Enski boltinn

Sölvi Geir orðaður við Birmingham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sölvi Geir er hér til hægri á myndinni.
Sölvi Geir er hér til hægri á myndinni. Mynd/Vignir
Sölvi Geir Ottesen var í dag orðaður við enska B-deildarliðið Birmingham í dönskum fjölmiðlum.

Ekstra Bladet hefur eftir sínum heimildum að Alex McLeish, stjóri Birmingham, hafi hug á því að fá Sölva Geir í sínar raðir en hann hefur þótt standa sig vel í liði SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í vetur.

„Ég get staðfest að lið í toppbaráttu næstefstu deildar í Englandi hefur sýnt áhuga og verður spennandi að sjá hvort að félagið muni leggja fram formlegt tilboð," sagði Guðlaugur Tómasson umboðsmaður Sölva í samtali við blaðið.

„Tímasetningin er afleit en ef miklir peningar verða í spilinu gæti orðið erfitt að hafna slíku tilboði," sagði Jacob Gregersen, yfirmaður íþróttamála hjá SönderjyskE. „Og við vitum vel að miðað við frammistöðu hans getum við ekki haldið honum í okkar röðum að eilífu."

SönderjyskE lék í dag æfingaleik við AGF og var Sölvi Geir ekki í leikmannahópi liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×