböndum til þess að hafa í huga hver tilgangurinn sé með því að gagnrýna. Hann segir að fyrir sér snúist gagnrýni um að rýna til gagns en ekki um að ná höggstað á þeim sem gagnrýnin beinist gegn.
Icelandair tók á dögunum í notkun sína fyrstu Aribus vél en vélar fyrirtækisins hafa verið á flugi síðustu áttatíu árin og er þekkt fyrir að hafa að mestu unnið með Boeing vélar.
Margrét Bjarnadóttir, kokkur og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, og unnusti hennar Ísak Ernir Kristinsson, viðskiptafræðingur og körfuboltadómari, hafa gefið dóttur sinni nafn. Stúlkan fékk nafnið Erla Margrét.
Ragnar Þór Pétursson grunnskólakennari og fyrrverandi formaður Kennarasambandsins veltir fyrir sér hvert álagið sé orðið á börnin vegna skipulagðs tómstundastarfs í ljósi þess hvernig foreldrar tali um álagið sem fylgir því að fara á viðburði tengda starfinu.
Slík ferð hefur verið á hinum 27 ára gamla Snorra Mássyni að ýmsum þykir nóg um. Hann hafði ungur (yngri) vakið nokkra athygli sem hlaðvarpsstjóri ásamt bróður sínum Bergþóri en þeir voru með hlaðvarpið Skoðanabræður.
Sænski áhrifavaldurinn Matilda Djerf, sem á tískufatarisann Djerf Avenue, hefur beðist afsökunar á hegðun í garð starfsmanna sinna hjá fyrirtækinu. Hún var á dögunum sökuð um að niðurlægja starfsmenn sína og leggja þá í einelti.
Kvikmyndin Snerting eftir Baltasar Kormák hefur verið valin á stuttlista Óskarsverðlaunanna í flokknum besta erlenda kvikmyndin.
Ábreiðuband fimm stráka sem elska Iceguys, fengu að hitta átrúnaðargoðin sín í dag. Rúrik segist ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið, það sé alltaf tækifæri til bætinga.
Tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson bauð vinum og vandamönnum til fagnaðar í verslun herrafataverslunar Kölska á dögunum. Tilefnið var útgáfa textaverka sem voru framleidd í tengslum við fjörutíu ára útgáfuafmælis Helga.
Á laugardaginn fór fram úrslitaviðureignin í Kviss þegar Valur og Fram mættust í vægast sagt spennandi viðureign.
Hönnuðurinn og listakonan Sigga Heimis hefur sett fallega hæð við Flókagötu 39 á sölu. Um er að ræða 178 fermetra eign í reisulegu húsi sem var byggt árið 1944. Ásett verð er 154,9 milljónir.
Það er tíðindalítið á toppnum, Arnaldur og Yrsa í fyrsta og öðru sæti líkt og í síðustu viku og Bjarni Fritzsson læðir Orra óstöðvandi upp um eitt sæti og er nú kominn upp í þriðja sæti listans.
Sérlega athyglisvert parhús í botnlanga á Sogavegi er nú komið á sölu. Það er sérstaklega athyglisvert enda er stór heitur pottur í garði hússins sem mætti ganga svo langt að hreinlega kalla sundlaug.
Það voru miklar tilfinningar í gær í Smárabíó þegar fyrstu tveir þættirnir af heimildaþáttaröðinni Grindavík voru forsýndir. Fyrsti þáttur verður sýndur á Stöð 2 Sport sunnudaginn 29. desember en þættirnir eru eftir Garðar Örn Arnarson og Sigurð Má Davíðsson, þeim sömu og gerðu Edduverðlaunaþáttaraðirnar Víkingur: Fullkominn endir og Jón Arnór.
Krummar eru klókir fuglar og í Öræfasveitinni eru tveir hrafnar sem hafa lagt það í vana sinn að fylgja hópum uppá jökul. Þeir græða oftast bita á því.
Lýðheilsufræðingar vara við upplýsingaóreiðu sem þeir segja nú vera á kreiki um kólesteról og skaðsemi mettaðrar fitu. Tenging á milli mettaðrar fitu og hás kólesteróls í blóði við hjartasjúkdóma væri vel rannsökuð.