Fótbolti

Tottenham spurðist fyrir um Keane

Forráðamenn Tottenham hafa sett sig í samband við Liverpool og lagt fram óformlega fyrirspurn í framherjann Robbie Keane. Þetta hefur fréttastofa Sky eftir heimildamönnum sínum í kvöld.

Enski boltinn

Gunnleifur Gunnleifsson í Utan vallar í kvöld

Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson verður í nærmynd í þættinum Utan vallar á Stöð 2 Sport í kvöld. Þátturinn hefst klukkan 19:10 og strax að honum loknum verður Guðjón Valur Sigurðsson í brennidepli í þættinum Atvinnumennirnir okkar.

Íslenski boltinn

Robinson sleppur við bann

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur tekið áfrýjun West Bromwich Albion til greina vegna rauða spjaldsins sem Paul Robinson fékk að líta í leik liðsins gegn Manchester United á þriðjudagskvöldið.

Enski boltinn

Kovac á leið til West Ham

Tékkneski landsliðsmaðurinn Radoslav Kovac er á leið til West Ham ef marka má viðtal við hann sem birtist í rússneskum fjölmiðlum í dag en hann er á mála hjá Spartak Moskvu.

Enski boltinn

Owen frá í tvo mánuði

Útlit er fyrir að Michael Owen verði frá næstu tvo mánuðina vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik Manchester City og Newcastle í gær.

Enski boltinn

Tilboð City móðgun

Joe Kinnear, knattspyrnustjóri Newcastle, segir að tilboð Manchester City í markvörðinn Shay Given upp á fimm milljónir punda sé ekkert annað en móðgun.

Enski boltinn

Öll mörk vikunnar á Vísi

Lesendur Vísis geta séð samantektir úr öllum tíu leikjum vikunnar í ensku úrvalsdeildinni en 23. umferð deildarinnar fór fram í gærkvöldi og á þriðjudagskvöldið.

Enski boltinn

Zola vongóður um að ná Kovac

Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham, segist vongóður um að hann geti landað varnarmanninum Radoslav Kovac frá Spartak Moskvu áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin.

Enski boltinn

Valencia vill spila í Meistaradeildinni

Antonio Valencia segir að það sé draumur hans að spila einn daginn í Meistaradeild Evrópu en hann hefur þótt standa sig einstaklega vel með Wigan á yfirstandandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Kaupin á Arshavin næstum kláruð

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að kaupin á Andrei Arshavin séu komin vel á leið. 90 prósent af ferlinu sé lokið en það séu síðustu tíu prósentin sem eru erfiðust.

Enski boltinn

Moyes: Við áttum skilið að vinna

David Moyes var súr í bragði í kvöld eftir að hans menn í Everton voru rændir þremur stigum í blálokin gegn Arsenal. Robin van Persie stal stigi fyrir Arsenal með marki í uppbótartíma.

Enski boltinn

Liverpool enn án sigurs á árinu

Liverpool mistókst í kvöld að komast upp fyrir Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið mátti gera sér að góðu 1-1 jafntefli við vængbrotið lið Wigan á útivelli.

Enski boltinn

Da Silva kallaður í landsliðið

Eduardo da Silva, leikmaður Arsenal, hefur verið kallaður inn í króatíska landsliðið í knattspyrnu fyrir æfingaleik liðsins gegn Rúmenum í Búkarest þann 11. febrúar.

Fótbolti