Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina. Lífið 10.8.2025 07:00
Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Hinsegin dagar náðu hápunkti sínum í dag þegar litskrúðug Gleðigangan hélt af stað frá Hallgrímskirkju. Í henni sameinuðust lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og fleiri ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín. Lífið 10.8.2025 00:04
Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Hann er með sex sjúkdóma, mögulega fleiri. Hugsaði fyrst: „Af hverju ég?“. Hann vill hjálpa öðrum og hvetur fólk til að vera í formi, líkaminn verði að vera í formi til að geta tæklað árásir. Lífið 9.8.2025 12:21
Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið 8.8.2025 15:00
Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni „Akkúrat núna er ég að gera mjög táknrænan fiðrildatrukk þar sem fiðrildin eru að koma út úr púpunni eitt af öðru. Það verða 26 mennsk fiðrildi uppi á þessum trukk. Þetta þarf alltaf að vera pínu táknrænt í bland við það að vera gaman,“ segir Páll Óskar. Gleðigangan fer fram á morgun kl. 14 þar sem lagt verður af stað frá Hallgrímskirkju. Lífið 8.8.2025 13:14
Hver er Endakallinn frá Ibiza? Breskur ferðamaður á spænsku partýeyjunni Ibiza hefur vakið mikla athygli í netheimum undanfarna daga. Maður þessi hefur hlotið viðurnefnið „Ibiza Final Boss“ sem mætti þýða sem „Endakallinn frá Ibiza“, en það er einkennandi útlit hans og háttalag sem hefur komið honum í sviðsljósið. Lífið 8.8.2025 13:00
Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Nígerísk leikkona, dóttir eins ríkasta manns heims, mun vera að gifta sig í Hallgrímskirkju í dag. Kirkjan er lokuð milli klukkan þrjú og fimm í dag vegna þess. Lífið 8.8.2025 11:48
„Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Tómas Lemarquis er í stóru hlutverki í geimþáttunum Foundation. Tómas vann náið með leiklistarþjálfara í undirbúningi fyrir hlutverkið og kafaði þar ofan í erfiðar æskuminningar. Úr varð heilandi innra ferðalag sem hafði djúpstæð áhrif á hann. Lífið 8.8.2025 07:01
Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Brandon Blackstock, umboðsmaður og fyrrverandi eiginmaður bandarísku söngkonunnar og þáttastjórnandans Kelly Clarkson, er látinn, 48 ára að aldri. Lífið 8.8.2025 06:43
Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Hjólreiðagarpar frá þremur ólíkum Evrópulöndum halda ekki vatni yfir gestrisni, jákvæðni og hjálpsemi Íslendinga. Blaðamaður hitti kappana þar sem þeir köstuðu mæðinni í heitu vatni á Vestfjörðum sem er hluti af þeirra daglegu rútínu. Íslensk kaffihús hittu í mark hjá þremenningunum. Lífið 7.8.2025 16:01
McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Litlu munaði að Matthew McConaughey hefði farið með aðalhlutverk í Titanic, stórmynd James Cameron. Hann hefði þá leikið Jack Dawson sem Leonardo DiCaprio lék í myndinni. Lífið 7.8.2025 16:01
Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hjón á Drangsnesi taka því fagnandi þegar ferðamenn birtast í garðinum þeirra til að dást að listaverkum. Þau lýsa lífinu á Drangsnesi sem ljúfu og ekkert svo langt að skreppa suður til Reykjavíkur sé tilefni til. Lífið 7.8.2025 14:01
Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Fá bókmenntaverk hafa verið aðlöguð jafn oft og heppilega líkt og vísindaskáldsaga H.G. Wells, Innrásin frá Mars. Nýjasta aðlögunin er vinsælasta kvikmyndin á streymisveitunni Prime, en virðist þó vera ansi langt frá því að falla í kramið hjá áhorfendum. Lífið 7.8.2025 12:32
Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Alls hafa um 11 þúsund manns skráð sig til leiks í hinum ýmsu vegalengdum Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka sem fram fer laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Af þeim eru tæplega þrjú þúsund erlendir hlauparar frá 97 mismunandi löndum. Lífið 7.8.2025 12:28
Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Sigurbjörg og Victor kepptu nýverið, fyrst Íslendinga, í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu í Svíþjóð. Sigurbjörg var sátt við að enda um miðja keppni og ánægðari með að þríbæta tíma kærastans. Parið fær ekki nóg og dreymir um að vera heilt keppnissumar í Svíþjóð. Lífið 7.8.2025 07:02
Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Leikarinn og skemmtikrafturinn Saga Garðarsdóttir er nú handhafi ökuréttinda í fyrsta sinn á 38 aldursári. Fyrsta ökutímann satún 25 ára og í dag stóðst hún prófið undir handleiðslu sama manns. Lífið 6.8.2025 17:40
Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Ástralski hommasirkusinn Briefs International kemur fram á Hinsegin dögum og verður með þrjár sýningar í Tjarnarbíó, tvær bannaðar innan átján og eina barnasýningu. Lífið 6.8.2025 13:45
Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Athafnakonan og hönnuðurinn María Krista Hreiðarsdóttir hefur gert upp fjölda húsa frá grunni ásamt Berki, eiginmanni sínum. Í dag eru þau að leggja lokahönd á palla í kringum ævintýralegt hús þeirra í Hafnarfirði sem þau breyttu úr gömlu úrsérgengnu húsi í nútímahús á tveimur hæðum. Lífið 6.8.2025 11:35
Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Íslendingar skemmtu sér konunglega um Verslunarmannahelgina, fjölmargir djömmuðu í rigningunni í Vestmannaeyjum, aðrir ferðuðust innanlands og sumir fækkuðu fötum í útlandinu. Lífið 6.8.2025 09:32
Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Jack Osbourne, sonur rokkarans Ozzy Osbourne, hefur tjáð sig um fráfall föður síns á samfélagsmiðlum. Þar segist hann hafa verið í mikilli hjartasorg og ekki getað tjáð sig fyrr en nú. Lífið 6.8.2025 08:31
Walking Dead-leikkona látin Bandaríska leikkonan Kelley Mack, sem þekktust er fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttunum The Walking Dead, er látin, 33 ára að aldri. Lífið 6.8.2025 07:28
Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir keppti við bandarísku tónlistarkonuna Clairo í nýjasta þætti YouTube-sjónvarpsþáttanna Hot Ones Versus. Aðspurð hvort henni mislíkaði eitthvað við Ísland kaus hún að svara spurningunni ekki. Lífið 6.8.2025 00:07
Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Göngugarpurinn Einar Sindri Ásgeirsson hefur farið fótgangandi hringinn í kringum landið í sumar og safnað pening fyrir vannærð börn í Afríku. Lífið 5.8.2025 20:36
Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Marín Manda Magnúsdóttir, nútímafræðingur og hlaðvarpsstjórnandi, og Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku, eru trúlofuð. Lífið 5.8.2025 15:07
Terry Reid látinn Breski rokkarinn Terrance James Reid, yfirleitt þekktur sem Terry Reid eða „Ofurlungu“, er látinn 75 ára að aldri eftir langa baráttu við krabbamein. Reid hafði aflýst tónleikaferðalagi sínu í síðasta mánuði. Hann var flinkur söngvari og gítarleikari og átti nokkur vinsæl lög en er hvað þekktastur fyrir að hafa afþakkað stöðu aðalsöngvara hjá bæði Deep Purple og Led Zeppelin. Lífið 5.8.2025 15:02