Enski boltinn

Kevin Nolan á leið til Newcastle?

NordicPhotos/GettyImages

Sky fréttastofan greinir frá því í kvöld að Bolton hafi samþykkt kauptilboð Newcastle í miðjumanninn Kevin Nolan.

Nolan er 26 ára gamall og hefur verið lykilmaður í liði Bolton í mörg ár. Newcastle hefur verið á höttunum eftir leikmönnum í janúarglugganum en hefur lítlu áorkað í þeim efnum.

Liðið varð fyrir áfalli í gær þegar það missti bæði Joey Barton og Michael Owen í langvarandi meiðsli og því yrði komu Nolan eflaust tekið fagnandi ef af samningum verður eins og haldið er fram á Sky í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×