Enski boltinn

Kaupin á Arshavin næstum kláruð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andrei Arshavin í leik með rússneska landsliðinu.
Andrei Arshavin í leik með rússneska landsliðinu. Nordic Photos / AFP
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að kaupin á Andrei Arshavin séu komin vel á leið. 90 prósent af ferlinu sé lokið en það séu síðustu tíu prósentin sem eru erfiðust.

Þetta sagði hann að loknum leik Arsenal og Everton í gær en liðin skildu jöfn, 1-1.

„Það er ekkert nýtt að frétta að þessu máli. Ég hef verið að einbeita mér að leiknum og ekki tekið símann."

„Kannski að þetta hafist á næstu tveimur dögum. En málið er á viðkvæmu stigi þar sem að fólk á það til að skipta auðveldlega um skoðun."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×