Liverpool enn án sigurs á árinu 28. janúar 2009 21:54 Mido tryggði Wigan stig gegn Liverpool AFP Liverpool mistókst í kvöld að komast upp fyrir Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið mátti gera sér að góðu 1-1 jafntefli við vængbrotið lið Wigan á útivelli. Liverpool virtist vera í góðum málum á JJB í kvöld eftir að Ísraelsmaðurinn Yossi Benayoun kom liðinu yfir, en spænski framherjinn Fernando Torres átti þar að auki skot í stöngina á marki Wigan. Heimamenn misstu tvo lykilmenn úr liði sínu í janúarglugganum og þá voru nokkur skörð höggvin í liðið vegna leikbanna og meiðsla. Það kom þó ekki í veg fyrir að Steve Bruce og félagar blésu til sóknar og skömmu fyrir leikslok jafnaði Egyptinn Mido metin í 1-1 með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á Lucas Leiva fyrir brot á Jason Koumas. Mido var að spila sinn fyrsta leik fyrir Wigan eftir að hafa komið frá Middlesbrough á dögunum. Wigan átti skot í slá undir lok leiksins en jafntefli varð niðurstaðan. Úrslitin þýða að Wigan forðaðist þriðja tapið í röð, en Liverpool hefur gert þrjú jafntefli í röð og missti Chelsea upp fyrir sig í annað sætið í deildinni. Liverpool hefur ekki unnið deildarleik á árinu. Manchester United hefur 50 stig á toppnum eftir 22 leiki en Liverpool og Chelsea hafa 48 stig eftir 23 leiki. Kalou tryggði Chelsea sigur á Boro Chelsea skaust í annað sætið með 2-0 sigri á Middlesbrough. Salomon Kalou skoraði bæði mörk Chelsea upp úr hornspyrnum frá Frank Lampard og slakt Boro hefur fyrir vikið ekki unnið leik í síðustu ellefu viðureignum sínum. Chelsea virðist enn eiga eftir að finna sitt besta form undir stjórn Luiz Scolari en ljóst er að ekkert annað en hörð fallbarátta bíður lærisveina Gareth Southgate. Van Persie tryggði Arsenal stig Arsenal tryggði sér dramatískt 1-1 jafntefli gegn Everton á útivelli í leik þar sem liðið átti í raun ekki skilið að fá stig. Hinn ótrúlegi Tim Cahill kom Everton yfir í leiknum með sínu 100. marki en þurfti síðar að haltra meiddur af velli. Robin van Persie var hetja Arsenal þegar hann jafnaði metin í uppbótartíma. AFP Bellamy skoraði í sínum fyrsta leik Framherjinn Craig Bellamy byrjaði feril sinn hjá Manchester City með stæl í kvöld þegar hann skoraði annað mark liðsins í 2-1 sigri á fyrrum félögum hans í Newcastle. Þetta var í fyrsta skipti sem Bellamy skorar mark í sínum fyrsta leik fyrir nýtt félag á ferlinum, en hann skoraði einmitt mark gegn Newcastle í sínum síðasta leik fyrir West Ham um daginn. City var miklu betra liðið framan af leik og Shaun Wright-Phillips kom liðinu í forystu áður en Bellamy skoraði annað markið á 77. mínútu. Andy Carroll minnkaði muninn eftir herfileg varnarmistök Wayne Bridge á 80. mínútu en lengra komust Newcastle menn ekki. Michael Owen fór meiddur af velli í leiknum, eftir að hafa verið tæklaður niður af Nigel de Jong - öðrum nýjum liðsmanni City. Sammi taplaus hjá Blackburn Bolton virtist eiga sigurinn vísan gegn Blackburn á útivelli þar sem liðið komst í 2-0 forystu með mörkum frá Matthew Taylor og Kevin Davies, sem skoraði eftir undirbúning Grétars Steinssonar. Blackburn vaknaði ekki fyrr en liðið var á síðari hálfleik en þar náðu þeir Stephen Warnock og Benni McCarthy að jafna fyrir Blackburn. McCarthy misnotaði vítaspyrnu áður en hann jafnaði í blálokin og mátti Bolton þakka fyrir að fá stig út úr leiknum. Bæði lið eru í bullandi fallbaráttu en Bolton hefur ekki unnið sigur í síðustu fimm leikjum. Blackburn hefur ekki tapað síðan Sam Allardyce, fyrrum stjóri Bolton, tók við liðinu af Paul Ince. Sex töp í röð hjá Hull Skelfilegt gengi Hull City hélt áfram í kvöld þegar liðið lá 2-0 fyrir West Ham á útivelli. West Ham hefur verið á fínni siglingu undir stjórn Gianfranco Zola undanfarið og gat leyft sér að klúðra vítaspyrnu í leiknum. Carlton Cole og David di Michele skoruðu mörk West Ham en Mark Noble klikkaði á fjórðu vítaspyrnu liðsins í síðustu fimm leikjum. Markvörðurinn Matt Duke spilaði sinn fyrsta leik fyrir Hull og bjargaði liði sínu frá stórtapi með mjög góðri frammistöðu. Úrslitin í kvöld: West Ham United 2 - 0 Hull City 1-0 D. Di Michele ('33) 2-0 C. Cole ('51)Wigan Athletic 1 - 1 Liverpool 0-1 Y. Benayoun ('41) 1-1 Mido ('83, víti)Blackburn Rovers 2 - 2 Bolton Wanderers 0-1 M. Taylor ('15) 0-2 K. Davies ('35) 1-2 S. Warnock ('66) 2-2 B. McCarthy ('87)Chelsea 2 - 0 Middlesbrough 1-0 S. Kalou ('58) 2-0 S. Kalou ('81)Everton 1 - 1 Arsenal 1-0 T. Cahill ('61) 1-1 R. van Persie ('90)Manchester City 2 - 1 Newcastle United 1-0 S. Wright-Phillips ('17) 2-0 C. Bellamy ('77) 2-1 A. Carroll ('81) Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Liverpool mistókst í kvöld að komast upp fyrir Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið mátti gera sér að góðu 1-1 jafntefli við vængbrotið lið Wigan á útivelli. Liverpool virtist vera í góðum málum á JJB í kvöld eftir að Ísraelsmaðurinn Yossi Benayoun kom liðinu yfir, en spænski framherjinn Fernando Torres átti þar að auki skot í stöngina á marki Wigan. Heimamenn misstu tvo lykilmenn úr liði sínu í janúarglugganum og þá voru nokkur skörð höggvin í liðið vegna leikbanna og meiðsla. Það kom þó ekki í veg fyrir að Steve Bruce og félagar blésu til sóknar og skömmu fyrir leikslok jafnaði Egyptinn Mido metin í 1-1 með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á Lucas Leiva fyrir brot á Jason Koumas. Mido var að spila sinn fyrsta leik fyrir Wigan eftir að hafa komið frá Middlesbrough á dögunum. Wigan átti skot í slá undir lok leiksins en jafntefli varð niðurstaðan. Úrslitin þýða að Wigan forðaðist þriðja tapið í röð, en Liverpool hefur gert þrjú jafntefli í röð og missti Chelsea upp fyrir sig í annað sætið í deildinni. Liverpool hefur ekki unnið deildarleik á árinu. Manchester United hefur 50 stig á toppnum eftir 22 leiki en Liverpool og Chelsea hafa 48 stig eftir 23 leiki. Kalou tryggði Chelsea sigur á Boro Chelsea skaust í annað sætið með 2-0 sigri á Middlesbrough. Salomon Kalou skoraði bæði mörk Chelsea upp úr hornspyrnum frá Frank Lampard og slakt Boro hefur fyrir vikið ekki unnið leik í síðustu ellefu viðureignum sínum. Chelsea virðist enn eiga eftir að finna sitt besta form undir stjórn Luiz Scolari en ljóst er að ekkert annað en hörð fallbarátta bíður lærisveina Gareth Southgate. Van Persie tryggði Arsenal stig Arsenal tryggði sér dramatískt 1-1 jafntefli gegn Everton á útivelli í leik þar sem liðið átti í raun ekki skilið að fá stig. Hinn ótrúlegi Tim Cahill kom Everton yfir í leiknum með sínu 100. marki en þurfti síðar að haltra meiddur af velli. Robin van Persie var hetja Arsenal þegar hann jafnaði metin í uppbótartíma. AFP Bellamy skoraði í sínum fyrsta leik Framherjinn Craig Bellamy byrjaði feril sinn hjá Manchester City með stæl í kvöld þegar hann skoraði annað mark liðsins í 2-1 sigri á fyrrum félögum hans í Newcastle. Þetta var í fyrsta skipti sem Bellamy skorar mark í sínum fyrsta leik fyrir nýtt félag á ferlinum, en hann skoraði einmitt mark gegn Newcastle í sínum síðasta leik fyrir West Ham um daginn. City var miklu betra liðið framan af leik og Shaun Wright-Phillips kom liðinu í forystu áður en Bellamy skoraði annað markið á 77. mínútu. Andy Carroll minnkaði muninn eftir herfileg varnarmistök Wayne Bridge á 80. mínútu en lengra komust Newcastle menn ekki. Michael Owen fór meiddur af velli í leiknum, eftir að hafa verið tæklaður niður af Nigel de Jong - öðrum nýjum liðsmanni City. Sammi taplaus hjá Blackburn Bolton virtist eiga sigurinn vísan gegn Blackburn á útivelli þar sem liðið komst í 2-0 forystu með mörkum frá Matthew Taylor og Kevin Davies, sem skoraði eftir undirbúning Grétars Steinssonar. Blackburn vaknaði ekki fyrr en liðið var á síðari hálfleik en þar náðu þeir Stephen Warnock og Benni McCarthy að jafna fyrir Blackburn. McCarthy misnotaði vítaspyrnu áður en hann jafnaði í blálokin og mátti Bolton þakka fyrir að fá stig út úr leiknum. Bæði lið eru í bullandi fallbaráttu en Bolton hefur ekki unnið sigur í síðustu fimm leikjum. Blackburn hefur ekki tapað síðan Sam Allardyce, fyrrum stjóri Bolton, tók við liðinu af Paul Ince. Sex töp í röð hjá Hull Skelfilegt gengi Hull City hélt áfram í kvöld þegar liðið lá 2-0 fyrir West Ham á útivelli. West Ham hefur verið á fínni siglingu undir stjórn Gianfranco Zola undanfarið og gat leyft sér að klúðra vítaspyrnu í leiknum. Carlton Cole og David di Michele skoruðu mörk West Ham en Mark Noble klikkaði á fjórðu vítaspyrnu liðsins í síðustu fimm leikjum. Markvörðurinn Matt Duke spilaði sinn fyrsta leik fyrir Hull og bjargaði liði sínu frá stórtapi með mjög góðri frammistöðu. Úrslitin í kvöld: West Ham United 2 - 0 Hull City 1-0 D. Di Michele ('33) 2-0 C. Cole ('51)Wigan Athletic 1 - 1 Liverpool 0-1 Y. Benayoun ('41) 1-1 Mido ('83, víti)Blackburn Rovers 2 - 2 Bolton Wanderers 0-1 M. Taylor ('15) 0-2 K. Davies ('35) 1-2 S. Warnock ('66) 2-2 B. McCarthy ('87)Chelsea 2 - 0 Middlesbrough 1-0 S. Kalou ('58) 2-0 S. Kalou ('81)Everton 1 - 1 Arsenal 1-0 T. Cahill ('61) 1-1 R. van Persie ('90)Manchester City 2 - 1 Newcastle United 1-0 S. Wright-Phillips ('17) 2-0 C. Bellamy ('77) 2-1 A. Carroll ('81)
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira