Enski boltinn

Zola vongóður um að ná Kovac

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham.
Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham. Nordic Photos / Getty Images
Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham, segist vongóður um að hann geti landað varnarmanninum Radoslav Kovac frá Spartak Moskvu áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin.

„Það gæti verið möguleiki á því en við verðum að sjá til," sagði hann í samtali við enska miðla.

„Við viljum bæta liðið en því hefur þó gengið vel að undanförnu."

Zola segir að hann muni verða feginn þegar að félagaskiptaglugganum lokar. Fjölmiðlar hafa gefið í skyn að félagið myndi þurfa að selja sína sterkustu leikmenn vegna slæmrar fjárhagsstöðu Björgólfs Guðmundssonar, eiganda félagsins.

Craig Bellamy var að vísu seldur en það var með blessun Zola. Aðrir leikmenn eins og Matthew Upson og Scott Parker eru enn á mála hjá West Ham.

„Þetta hefur verið erfiður tími fyrir okkur alla. Ég er ekki hrifinn af þessum félagaskiptaglugga og hlakka til að geta slakað á að honum loknum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×