Enski boltinn

Bellamy jafnaði met

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Craig Bellamy fagnar marki sínu í gær.
Craig Bellamy fagnar marki sínu í gær. Nordic Photos / Getty Images

Craig Bellamy jafnaði í gær met er hann skoraði fyrir sitt sjötta úrvalsdeildarfélag á ferlinum.

Bellamy skoraði síðara mark Manchester City í 2-1 sigri á Newcastle í gær en hann gekk nýverið til liðs við félagið frá West Ham.

Alls hafa fimm leikmenn skorað fyrir sex mismunandi úrvalsdeildarfélög. Þeir eru Andy Cole, Les Ferdinand, Marcus Bent, Nick Barmby auk Bellamy. Hann hefur skorað fyrir Coventry, Newcastle, Blackburn, Liverpool, West Ham og City á sínum ferli.

Níu leikmenn hafa skorað fyrir fimm mismunandi úrvalsdeildarfélög og er Hermann Hreiðarsson á meðal þeirra. Hann hefur á sínum ferli skorað fyrir Crystal Palace, Wimbledon, Ipswich, Charlton og Porstmouth í úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×