Enski boltinn

Pele óánægður með Robinho

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robinho, leikmaður Manchester City.
Robinho, leikmaður Manchester City. Nordic Photos / Getty Images

Brasilíumaðurinn og knattspyrnugoðsögnin Pele segir að Robinho sé slæm auglýsing fyrir brasilíska knattspyrnumenn.

Robinho hefur verið mikið í fréttunum að undanförnu. Fyrst fyrir að fara í leyfisleysi frá æfingabúðum Manchester City á Spáni til síns heima og svo hefur hann mátt sæta rannsókn vegna meintrar nauðgunar á skemmtistað í Leeds.

„Þetta eru slæmar fréttir því að við Brasilíumenn höfum alltaf barist fyrir því að skapa okkur góða ímynd erlendis," er haft eftir Pele.

„Það sem gerðist varðandi Robinho hefur eyðilagt ímynd brasilískra knattspyrnumanna um allan heim - rétt eins og hefur áður gerst með aðra leikmenn eins og Adriano og Ronaldo."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×