Jóhann Berg: Feginn að þessu sé loksins að ljúka Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2009 16:38 Jóhann Berg í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Daníel Jóhann Berg Guðmundsson mun á morgun semja við hollenska úrvalsdeildarfélagið AZ Alkmaar ef allt gengur að óskum. Að baki er langt og strangt ferli. Jóhann hefur verið á leiðinni í atvinnumennskuna allt frá því að tímabilinu lauk í haust og hefur síðan þá æft bæði með HSV í Þýskalandi og Coventry í Englandi sem hann var sterklega orðaður við á sínum tíma. Ekkert varð úr þeim félagaskiptum en nú hefur Breiðablik loksins náð samkomulagi um kaupverð við erlent félag - AZ Alkmaar frá Hollandi. Jóhann Berg mun halda utan á morgun til þess að fara í læknisskoðun og skrifa undir þriggja ára samning sem hægt er að framlengja um tvö ár í viðbót. „Mér líður ansi vel að þetta sé loksins að verða búið. Þetta er búið að vera ansi langt ferli sem hefur auðvitað tekið á. Ég hef hins vegar reynt að vera rólegur enda hef ég alltaf haft það á tilfinningunni að þetta myndi klárast áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin." Hann er ánægður með að fara til Hollands og sér ekki eftir því að hafa samið við annað hvort HSV eða Coventry. „Þetta var besti klúbburinn af þessum þremur fyrir mig að mínu mati," sagði Jóhann Berg. Kolbeinn Sigþórsson er á mála hjá AZ Alkmaar en þeir eru jafnaldrar og báðir úr Kópavoginum. „Við vorum saman á leikskóla á sínum tíma þar sem við spörkuðum saman í bolta og því gaman að við skulum lenda í sama félaginu í Hollandi," sagði Jóhann í léttum dúr. Hann mun fyrst um sinn æfa með varaliði félagsins en ætlar sér svo að gera atlögu að sæti í aðalliðinu strax á næstu leiktíð. „Það verður allt undir mér komið. Ef ég stend mig og næ að gera góða hluti ætti ég að geta komist í aðalliðið." Fótbolti Tengdar fréttir Breiðablik og AZ búin að ná saman Fátt getur komið í veg fyrir að Jóhann Berg Guðmundsson gangi til liðs við AZ Alkmaar í Hollandi en félögin náðu saman um kaupverð nú síðdegis. 28. janúar 2009 16:29 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson mun á morgun semja við hollenska úrvalsdeildarfélagið AZ Alkmaar ef allt gengur að óskum. Að baki er langt og strangt ferli. Jóhann hefur verið á leiðinni í atvinnumennskuna allt frá því að tímabilinu lauk í haust og hefur síðan þá æft bæði með HSV í Þýskalandi og Coventry í Englandi sem hann var sterklega orðaður við á sínum tíma. Ekkert varð úr þeim félagaskiptum en nú hefur Breiðablik loksins náð samkomulagi um kaupverð við erlent félag - AZ Alkmaar frá Hollandi. Jóhann Berg mun halda utan á morgun til þess að fara í læknisskoðun og skrifa undir þriggja ára samning sem hægt er að framlengja um tvö ár í viðbót. „Mér líður ansi vel að þetta sé loksins að verða búið. Þetta er búið að vera ansi langt ferli sem hefur auðvitað tekið á. Ég hef hins vegar reynt að vera rólegur enda hef ég alltaf haft það á tilfinningunni að þetta myndi klárast áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin." Hann er ánægður með að fara til Hollands og sér ekki eftir því að hafa samið við annað hvort HSV eða Coventry. „Þetta var besti klúbburinn af þessum þremur fyrir mig að mínu mati," sagði Jóhann Berg. Kolbeinn Sigþórsson er á mála hjá AZ Alkmaar en þeir eru jafnaldrar og báðir úr Kópavoginum. „Við vorum saman á leikskóla á sínum tíma þar sem við spörkuðum saman í bolta og því gaman að við skulum lenda í sama félaginu í Hollandi," sagði Jóhann í léttum dúr. Hann mun fyrst um sinn æfa með varaliði félagsins en ætlar sér svo að gera atlögu að sæti í aðalliðinu strax á næstu leiktíð. „Það verður allt undir mér komið. Ef ég stend mig og næ að gera góða hluti ætti ég að geta komist í aðalliðið."
Fótbolti Tengdar fréttir Breiðablik og AZ búin að ná saman Fátt getur komið í veg fyrir að Jóhann Berg Guðmundsson gangi til liðs við AZ Alkmaar í Hollandi en félögin náðu saman um kaupverð nú síðdegis. 28. janúar 2009 16:29 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Breiðablik og AZ búin að ná saman Fátt getur komið í veg fyrir að Jóhann Berg Guðmundsson gangi til liðs við AZ Alkmaar í Hollandi en félögin náðu saman um kaupverð nú síðdegis. 28. janúar 2009 16:29