Fótbolti

Bruce óttast að missa starfið

Steve Bruce, knattspyrnustjóri Birmingham í ensku úrvalsdeildinni, segist óttast að missa starfið ef viðskiptajöfurinn Carson Yeung nær að klára fyrirhugaða yfirtöku sína í félaginu.

Enski boltinn

Maradona handtekinn

Fótboltastjarnan fyrrverandi, Diego Maradona, var handtekinn af flugvallarlögreglunni í Buenos Aires er hann kom þangað frá Ítalíu um helgina. Maradona hafði ekki sinnt kalli um að mæta í réttarhald um hálfsannarsárs gamalt umferðarslys.

Fótbolti

Símun og Allan skoruðu

Símun Samuelsen skoraði fyrir lið sitt, Notodden, í norsku 1. deildinni í dag. Það dugði þó skammt þar sem liðið tapaði fyrir Hönefoss, 4-1.

Fótbolti

Skoraði sjö í einum leik

Brasilíumaðurinn Afonso Alves gerði sér lítið fyrir og skoraði sjö mörk í 9-0 stórsigri Heerenveen á Herakles í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti

Arsenal marði Sunderland

Arsenal vann í dag nauman sigur á Sunderland, 3-2. Það var Robin van Persie sem skoraði sigurmark leiksins undir lokin en Sunderland hafði þá jafnað metin eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

Enski boltinn

Theodór Elmar í hópnum

Vísir hefur heimildir fyrir því að Theodór Elmar Bjarnason verði í leikmannahópi Celtic sem mætir Gretna í skosku úrvalsdeildinni á morgun.

Fótbolti

Meiðsli plaga Hamra sem töpuðu þriðja leiknum í röð

Hrakfarir West Ham héldu áfram í dag þegar liðið tapaði 1-0 gegn Aston Villa. Craig Gardner skoraði sigurmarkið á 24. mínútu. Auk þess að tapa leiknum þá meiddust þeir Henry Camara og Dean Ashton í leiknum og verða eitthvað frá vegna meiðsla. Þeir bætast því í hóp með Craig Bellamy, Bobby Zamora, Scott Parker, Julien Faubert, Anton Ferdinand og Kieron Dyer sem sitja allir sem fastast á sjúkrabekknum hjá West Ham.

Enski boltinn

FH er bikarmeistari karla

FH-ingar eru bikarmeistarar karla í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Fjölni í framlengdum leik. Matthías Guðmundsson var hetja FH-inga en hann skoraði bæði mörk liðsins í dag.

Íslenski boltinn