Enski boltinn

Kovac á leið til West Ham

Eiríkur Stefán Ásgerisson skrifar
Radoslav Kovac fagnar marki í leik með tékkneska landsliðinu.
Radoslav Kovac fagnar marki í leik með tékkneska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Tékkneski landsliðsmaðurinn Radoslav Kovac er á leið til West Ham ef marka má viðtal við hann sem birtist í rússneskum fjölmiðlum í dag en hann er á mála hjá Spartak Moskvu.

Fullyrt er að hann verði fyrst um sinn lánaður til West Ham sem geti svo keypt hann fyrir þrjár milljónir punda í vor. Kovac getur bæði leikið í vörn og á miðju.

Kovac var einnig orðaður við Celtic en hann kaus frekar að fara til West Ham.

„Síðasta ákvörðunin mín var að velja á milli West Ham og Celtic en ég vildi frekar fara í ensku úrvalsdeildina. Knattspyrnustjóri West Ham og forráðamenn liðsins vilja fá mig."

„West Ham er mjög hrifið af tékkneskum knattspyrnumönnum en þeir eru þegar með Jan Lastuvka og Marek Stech í sínum hópi."

„Ég verð þrítugur á þessu ári og á aðeins nokkur ár eftir í boltanum. Ég vil því gjarnan fá að spila í einni stærstu deild heims."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×