Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. ágúst 2025 09:28 Will Smith kemur næst fram í Lundúnum og Wolverhampton áður en hann heldur til Parísar. Hann hefur verið sakaður um að eiga við myndefni af tónleikum sínum. Youtube/EPA Will Smith hefur verið sakaður um að nota gervigreind til að fjölga aðdáendum sínum í nýju myndbandi af yfirstandandi tónleikaferðalagi hans. Rapparinn og leikarinn er um þessar mundir staddur á tónleikaferðalagi um heiminn vegna nýútkominna plötu hans Based On A True Story, hans fyrstu í tuttugu ár, sem kom út í mars. Fyrir Bretlandshluta ferðalagsins birti Smith myndband á Instagram, Facebook og Youtube af hápunktum túrsins til þessa. Þar má sjá pakkaðar hallir á tónleikum hans og aðdáendur að fagna rapparanum með skiltum eða köllum þegar hann birtist á sviðinu. „Uppáhalds hluti tónleikaferðalagsins fyrir mig er að sjá ykkur svona nálægt. Takk fyrir að koma að sjá mig líka,“ skrifaði hann við færsluna. Hins vegar hefur Smith verið gagnrýndur af netverjum vegna þess að myndbandið virðist innihalda gervigreind. Í nokkrum skotum má sjá tónleikagesti, sem eru margir hverjir grátandi, með óskýr eða afmynduð andlit meðan aðrir virðast vera með undarlegar hendur og aukafingur. Annað skot sýnir mann með skilti sem á stendur „,You Can Make It' hjálpaði mér að sigrast á krabbameini. TKK Will“ en hann heldur bæði utan um skiltið og hönd konunnar fyrir framan sig. Armband þeirrar konu er síðan líka hárband annarrar konu sem stendur fyrir aftan hana. Þá má sjá fjölda afmyndaðra andlita í víðskotum af áhorfendaskaranum sem minna á fyrstu mánuði gervigreindarmyndefnis. Gervigreindarslor smýgur inn í hvern krók og kima Það getur þó verið að Smith beri ekki sjálfur ábyrgð á gervigreindarfiktinu. Tímaritið The Atlantic birti frétt í síðustu viku þar sem Youtube-arinn Rhett Shull sagðist telja Youtube nota gervigreindar-uppskölun á myndböndunum hans, þ.e.a.s. nota gervigreind til að auka upplausn þeirra. „Ég held það muni leiða til þess að fólk haldi að ég sé að nota gervigreind. Eða þau hafi verið djúpfölsuð. Eða ég sé að stytta mér leið einhvern veginn,“ sagði Shull við miðilinn. Hugsanlega hefur Youtube gert það sama við myndband Smith. Eða þá Smith og félagar hafa viljað láta áhorfendaskarann líta aðeins betur út. Það er erfitt að segja þangað til annað hvort Smith eða Youtube tjá sig um málið. Hvorugur aðilinn hefur gert það. Í öllu falli verða mörk raunveruleika og blekkingar sífellt óskýrari eftir því sem gervigreindar-slorið heldur áfram að flæða um netið. Nýlega birti Rod Stewart myndefni af tónleikum sínum þar sem mátti sjá gervigreindarsmíðaðan Ozzy Osbourne í himnaríki með öðrum tónlistarmönnum. Þá fékk gervigreindarhljómsveitin The Velvet Sundown mikla umfjöllun eftir að hún birtist skyndilega á Spotify-spilunarlistum. Margir lesendur Vogue supu sömuleiðis hveljur þegar gervigreindarfyrirsæta birtist í auglýsingu blaðsins í síðasta mánuði. Gervigreind Tónlist Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Gervigreindin teygir anga sína sífellt víðar og nú síðast inn í heim hátískunnar. Lesendur Vogue ráku nýverið upp stór augu þegar ein opna tímaritsins innihélt fagra ljóshærða fyrirsætu sem reyndist eintómt gervigreindarfals. 26. júlí 2025 15:17 Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Stofnendur gervigreindartólsins Interlink segja körfuboltastjörnuna LeBron James hafa sigað lögfræðiteymi sínu á fyrirtæki þeirra vegna gervigreindarmyndbanda af James þar sem má sjá hann bæði óléttan og í hafmeyjulíki. 25. júlí 2025 10:58 Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Rapparinn og leikarinn er um þessar mundir staddur á tónleikaferðalagi um heiminn vegna nýútkominna plötu hans Based On A True Story, hans fyrstu í tuttugu ár, sem kom út í mars. Fyrir Bretlandshluta ferðalagsins birti Smith myndband á Instagram, Facebook og Youtube af hápunktum túrsins til þessa. Þar má sjá pakkaðar hallir á tónleikum hans og aðdáendur að fagna rapparanum með skiltum eða köllum þegar hann birtist á sviðinu. „Uppáhalds hluti tónleikaferðalagsins fyrir mig er að sjá ykkur svona nálægt. Takk fyrir að koma að sjá mig líka,“ skrifaði hann við færsluna. Hins vegar hefur Smith verið gagnrýndur af netverjum vegna þess að myndbandið virðist innihalda gervigreind. Í nokkrum skotum má sjá tónleikagesti, sem eru margir hverjir grátandi, með óskýr eða afmynduð andlit meðan aðrir virðast vera með undarlegar hendur og aukafingur. Annað skot sýnir mann með skilti sem á stendur „,You Can Make It' hjálpaði mér að sigrast á krabbameini. TKK Will“ en hann heldur bæði utan um skiltið og hönd konunnar fyrir framan sig. Armband þeirrar konu er síðan líka hárband annarrar konu sem stendur fyrir aftan hana. Þá má sjá fjölda afmyndaðra andlita í víðskotum af áhorfendaskaranum sem minna á fyrstu mánuði gervigreindarmyndefnis. Gervigreindarslor smýgur inn í hvern krók og kima Það getur þó verið að Smith beri ekki sjálfur ábyrgð á gervigreindarfiktinu. Tímaritið The Atlantic birti frétt í síðustu viku þar sem Youtube-arinn Rhett Shull sagðist telja Youtube nota gervigreindar-uppskölun á myndböndunum hans, þ.e.a.s. nota gervigreind til að auka upplausn þeirra. „Ég held það muni leiða til þess að fólk haldi að ég sé að nota gervigreind. Eða þau hafi verið djúpfölsuð. Eða ég sé að stytta mér leið einhvern veginn,“ sagði Shull við miðilinn. Hugsanlega hefur Youtube gert það sama við myndband Smith. Eða þá Smith og félagar hafa viljað láta áhorfendaskarann líta aðeins betur út. Það er erfitt að segja þangað til annað hvort Smith eða Youtube tjá sig um málið. Hvorugur aðilinn hefur gert það. Í öllu falli verða mörk raunveruleika og blekkingar sífellt óskýrari eftir því sem gervigreindar-slorið heldur áfram að flæða um netið. Nýlega birti Rod Stewart myndefni af tónleikum sínum þar sem mátti sjá gervigreindarsmíðaðan Ozzy Osbourne í himnaríki með öðrum tónlistarmönnum. Þá fékk gervigreindarhljómsveitin The Velvet Sundown mikla umfjöllun eftir að hún birtist skyndilega á Spotify-spilunarlistum. Margir lesendur Vogue supu sömuleiðis hveljur þegar gervigreindarfyrirsæta birtist í auglýsingu blaðsins í síðasta mánuði.
Gervigreind Tónlist Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Gervigreindin teygir anga sína sífellt víðar og nú síðast inn í heim hátískunnar. Lesendur Vogue ráku nýverið upp stór augu þegar ein opna tímaritsins innihélt fagra ljóshærða fyrirsætu sem reyndist eintómt gervigreindarfals. 26. júlí 2025 15:17 Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Stofnendur gervigreindartólsins Interlink segja körfuboltastjörnuna LeBron James hafa sigað lögfræðiteymi sínu á fyrirtæki þeirra vegna gervigreindarmyndbanda af James þar sem má sjá hann bæði óléttan og í hafmeyjulíki. 25. júlí 2025 10:58 Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Gervigreindin teygir anga sína sífellt víðar og nú síðast inn í heim hátískunnar. Lesendur Vogue ráku nýverið upp stór augu þegar ein opna tímaritsins innihélt fagra ljóshærða fyrirsætu sem reyndist eintómt gervigreindarfals. 26. júlí 2025 15:17
Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Stofnendur gervigreindartólsins Interlink segja körfuboltastjörnuna LeBron James hafa sigað lögfræðiteymi sínu á fyrirtæki þeirra vegna gervigreindarmyndbanda af James þar sem má sjá hann bæði óléttan og í hafmeyjulíki. 25. júlí 2025 10:58
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“